Kona í karlaklefanum

arbaejarlaugVið Unnar fórum í Árbæjarlaugina í kvöld eins og við gerum oft eftir kvöldmatinn. Þegar við komum inn í karlaklefann og ætlun að fara að fara að skipta um föt tökum við eftir sundlaugarvörðunum tveimur sem eru á sínum stað eins og vanalega. Það sem kom á óvart núna var að annar þeirra var kona!!! 

Okkur fannst þetta dáldið skrítið en létum þó á engu bera þó við reyndum að snúa okkur undan þegar við fórum í sundskýlurnar. Það var æðislegt að slaka á í heitu pottunum í Árbæjarlauginni eins og venjulega. Þegar við komum upp úr var konan þarna ennþá. Mér fannst sumir karlarnir vera half kindarlegir þar sem þeir voru að þurrka sér en svo voru aðrir sem greinilega höfðu gaman af því að sýna sig aðeins.

Á leiðinni út hitti ég starfskonu þarna sem ég kannast við og spurði hvernig stæði á þessu. Hún sagði mér að það væri svo erfitt að manna þessar stöður núna að þau hefðu þurft að grípa til þessa úrræðis. Ég spurði hvort það væri möguleiki fyrir mig að sækja um vinnu sem vörður í kvennaklefanum en hún taldi að það kæmi ekki til greina.  Svona er jafnréttið í dag!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oó, þarna er komin vinnan sem ég er að leita að!!!!!!!!!!!!!!!!

Adda (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aha, kvennperri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtileg vinna ! 

Anna Einarsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband