2.1.2008 | 16:19
Eru dýrgripir Musterisriddaranna faldir í Hrunamannahreppi ?
Á 23. fundi hreppsnefndar Hrunamannahrepps var veitt leyfi til þess að leita að dýrgripum Musterisriddaranna í svonefndum Skipholtskrók, lengst inn á Hrunamannaafrétti. Ítalinn Giancario Gianazza hefur stundað viðamiklar rannsóknir á málinu um nokkra hríð og útskýrir hugmyndir sínar m.a. í bókinni I custodi del messaggio.
Musterisriddararnir var munkaregla, stofnuð um 1118, kennd við musteri Salómons konungs í Jerúsalem þar sem voru þeirra höfuðstöðvar. Riddararnir höfðu m.a. það hlutverk að gæta ýmissa dýrgripa kristinna manna svo sem Kaleiksins helga sem Jesú drakk úr í síðustu kvöldmáltíðinni. Um 1300 var reglan upprætt af Páfa og Frakkakonungi og eigur hennar gerðar upptækar.
Þrálátar sögur hafa síðan gengið um að hluti reglubræðranna hafi starfað áfram með leynd og viðhaldið reglunni með því að velja inn í hana nýja og nýja félaga, jafnvel til dagsins í dag. Því hefur verið haldið fram að ýmsir frægir vísindamenn og listamenn miðalda hafi verið í þessum hópi. Frægar bækur hafa verið skrifaðar um þessa arfsögn, m.a. The Da Vincy Code og The Dante Club.
Gianazza telur að í ýmsum frægum listaverkum séu fólgnar vísbendingar um að dýrgripir Musterisriddara séu faldir á miðju Íslandi. Aðallega styðst hann við vísbendingar úr Gleðileik Dantes auk þess sem hann telur að kort af Skipholtskrók sé falið í hinu fræga málverki Leonardos Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Hægt er að lesa greinagóðar útskýringar á málinu á heimasíðu Gísla Ólafs Péturssonar, hér.
Þá telur Þórarinn Þórarisson arkitekt að í Sturlungu séu vísbendingar um að Snorri Sturluson hafi aðstoðað Musterisriddarana við að koma dýrgripunum fyrir hér á landi. Ef til vill hefur Snorri sjálfur verið Musterisriddari! Ég er samt að velta fyrir mér hvernig þetta passar því Snorri deyr 1241, þ.e. áður en ofsóknir á hendur reglunni hefjast.
Þórarinn og Ginazza hafa farið í tvær vettvangsferðir en nú í sumar stendur sem sagt til að grafa tveggja metra djúpan skurð á svæðinu og leita að grafarhverfingu með jarðsjá.
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni og vonandi fáum við fréttir af því næsta sumar.
Musterisriddararnir var munkaregla, stofnuð um 1118, kennd við musteri Salómons konungs í Jerúsalem þar sem voru þeirra höfuðstöðvar. Riddararnir höfðu m.a. það hlutverk að gæta ýmissa dýrgripa kristinna manna svo sem Kaleiksins helga sem Jesú drakk úr í síðustu kvöldmáltíðinni. Um 1300 var reglan upprætt af Páfa og Frakkakonungi og eigur hennar gerðar upptækar.
Þrálátar sögur hafa síðan gengið um að hluti reglubræðranna hafi starfað áfram með leynd og viðhaldið reglunni með því að velja inn í hana nýja og nýja félaga, jafnvel til dagsins í dag. Því hefur verið haldið fram að ýmsir frægir vísindamenn og listamenn miðalda hafi verið í þessum hópi. Frægar bækur hafa verið skrifaðar um þessa arfsögn, m.a. The Da Vincy Code og The Dante Club.
Gianazza telur að í ýmsum frægum listaverkum séu fólgnar vísbendingar um að dýrgripir Musterisriddara séu faldir á miðju Íslandi. Aðallega styðst hann við vísbendingar úr Gleðileik Dantes auk þess sem hann telur að kort af Skipholtskrók sé falið í hinu fræga málverki Leonardos Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Hægt er að lesa greinagóðar útskýringar á málinu á heimasíðu Gísla Ólafs Péturssonar, hér.
