14.10.2007 | 10:06
Dreifum byggðinni meira
Ég hef aldrei skilið til fulls þessa þráhyggju skipulagsfræðinga og stjórnmálamanna um að það eigi að þétta byggðina í Reykjavík. Það eru vissulega ákveðin rök fyrir því en mér finnst jafnvel meiri rök gegn því.
Ef við dreifum byggðinni (bæði íbúðahúsnæði, stofnunum, skólum og atvinnuhúsnæði) og gerum gott vegakerfi með slaufum og fáum ljósum þá hljóta samgöngur að verða greiðari þar sem þá eru ekki allir að keyra eftir sömu götum á sama tíma í sömu átt.
Ég sé ekki hvernig það á að geta gengið að búa til kannski 20.000 manna byggð í Vatnsmýrinni. Hvernig verður þá ástandið á Miklubrautinni og Bústaðaveginum á morgnanna?
Reykjavík er byggð út á nesi og því eru náttúrulegar hindranir geng því að það sé hægt að hrúga óendanlega mörgum íbúum í vesturhluta hennar án þess að það verði samgönguvandamál. Sumar stórborgir hafa þróast þannig að þær stækka í allar áttir og svo eru gerðir nýjir og nýir hringvegir utan um þær. Þetta er ekki hægt í Reykjavík.
Reykjavík verður aldrei svona kaffihúsamiðbæjarborg eins og borgir í suður Evrópu. Hér er myrkur, kuldi, rigning eða einhver blanda af þessu 9 af hverjum 10 dögum á ári. Þess vegna viljum við líka frekar keyra en nota almenningssamgöngur.
Ég held að íslendingar séu líka þannig að þeir vilja búa í hverfum þar sem þeir sjá út fyrir malbikið, hafa smá rými og opin svæði í kring um sig.
Ef við dreifum byggðinni (bæði íbúðahúsnæði, stofnunum, skólum og atvinnuhúsnæði) og gerum gott vegakerfi með slaufum og fáum ljósum þá hljóta samgöngur að verða greiðari þar sem þá eru ekki allir að keyra eftir sömu götum á sama tíma í sömu átt.
Ég sé ekki hvernig það á að geta gengið að búa til kannski 20.000 manna byggð í Vatnsmýrinni. Hvernig verður þá ástandið á Miklubrautinni og Bústaðaveginum á morgnanna?
Reykjavík er byggð út á nesi og því eru náttúrulegar hindranir geng því að það sé hægt að hrúga óendanlega mörgum íbúum í vesturhluta hennar án þess að það verði samgönguvandamál. Sumar stórborgir hafa þróast þannig að þær stækka í allar áttir og svo eru gerðir nýjir og nýir hringvegir utan um þær. Þetta er ekki hægt í Reykjavík.
Reykjavík verður aldrei svona kaffihúsamiðbæjarborg eins og borgir í suður Evrópu. Hér er myrkur, kuldi, rigning eða einhver blanda af þessu 9 af hverjum 10 dögum á ári. Þess vegna viljum við líka frekar keyra en nota almenningssamgöngur.
Ég held að íslendingar séu líka þannig að þeir vilja búa í hverfum þar sem þeir sjá út fyrir malbikið, hafa smá rými og opin svæði í kring um sig.
Skipulag hefur áhrif á verðmæti fasteigna og lands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir fatta það eftir 20 ár að bílar séu orðnir fleiri en voru 2007 :D í staðinn fyrir að hafa virkilega hugsað og þrefaldað til dæmis reykjanesbraut til hafnafjarðar, þá myndu þeir ekki horfa fram á bölvuð vandræði eftir 10-15 ár.
Það er ekkert skipulagt í íslensku skipulagi, þegar kemur að vegakerfi og byggingaskipulagi. Þetta er bara reist og ekkert pælt í að það gæti valdið vandræðum seinna meir, svo kostar það marga tugi milljóna ef ekki undir milljarða að laga vandann þegar hann er orðin hvað verstur og fólk að verða brjálað á því.
Feginn er ég að búa í því sem margir kjósa að kalla "ghetto" (þvílík heimska), þ.e. í Breiðholti... Friðsælt og þægilegt, og útsýni yfir allt, það þykir mér gott :D
ViceRoy, 14.10.2007 kl. 18:23
aðal atriðið er tími á götum, ef meðal ferðatími til vinnu er helmingaður þá helmingast það pláss sem bílar hafa á götum, það má svosem gera þetta með ýmsum hætti en megin atriði er að draga úr þeim tíma (og eða vegalengd) sem hver og einn "þarf" að meðaltali að vera að ferðast. Þétting bygðar getur dregið úr þessum tíma á götum ef vegalengdir eru styttri, ef oftar er hægt að ganga, ef einfaldara og þægilgegra verður að nota almennings samgöngur og s.f. Greiðafærar tengibrautir með meiri hraða geta líka gefið styttri ferðatíma, svo þarf að skoða hvar vinnustaðir eru, þétting sem aðeins nær til búsetu getur verið skammsín, íbúar í miðbæ í vinnu og versla í kópavogi ?
hrth
hrth (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:22
Þegar Sundabrautin er komin og brú yfir Skerjafjörð út í Álftanes þá lagast nú þeta nes-syndrome. Þétting byggðar er hagkvæmt þegar aðstæður leyfa. Þeir sem vilja hafa rúmt um sig flytja í úthverfi sem býður upp á það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 04:02
Sammála Steina, skil ekki afhverju það má hvergi vera grænn auður blettur og svo er ekkert pláss eftir til að stækka göturnar. ÉG vil líka sjá út fyrir malbikið....en kannski er það bara af því að ég er úr sveit eins og Steini. Þolum ekki þrengingar, vön víðáttu.
Gíslína Erlendsdóttir, 18.10.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.