13.5.2007 | 20:30
Barnsminni
hvers vegna hlæja börnin
þegar þú horfir í augu þeirra?
hvers vegna hlaupa folöldin
á kyrrum vorkvöldum?
hvers vegna fara lömbin
í eltingaleik á túninu?
af því þau þekkja ekki
framtíðina sem stendur álengdar
sem bíður eftir þeim eins og
hvítklæddur öldungur
með torræðan svip
og kallar þau til sín
þegar þau eru tilbúin
lækurinn sprettur upp úr
lindinni, tær eins og
sannleikurinn, gegnsær
eins og gler
þegar ég var barn
lék ég mér oft í bæjargilinu
og hlustaði á lækinn
hríslast á milli steinanna
stundum á kvöldinn
þegar hljóðbært var
heyrði ég þungan dyn í fjarska
löngu seinna
komst ég að því
að þetta var niðurinn í stóra fljótinu
handan við heiðina
þangað sem vegurinn lá
þetta var niðurinn í stóra fljótinu
sem að lokum
hremmdi litla lækinn úr gilinu
og bar hann til sjávar
þegar ég var barn!
hvað er ég núna?
tíu stafa kennitala,
vegabréf,
færsla í þjóðskrá
tannhjól í úrverki
heimsvædds
hagkerfis
örsmá eining í
hagtölum
Seðlabankans
ég heyri ekki
lengur niðinn í fljótinu
fyrir umferðarndyn
og glamri í steypudælum
nú leik ég mér á
róluvelli lífsbaráttunnar
og hlæ til að komast
í gegn um daginn
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Semur þú Steini? Þetta er bara asskoti gott.
Gíslína Erlendsdóttir, 13.5.2007 kl. 22:42
Kvitt
Brynja Hjaltadóttir, 13.5.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.