Já, veginn fyrir sunnan vatnið

Ég tek undir með Ómari Ragnarssyni. Mér finnst miklu skynsamlegra að leggja veg fyrir sunnan Þingvallavatn heldur en að gera veg á núverandi vegastæði Gjábakkavegarins (fyrir norðan vatnið) eða nálægt því.  Ég sé t.d. eftirfarandi kosti:
  1. Leiðin frá Reykjavík að Laugarvatni yrði mun styttri en núverandi vegur yfir Hellisheiði og einnig styttri en Gjábakkaleiðin.
  2. Vegurinn myndi nýtast fleirum en Gjábakkaleiðin, þ.e. þeim sem eru að fara úr Reykjavík í vestanvert Grímsnes og Grafningshrepp
  3. Álag á veginn yfir Hellisheiði og upp Grímsnes myndi þannig minnka mun meira. En á þeirri leið er í dag mjög mikið umferðarálag á vissum tímum og kemur til með að aukast.
  4. Vegastæðið raskar ekki þjóðgarðssvæðinu á Þingvöllum og myndi reyndar draga úr umferð um Þjóðgarðinn.
  5. Ætti ekki að hafa áhrif á heimsminjaskráningu Þingvalla
  6. Ætti miklu síður að hafa mengunaráhrif á vatnið þó svo að ég haldi að það sé nú kannski gert fullmikið úr því.
  7. Meira öryggi og minni slysahætta þar sem vegurinn fyrir norðan Þingvallavatn er of blindur og krókóttur fyrir þá umferð sem myndi hljótast af núverandi tillögu.
  8. Um er að ræða lausn til meiri framtíðar en núverandi leið fyrir norðan vatnið

Hér er mynd af hugsanlegu vegastæði ef einnig yrði farið beint yfir Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Styttingin m.v. veginn um Selfoss er augljós.  Einnig að þessi leið er mun styttri en núverandi leið fyrir norðan vatnið.
 

thingvallavegur











 


mbl.is Landvernd óskar eftir frestun á útboði Gjábakkavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Sammála enn og aftur....er ég nokkuð að verða sjálfstæðismaður...

Gíslína Erlendsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það hefur nú alltaf verið smá sjálfstæðispúki í þér

Þorsteinn Sverrisson, 19.10.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 59680

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband