18.4.2007 | 21:43
UT konur og tölvunördar
Sigrún Þöll samstarfskona mín lét mig hafa kynningarbækling um UT konur þegar hún labbaði brosandi út í sumarið eftir vinnu í dag. Bækingurinn fjallar um konur sem hafa menntað sig og starfa í upplýsingatækni og er ætlaður til að hvetja ungar konur til að leggja stund á þetta nám. Þetta er mjög jákvætt framtak.
Það hefur lengi verið nokkur ráðgáta hvers vegna svona fáar konur starfa í þessu fagi. Það sem er jafnvel enn undarlegra er að svo virðist sem þeim sé frekar að fækka en hitt undanfarin ár.
Nýlega las ég tvær greinar á vefnum www.cioinsight.com um þetta efni, Women in I.T.: Where the Girls Aren't og Numbers Show Big Decline of Women in IT. Þarna kemur fram að konum í upplýsingatækni í USA hefur fækkað talsvert frá árinu 2000, eða úr um 29% í 26%. Mögulegar skýringar sem nefndar eru, er að fagið hafi á sér tölvunördastimpil og að konum finnist þessi atvinnugrein ekki bjóða upp á nægilegt jafnvægi milli fjölskyldulífs og starfs.
Ég hef tekið þátt í að stjórna hugbúnaðarfyrirtæki undanfarin ár og hef orðið var við lítinn og jafnvel minnkandi áhuga kvenna á upplýsingatækni. Þetta er mjög slæmt, ekki síst vegna þess að það er mikið pláss fyrir fleira fólk í þessari atvinnugrein. Störf í upplýsingatækni eiga að höfða til kvenna, þau krefjast lítils vöðvaafls, þau eru skapandi, þar eru betri laun en almennt gerist, þar eru mikil mannleg samskipti, sveigjanlegur vinnutími og þar starfar mikill fjöldi af fallegum og skemmtilegum karlmönnum :)
Ég held að meginskýringarnar séu ímyndarmál greinarinnar og það hversu margir aðrir spennandi kostir bjóðast konum sem eru að velja sér háskólanám. Háskólarnir hafa ekki verið nægilega duglegir við að þróa tölvunarfræðinámið og setja á það flott business look eins og t.d. hefur verið gert í sambandi við viðskiptafræði og lögfræði. Hvers vegna bjóða háskólarnir t.d. ekki upp á Viðskiptatölvunarfræðibraut eins og "Viðskiptalögfræði"? Þetta kemur reyndar lika niður á sókn karla í námið sem hefur ekki verið nægileg undanfarin ár eins og ég fjallaði um í öðru bloggi fyrir nokkru síðan.
Það hefur lengi verið nokkur ráðgáta hvers vegna svona fáar konur starfa í þessu fagi. Það sem er jafnvel enn undarlegra er að svo virðist sem þeim sé frekar að fækka en hitt undanfarin ár.
Nýlega las ég tvær greinar á vefnum www.cioinsight.com um þetta efni, Women in I.T.: Where the Girls Aren't og Numbers Show Big Decline of Women in IT. Þarna kemur fram að konum í upplýsingatækni í USA hefur fækkað talsvert frá árinu 2000, eða úr um 29% í 26%. Mögulegar skýringar sem nefndar eru, er að fagið hafi á sér tölvunördastimpil og að konum finnist þessi atvinnugrein ekki bjóða upp á nægilegt jafnvægi milli fjölskyldulífs og starfs.
Ég hef tekið þátt í að stjórna hugbúnaðarfyrirtæki undanfarin ár og hef orðið var við lítinn og jafnvel minnkandi áhuga kvenna á upplýsingatækni. Þetta er mjög slæmt, ekki síst vegna þess að það er mikið pláss fyrir fleira fólk í þessari atvinnugrein. Störf í upplýsingatækni eiga að höfða til kvenna, þau krefjast lítils vöðvaafls, þau eru skapandi, þar eru betri laun en almennt gerist, þar eru mikil mannleg samskipti, sveigjanlegur vinnutími og þar starfar mikill fjöldi af fallegum og skemmtilegum karlmönnum :)
Ég held að meginskýringarnar séu ímyndarmál greinarinnar og það hversu margir aðrir spennandi kostir bjóðast konum sem eru að velja sér háskólanám. Háskólarnir hafa ekki verið nægilega duglegir við að þróa tölvunarfræðinámið og setja á það flott business look eins og t.d. hefur verið gert í sambandi við viðskiptafræði og lögfræði. Hvers vegna bjóða háskólarnir t.d. ekki upp á Viðskiptatölvunarfræðibraut eins og "Viðskiptalögfræði"? Þetta kemur reyndar lika niður á sókn karla í námið sem hefur ekki verið nægileg undanfarin ár eins og ég fjallaði um í öðru bloggi fyrir nokkru síðan.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er heldur ekki að hjálpa til að stefna Háskólanna hérna á Íslandi sem kenna tölvunarfræði er sú að námið er alls ekki í takt við hvað atvinnumarkaðurinn er að óska eftir, heldur er verði að kenna fornaldarfræði og mjög einhæft/hliða nám. Einnig er áherslan á ofurnördafög eins og gervigreind, netkerfi og flókna gagnagrunnsforritun. Stór hluti markaðins á Íslandi er aftur á móti í hefðbundinni forritun í t.d C# (nútíma tungumáli) og verið er að gera verkefni fyrir venjulegt fólk sem notar Internetið til annarra hluta en að reikna út erfiða algorithma, leysa bestunaraðferðir og þess háttar "nörda" aðgerðir. Ekki má svo gleyma að notendur tölvukerfa í dag eru að óska eftir "cool" kerfum með flottu viðmóti sem virkar! og ekki er til eitt einasta Hugbúnaðarsetur, Prófunarsetur, viðmótssetur og svo framvegis í t.d Háskóla Reykjavíkur. Áherslan er á "nörda" fögin.
Þessu þarf að breyta til að laða fólk að tölvunarfræðinni og fylgja nútímanum!
Sigrún Þöll, 19.4.2007 kl. 22:26
Já Sigrún þetta er hárrétt. Sérstaklega er námið í HÍ alls ekki nógu praktískt.
Þorsteinn Sverrisson, 20.4.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.