Konur og símar

Alexander_Graham_Bellblogg um kynjakvóta sem leiddi af sér umræður um ýmsar uppfinningar sem hafa létt konum lífið (auðvitað körlum líka). Þá rifjaðist upp fyrir mér sagan um það þegar síminn var fundinn upp.

Það var Alexander Graham Bell sem fann upp símann. Til að byrja með gat hann ekkert notað uppfinninguna því hann var eini maðurinn í heiminum sem var með síma!  Svo hann fann upp annan síma og lét konuna sína hafa. Þetta var mjög þægilegt og nú gátu þau alltaf hringt í hvort annað og látið vita af sér.  Þá bað konan hann um þriðja símann svo hún gæti talað við mömmu sína sem var orðin fullorðin. Alexander gerði það og lét tengdamóður sína hafa splunkunýjan síma. En viti menn, næst þegar Alexander ætlaði að hringja í konuna sína - þá var á tali!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kella nennti náttúrlega alls ekki að tala við kallinn sinn þegar önnur kona bauðst í verkið. Mér er samt til efs að mr Bell hafi hugsað fyrir því fyrirfram að setja inn ''á tali hringingu''. En þetta sýnir að baki hverju stórmenni er enn merkari kona og það var sem sagt frú Bell sem fann upp það þarfaþing sem ''á tali tónninn'' er.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Var ekki hægt að hlera þessa gömlu síma. Maður hefur heyrt af því að í sveitinni í gamla daga hafi sumir legið í símanum við hlustir. Það mætti kannski taka það upp aftur til að hafa ofan af fyrir fólki sem hefur lítið að gera.

Hinrik Már Ásgeirsson, 23.4.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þar sem ég ólst upp Hinrik minn var stutt-stutt-löng. Í dag hefur bloggið komið í stað gömlu sveitasímana.

Þorsteinn Sverrisson, 23.4.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 59744

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband