Líkið í forstofunni

Það var kaldur rigningarhraglandi sem tók á móti okkur þegar við komum í sumarbústaðinn í kvöld. Forstofuhurðin hefur verið dáldið stíf upp á síðakastið og við vorum smá stund að opna hana. Loksins þegar við náðum að rykkja henni upp blasti við okkur ófögur sjón, á gólfinu var illa útleikið lík sem hafði verið nagað í sundur til hálfs. Okkur til undrunar var engin fnykur af líkinu sem bendir til þess að það hafi ekki verið mjög langt síðan þessi óhamingjusami einstaklingur lést fyrir hendi miskunarlauss morðingja. En af útliti líksins að dæma var dánarorsökin strax augljós.

lukaRansókn málsins hófst strax, eða réttara sagt um leið og líkið hafði verið tekið upp með fægiskóflu og hent á bak við húsið. Fljótlega leystist morðgátan. Í ljós kom að um síðustu helgi hefur snillingurinn Björn Þorsteinsson gleymt að loka glugganum á herberginu sem hann svaf í. Þannig er að hérna á bænum er köttur að nafni Luka, nafnið er þýskt því að þýsk vinnukona sem hér var skýrði köttinn sama nafni og kött sem hún átti í sínu heimalandi.  Fyrir innan gluggann voru greinileg fótspor eftir Luka og augljóst að hann hefur veitt músina úti og síðan stokkið með hana inn um gluggann til að þurfa ekki að snæða þennan góða málsverð undir beru lofti. 

Luka er öflugur músa-raðmorðingi. Áður en hann kom hingað voru mýs plága. Núna sjást þær örsjaldan og þá yfirleitt dauðar. Þegar bloggritari skrifar þetta er Luka fyrir utan húsið að gæða sér á Whiskas. Ég held að honum finnist það þrátt fyrir allt betri fæða en mýs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Fín byrjun á spennusögu...ég var orðin spennt. Þar til að ég áttaði mig á að um var að ræða mús

Brynja Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þegar fægiskóflan kom inn í söguna fóru að renna á mig tvær grímur. Fægiskóflan + myndin af kisu fletti ofan af plottinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband