1.11.2010 | 17:08
Gott hjá Ingva Hrafni
Kemur ekki á óvart þó áhorf á ÍNN sé allnokkurt.
Ótrúlega oft er maður að rápa á milli stöðva og eina rásin þar sem er eitthvað íslenskt efni er ÍNN. Á öðrum íslenskum stöðvum endalausar bandarískar seríur.
Menn geta haft hvaða skoðanir sem er á Ingva Hrafni en þættirnar á ÍNN eru ótrúlega fjölbreyttir miðað við að þessi stöð þiggur engin áskiftargjöld.
RÚV fær um 3,5 milljarða í áskriftartekjur á hverju ári. Maður spyr sig hvort það sé nauðsynlegt að skattleggja almenning svona þegar það er eins auðvelt og raun ber vitni að reka sjónvarpsstöð og búa til sjónvarpsþætti.
Sama má segja um útvarpið. Á Útvarpi Sögu t.d. eru oft ágætir þættir. Reyndar hefur dagskráin þar farið versnandi undanfarið og er orðin einsleitari. En engu að síður frábært framtak að reka svona stöð.
Á gömlu Gufunni, sem maður hefur þó taugar til, eru endalausar sinfóníur og sérviskulegir tónlistarþættir sem ég trúi ekki að margir hlusti á.
Áhorf á ÍNN eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.