24.2.2007 | 22:10
Kvöldroðinn bætir og segir satt...
Þegar ég vaknaði í morgun hérna í Úthlíð var fallegur morgunroði yfir rananum á Bjarnarfelli og ekki minnkaði dýrð dagsins þegar sólin hækkaði á lofti og hélt í vesturátt yfir Heklu gömlu og Tindfjallajökul. Á þessum árstíma er birtan hvað fallegust hér um slóðir og í gærkveldi þegar við ókum hingað fylgdist ég með kvöldroðanum í baksýnisspeglinum. Hann var ekki síður fallegur í kvöld og Venus skein skært fyrir ofan hann. Það rifjaðist upp fyrir okkur gamla máltækið "Kvöldroðinn bætir og segir satt, morgunroðinn vætir og mígur í hatt". Ég hef lesið um hliðstæða alþýðuspeki hjá öðrum þjóðum sem búa á norðlægum breiddargráðum og meðal breskra sjómanna hefur t.d. lengi verið notað máltækið "Red sky at night, sailors delight - red sky at morning, sailors take warning".
Og veðurfræðingar hafa komist að því að það gildir um þessa fornu speki eins og marga aðra að þetta er ekki eintóm hjátrú. Eins og allir vita þá ferðast veðurkerfin frá vestri til austur vegna snúnings jarðar. Við sólarupprás og sólarlag fara ljósgeislar sólarinnar í gegn um þykkasta hluta andrúmsloftsins. Því meiri rykagnir eða vatnsgufa sem er í andrúmsloftinu, því sterkari verður rauði liturinn þar sem bylgjulengd hans er sú lengsta í litrófinu. Litir með stutta bylgjulengd eins og sá blái komast ekki í gegn. Sem sagt, ef það er heiðskýrt og hár loftþrýstingur í vestri á kvöldin þegar sólin sest þá myndast sterkur kvöldroði sem gefur vísbendingu um að það sé ekki óveður á leiðinni. Sterkur morgunroði er hins vegar talinn geta myndast þegar sólargeislar endurvarpast í ryk- og vatnsögnum sem hrekast undan óverðurskerfum úr vestrinu. (Myndin hér til hliðar sýnir kvöldroða yfir Högnhöfða. Tekið á Hrunamannaafrétti að haustlagi 2005.)
Samt var það nú þannig að þrátt fyrir roðann hér í morgun kom engin úrkoma í dag og reyndar augljóst strax í morgun að svo yrði ekki. Í dag hefur verið 2-4 stiga frost og norðan bál. Ég sé á vef Veðurstofunnar að vindhraðinn í Hjarðarlandi hefur farið í 12m/s af NA. Roðinn var heldur ekki mjög sterkur í morgun, meira fölbleikur. Þessar gömlu veðurspár byggðar á kvöld- og morgunroða hljóta líka að miðast við staðbundnar aðstæður og kunnáttu manna til að lesa í náttúrufarið í sinni heimabyggð.
Ég fór aðeins niður á golfvöll og hann er eins og við er að búast gaddfrosinn og bólginn. Þessi vetur hefur verið kaldur í samanburði við síðasta vetur sem var ákaflega mildur og jörð var þá frostlaus í byrjun maí. Þetta þarf þó ekki að vera slæmt ef vel vorar, hættan á kali er í apríl og maí þegar grasið er farið að taka við sér ef þá koma snöggar hitasveiflur samhliða úrkomu.
Við Dísa erum ferðaþjónustubændur þessa helgi þar sem Bragi ráðsmaður er búinn að vera í bælinu alla vikuna. Í gærkvöldi afhentum við gestum lykla af sumarhúsum og í dag höfum við verið í Réttinni og nokkrir hafa rekið inn nefið til að kaupa sér eitthvað smálegt. Líklega er tap á rekstrinum í dag en maður getur ekki alltaf verið að hugsa um helvítis peningarna.
Ég hef notað tímann til að uppfæra heimasíðuna www.uthlid.is. Ég er búinn að endurnýja golfsíðuna ....
http://www.uthlid.is/mambo/index.php?option=com_content&task=view&id=17&Itemid=28
Og veðurfræðingar hafa komist að því að það gildir um þessa fornu speki eins og marga aðra að þetta er ekki eintóm hjátrú. Eins og allir vita þá ferðast veðurkerfin frá vestri til austur vegna snúnings jarðar. Við sólarupprás og sólarlag fara ljósgeislar sólarinnar í gegn um þykkasta hluta andrúmsloftsins. Því meiri rykagnir eða vatnsgufa sem er í andrúmsloftinu, því sterkari verður rauði liturinn þar sem bylgjulengd hans er sú lengsta í litrófinu. Litir með stutta bylgjulengd eins og sá blái komast ekki í gegn. Sem sagt, ef það er heiðskýrt og hár loftþrýstingur í vestri á kvöldin þegar sólin sest þá myndast sterkur kvöldroði sem gefur vísbendingu um að það sé ekki óveður á leiðinni. Sterkur morgunroði er hins vegar talinn geta myndast þegar sólargeislar endurvarpast í ryk- og vatnsögnum sem hrekast undan óverðurskerfum úr vestrinu. (Myndin hér til hliðar sýnir kvöldroða yfir Högnhöfða. Tekið á Hrunamannaafrétti að haustlagi 2005.)
Samt var það nú þannig að þrátt fyrir roðann hér í morgun kom engin úrkoma í dag og reyndar augljóst strax í morgun að svo yrði ekki. Í dag hefur verið 2-4 stiga frost og norðan bál. Ég sé á vef Veðurstofunnar að vindhraðinn í Hjarðarlandi hefur farið í 12m/s af NA. Roðinn var heldur ekki mjög sterkur í morgun, meira fölbleikur. Þessar gömlu veðurspár byggðar á kvöld- og morgunroða hljóta líka að miðast við staðbundnar aðstæður og kunnáttu manna til að lesa í náttúrufarið í sinni heimabyggð.
Ég fór aðeins niður á golfvöll og hann er eins og við er að búast gaddfrosinn og bólginn. Þessi vetur hefur verið kaldur í samanburði við síðasta vetur sem var ákaflega mildur og jörð var þá frostlaus í byrjun maí. Þetta þarf þó ekki að vera slæmt ef vel vorar, hættan á kali er í apríl og maí þegar grasið er farið að taka við sér ef þá koma snöggar hitasveiflur samhliða úrkomu.
Við Dísa erum ferðaþjónustubændur þessa helgi þar sem Bragi ráðsmaður er búinn að vera í bælinu alla vikuna. Í gærkvöldi afhentum við gestum lykla af sumarhúsum og í dag höfum við verið í Réttinni og nokkrir hafa rekið inn nefið til að kaupa sér eitthvað smálegt. Líklega er tap á rekstrinum í dag en maður getur ekki alltaf verið að hugsa um helvítis peningarna.
Ég hef notað tímann til að uppfæra heimasíðuna www.uthlid.is. Ég er búinn að endurnýja golfsíðuna ....
http://www.uthlid.is/mambo/index.php?option=com_content&task=view&id=17&Itemid=28
og setti líka inn myndasafn og link á það ....
http://pg.photos.yahoo.com/ph/uthlid/my_photos
http://pg.photos.yahoo.com/ph/uthlid/my_photos
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.