Þá telur Þórarinn Þórarisson arkitekt að í Sturlungu séu vísbendingar um að Snorri Sturluson hafi aðstoðað Musterisriddarana við að koma dýrgripunum fyrir hér á landi. Ef til vill hefur Snorri sjálfur verið Musterisriddari! Ég er samt að velta fyrir mér hvernig þetta passar því Snorri deyr 1241, þ.e. áður en ofsóknir á hendur reglunni hefjast.
Þórarinn og Ginazza hafa farið í tvær vettvangsferðir en nú í sumar stendur sem sagt til að grafa tveggja metra djúpan skurð á svæðinu og leita að grafarhverfingu með jarðsjá.
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni og vonandi fáum við fréttir af því næsta sumar.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertekkjagrínast? Kannski við getum leigt kofann okkar við Heiðarvatn fyrir fúlgur fjár? Þessir menn þurfa einhversstaðar að sofa.
Gleðilegt nýár. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 2.1.2008 kl. 20:32
Þetta er skondinn frétt og rannsóknarleiðangur. Gleðilegt árið.
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.1.2008 kl. 18:40
Gleðilegt ár bæði. Þú ættir endilega að koma kofanum ykkar í útleigu Helga - Þú gætir verið með bed&breakfast
Sigurður Magnússon jeppamaður benti mér á að það hafa verið farnir fleiri leiðangrar á svæðið og m.a. var hann með í ferð þann 19. mars 2005 þar sem fóru fram ýmsar rannsóknir. Hægt er að skoða myndir úr þeirri ferð hérna:
http://www.austurgata.net/gallery/albun04?page=3
Það rifjast líka upp fyrir mér að Hrunamannahreppur hefur áður verið notaður til að geyma fjársjóði. Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust menn loftárásir á Reykjavík. Þá var farið með dýrgripi úr Landsbókasafninu og Þjóðskjalasafninu austur á Flúðir og hafðir þar þangað til stríðinu lauk. Ég veit nú bara ekki hvaða húsnæði var notað!
Þorsteinn Sverrisson, 6.1.2008 kl. 12:26
Ég held það hafi verið í gamla skólanum - þykist reyndar nokkuð viss um það. Samt var ég víst varla fædd þá. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:32
En getur þú sagt mér Þorsteinn, hvar nákvæmlega Skipholtskrókurinn er? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:36
Skipholtskrókur er mjög innarlega, fyrir vestan Ásgarð og sunnan Jökulkvísl. Ég hef reyndar aldrei komið þarna en lengi langað. Mig minnir að ég hafi heyrt að þarna hafi Skipholtamenn haft rétt til að fara með fé, eða hvort það fundust þarna útigengin lömb frá Skipholti. Ég þori samt ekki að fullyrða þetta, hef ekki jafn gott minni og þú! - Jón Hermannsson veit þetta örugglega:)
Þorsteinn Sverrisson, 7.1.2008 kl. 20:14
Takk - ég á einhversstaðar kort af afréttinum, en hef ekki rekist á það lengi. Kannski ég ætti að leggjast í alvarlega tiltekt í húsinu. kv
Helga R. Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:54
Þórbergur hélt nákvæmar dagbækur og hefur Pétur Gunnarsson grúskað lengi yfir þeim. Nokkur tákn eru í bókinni og undirstrikanir sem ekki er búið að ráða. Pétur hefur hins vegar fundið út að þar sem fundur við Kristínu Guðmundsdóttur er undirstrikaður fylgir X efst á síðu.
Á þessum síðum er líka töluvert um merkjamál eða dulmál sem skortir forsendur til að skilja og tíma til að ráða. Hvað merkja I2, X30 og Z45?
Er ekki ráðið að fá Gianazza til að rannsaka dagbækur Þórbergs og finna út úr þessum táknum Þórbergs.
Var Þórbergur etv. Musterisriddari?
Sigurpáll Ingibergsson, 13.1.2008 kl. 21:00
Þórbergur hefði vel getað verið Musterisriddari jafn forvitinn og sérvitur og hann var
Þorsteinn Sverrisson, 15.1.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.