Dow Jones slær met

Þessa dagana er Dow Jones iðnaðarvísitalan (DJIA) í hámarki, í dag endaði vísitalan í 12767 stigum. Þessi frægasta hlutabréfavísitala í heimi hefur mælt verðmæti hlutabréfamarkaðins í Bandaríkjunum (sem í dag er reyndar orðinn álþjóðlegur) síðan á 19. öld. Gaman er að skoða þróun vísutölunnar yfir langt tímabil en það má t.d. gera á yahoo finance vefnum.

Þarna sést t.d. að vísitalan stóð hæst í 380 stigum í júlí 1929 fyrir fallið mikla í kreppunni og náði ekki aftur sama styrk fyrr en í október 1954. DJIA fór í 11900 stig í janúar 2000, tók svo fræga dýfu sem náði lágmarki í október 2002 og var ekki komin í sama gildi fyrr en seint á síðasta ári.  Meðal spekúlanta eru skiptar skoðanir um hvað næstu misseri hafa í för með sér. Sumir telja að vísitalan muni gefa eftir en aðrir benda á að hlutabréf séu ekki dýr í sögulegu samhengi og aukin stærð heimshagkerfisins muni styrkja hlutabréfamarkaðinn og draga úr sveiflum.

Á síðustu árum hafa íslendingar átt þess kost að kaupa hlutabréf í heimabönkum og ég hef t.d. verið að fikta við það undanfarin tvö ár eða svo. Ég er að sjálfsögðu í viðskiptum hjá Bjarna frænda í Glitni og þar er auðvelt að kaupa og selja bréf í bandarísku kauphöllunum þó að þóknunin mætti vera lægri.  Held að hún sé núna $25 fyrir hver viðskipti sem er mun meira en hjá erlendum bönkum.  Ég á núna bréf í 10 félögum. Hef keypt fyrir ca $5000 í hverju félagi. Reyni að kaupa í ódýrum og traustum fyrirtækjum sem greiða góðan arð. Kaupi helst þegar verðið fer yfir 50 daga meðaltalið og sel síðan þegar mér sýnist þau hafa hækkað ásættanlega eða ef þau hafa veikst þannig að mér sýnist að þau muni ekki ná sér upp aftur.  Hingað til héf ég ekki grætt mikið en samt náð viðunandi ávöxtun. Líklega er bara betra að kaupa í góðum hlutabréfasjóðum en þegar maður byrjar á þessu sjálfur er erfitt að hætta.  Nú ég ég bréf í eftirfarandi félögum:

Hér á blog.is vantar eiginlega færsluflokk um fjármál og hlutabréf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband