Í hvað fara skattarnir ?

Hér fyrir neðan er yfirlit um þróun ríkisútgjalda í tíð núverandi stjórnar (tekið af vef fjármálaráðuneytisins). Eftir að hafa lesið allan kosningaáróðurinn í dagblöðunum sem biðu mín rsj20032007meðan ég var erlendis ákvað ég að leita uppi staðreyndir til að reyna að glöggva mig á stöðu mála. 

Í töflunni sést að opinber útgjöld hafa aukist um 31% síðustu 4 ár. Þetta er auðvitað sumpart vegna verðlagshækkana og fólksfjölgunnar. En einnig vegna eflingar atvinnulífsins sem leiðir til hækkunar skatttekna þrátt fyrir að helstu skattprósentur hafi lækkað. 

Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að ríkissjóður hafi sterka tekjustofna svo hægt sé að reka gott velferðarkerfi til að hjálpa þeim sem eru aðstoðar þurfi.

En miðað við að útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hafa aukist um 37% þá finnst mér það umhugsunarefni ef rétt er að biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu hafi aldrei verið lengri en núna. Þetta fullyrða sumir frambjóðendur um leið og þeir gagnrýna ríkisstjórnina líka fyrir að hafa aukið skatttekjur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.  

Getur verið hægt að halda því fram að opinber þjónusta hafi versnað þegar horft er á þessa auknu fjármuni sem hefur verið varið í hana?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

82% í Utanríkisráðuneytið...er það öryggisráðsóráðssían? Alltaf spurning í hvað peningarnir fara innan hvers málaflokks...t.d. launahækkanir lækna? Dýrara að kaupa lyf af einkafyrirtækjunm en að flytja þau inn sjálfur (ríkið) Er ekki komið mál á að einkavæða kirkjumálin....svona m.v. hversu margir sækja kirkjur landsins. Svo virðist vera einhver tengsl milli bættra lífskjara og versnandi heilsu.

Gíslína Erlendsdóttir, 2.5.2007 kl. 22:49

2 identicon

Sæll, mig langar mig að spyrja þig, eru þetta ekki eingöngu tölur um rekstur ríkissins, en ekki allra opinberra aðila, eins og t.d. ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga?

Ég er undrandi hversu útgjöld til Landbúnaðarráðneytis eru lág! merkilegt hvað er hægt að gera mikið við aðeins rétt tæplega 14 milljarða á ári! :)

Það er rétt hjá þér, það er erfitt að sjá að þjónustan hafi versnað, m.v. aukin útgjöld.  Það er aftur á móti líklegt að eftirspurnin eftir þjónustunni á þessu tímabili hafi vaxið meira en framboðið og muni gera það um ókomna framtíð! 

Miðað við vöxt málaflokksins, þ.e. heilbrigðismála hér og á vesturlöndum, munu útgjöld til hans stefna í 100% af útgjöldum ríkissins á nokkrum tugum ára. Leitun að lausnum liggur djúpt í nefndum.  Höfum samt ekki áhyggjur af því, leggjum meira fé í málaflokkinn og krossum fingur :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Þetta er gott innlegg. Ég man að fyrir fáeinum árum voru Bændasamtökin að fá 500 millur úr ríkiskassanum. Vantar ekki 60 millur í Bugl? 

Baugur er greinilega búin að setja mikla pressu á Dóms og Kirkjumálaráðuneytið.... 41% hækkun á kostnaði... Frjálshyggjumaðurinn hann Bjössi Bjarna kann að eyða peningunum okkar.. thats for sure...

Það sem kemur mér mest á óvart er þetta. Ef að það er búið að vera greiða niður skuldir ríkissjóðs svona stórkostlega afhverju hafa þá vaxtagjöld vaxið um 35% á þessum fjórum árum. Er ríkissjóður að taka verðtryggð lán ??? 

Hinrik Már Ásgeirsson, 3.5.2007 kl. 08:25

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Jú Gillí, það er örugglega víða hægt að spara. Og það væru margir sammála því að einkavæða kirkjuna.  Íslandskirkjan hf. og Jósep Húnfjörð yrði stjórnarformaður.

Held örugglega að þetta séu bara tekjur ríkisins Jósep.  Ég er ekki með skýringu á þessu með vaxtagjöldin Hinrik. En það er amk. sagt að erlendar skuldir ríkisins séu nánast horfnar.

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 60054

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband