10.1.2008 | 19:53
Um opinberar ráðningar
Mikið er rætt um opinberar stöðuveitingar ráðherra þessa dagana. Þetta hefur reyndar verið stöðugt umræðuefni í þjóðfélaginu síðan ég man eftir mér. Ég ætla ekki að leggja mat á þessi mál sem nú ber hæst en langar til þó til að benda á eftirfarandi:
Margir virðast líta þannig á að þegar valinn er maður í mikilvægt opinbert embætti eigi að vera hægt að reikna það út næstum eins og stærðfræðiformúlu hver sé hæfastur. Þ.e. sett er inn í jöfnuna prófgráða, einkunnir, starfsaldur, lífaldur, fyrri störf, greinaskrif o.þ.h. Sá sem skorar hæst er hæfastur.
Ég hef stundað stjórnunarstarf lengi og oft komið að ráðningu sérhæfra starfsmanna. Þegar maður þarf að velja einstakling úr hópi fólks sem hefur allt ákveðna grunnmenntun og grunnreynslu þá skipta mannlegir þættir eins og dugnaður, jákvæðni, samskiptahæfni, glaðlyndi og samviskusemi oftast meira máli en menntun og reynsla. Mér sýnist á umræðunni að þessir þættir eigi ekkert að vega þegar ráðið er í opinberar stöður.
Svo er annað. Er það rétt að embættismenn velji nýja embættismenn? Að "kerfið" viðhaldi sjálfu sér og lifi sjálfstæðu lífi? Mér finnst það einn helsti lýðræðishalli á Íslandi í dag að "fólk í kerfinu" - þó það sé oft ágætt - ræður meiru um opinbera stjórnsýslu en kjörnir fulltrúar. Er ekki betra að kjörnir fulltrúar skipi bara í opinberar stöður án ráða einhverra matsnefnda og leggi svo verk sín í mat kjósenda á fjögra ára fresti. Það er þá ekkert að því að þeir skipi fólk sem hefur sömu viðhorf og hugsjónir, enda standa þær væntanlega fyrir þær skoðanir sem kjósendur aðhyllast, amk. til langs tíma litið.
Margir virðast líta þannig á að þegar valinn er maður í mikilvægt opinbert embætti eigi að vera hægt að reikna það út næstum eins og stærðfræðiformúlu hver sé hæfastur. Þ.e. sett er inn í jöfnuna prófgráða, einkunnir, starfsaldur, lífaldur, fyrri störf, greinaskrif o.þ.h. Sá sem skorar hæst er hæfastur.
Ég hef stundað stjórnunarstarf lengi og oft komið að ráðningu sérhæfra starfsmanna. Þegar maður þarf að velja einstakling úr hópi fólks sem hefur allt ákveðna grunnmenntun og grunnreynslu þá skipta mannlegir þættir eins og dugnaður, jákvæðni, samskiptahæfni, glaðlyndi og samviskusemi oftast meira máli en menntun og reynsla. Mér sýnist á umræðunni að þessir þættir eigi ekkert að vega þegar ráðið er í opinberar stöður.
Svo er annað. Er það rétt að embættismenn velji nýja embættismenn? Að "kerfið" viðhaldi sjálfu sér og lifi sjálfstæðu lífi? Mér finnst það einn helsti lýðræðishalli á Íslandi í dag að "fólk í kerfinu" - þó það sé oft ágætt - ræður meiru um opinbera stjórnsýslu en kjörnir fulltrúar. Er ekki betra að kjörnir fulltrúar skipi bara í opinberar stöður án ráða einhverra matsnefnda og leggi svo verk sín í mat kjósenda á fjögra ára fresti. Það er þá ekkert að því að þeir skipi fólk sem hefur sömu viðhorf og hugsjónir, enda standa þær væntanlega fyrir þær skoðanir sem kjósendur aðhyllast, amk. til langs tíma litið.
Segir rangfærslur í yfirlýsingu Árna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mat á hæfni fer í þessu máli fer eftir fyrirliggjandi gögnum um umsækjendur. Ef meta á þætti eins og dugnað, jákvæðni, samskiptahæfni, glaðlyndi og samviskusemi, verða liggja fyrir gögn um það. Þau eru bara ekki til í þessu tilviki og sennilega mjög erfitt að afla þeirra enda mat á þeim afskaplega huglægt.
Nefndin umrædda er ekki skipuð starfandi embættismönnum, heldur sérfræðingum í lögum og rétti. Dómsmálaráðherra er hins vegar embættismaður.
Dómstólar landsins eiga að vera óhlutdrægir og því ótækt að dómarar séu skipaðir á pólitískum forsendum. Hvernig litist þér á ef dómsmálaráðherra kæmi úr einum af minnsta stjórnmálaflokki landsins og veldi svo sinn mann í dómarastöðu? Heldur þú að það myndi endurspegla vilja þjóðarinnar?
Málflutningur þinn gengur ekki upp.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.1.2008 kl. 20:23
Já ég skil þig að vissu leyti Helgi. En ef það er ekki hægt að leggja mannlega þætti til grundvallar við ráðningu opinberra starfsmanna þá hlýtur það að leiða til þess að menn geta ekki ráðið hæfustu mennina í mörgum tilvikum. Þetta eru lykilþættir þegar verið er að velja fólk í ábyrgðarstöður í einkageiranum.
Dómsmálaráðherra er kjörinn, hvort sem þú kallar hann embættismann eða ekki. Starfsmenn opinberra nefnda eru í opinberum störfum, skipaðir kannski til margra ára og ekkert mat á frammistöðu.
Ég held að það sé ákveðin skilhelgi að halda því fram að það sé hægt að útiloka pólitík. Það eru allir pólitískir með einhverjum hætti. Menn í matsnefndum eru líka skipaðar af pólitíkusum en sitja áfram janfvel þó að pólitúkusinn sem skipaði þá hafi verið felldur!
Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 21:16
Ég er nú ekki viss um að þú yrðir dús við pólitískt fyrirkomulag á skipun dómara ef dómsmálaráðherran kæmi úr Vinstri Grænum og héti Atli Gíslason.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.1.2008 kl. 21:38
Já, eða Kolbrún Halldórsdóttir.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.1.2008 kl. 21:41
Nei það væri ekki gott en samt kannski jákvætt að það sé breidd í dómarahópi:) Ekki bara eins fólk sem velur eins fólk inn þegar nýjan dómara vantar.
Þó ég sé frerkar hægri maður finnst mér Atli stundum vera réttsýnn. Hef t.d. heyrt hann mæla fyrir málstað bænda í þjóðlendumálum þegar "hægri" sinnuð ríkisstjórn og Hæstiréttur fer ránshendi um eigur fólks og virðir ekki þinglýsta samninga sem enginn hefur nokkurntíman andmælt.
Kolbrún kemur varla til greina þar sem hún er ekki menntuð sem lögfræðingur (eða er það?). Ég er ekki svo rótttækur að vilja afnema þá lágmarkskröfu!
Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 22:07
Hún gæti nú mögulega orðið settur dómsmálaráðherra rétt eins og dýralæknirinn, svona rétt á meðan hún skipaði sína konu í embætti.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.1.2008 kl. 23:15
Miðað við hversu lítt hæfur skipaður umsækjandi er, þá skil ég hreinlega ekki hvernig honum datt í hug að sækja um!
Því meira sem ég les um þessa skipun því gáttaðari verður maður. Sorrý Þorsteinn það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli. Dýralæknirinn tiltekur t.d. atriði sem ekki koma fram í starfsumsókn og nefndin gat ekki tekið afstöðu til. Og afhverju telur hann að nefndin hafi ekki metið reynslu umsækjanda sem aðstoðarmanns ráðherra? Er það virkilega rétt að téður umsækjandi sé héraðslögmaður en ekki hæstaréttarlögmaður og hafi útskrifast úr lögfræði 1999? Umsækjandi sé í dómnefnd fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar (by-the-way þau völdu hreint ágætisbók í ár) - who gives a shit! Það er frekar maður spyrji afhverju í ósköpunum hann sé í þessari dómnefnd!
Einshversstaðar segir: Nefndinni sé ætlað að styrkja sjálfstæði dómstólanna, og því sé óhjákvæmilegt að ætla að ráðherranum séu einhver takmörk sett við val sitt, að minnsta kosti með hliðsjón af góðum stjórnsýsluháttum og ekki síður sjálfstæði dómstólanna. Til hvers að hafa þessa matnefnd ef hún er bara sýndarmennska? Spyr sá sem ekkert veit né skilur.
Atli Geir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:54
Já það má örugglega deila um þetta Atli En ég var ekkert að fjalla um ráðningu Þorsteins Davíðssonar - bara þessi mál almennt. Ég þekki engann umsækjenda um þetta dómaraembætti fyrir austan og get ekki tjáð mig um hæfi þeirra!
Þorsteinn Sverrisson, 11.1.2008 kl. 21:09
Okey þú sleppur. Þetta er reyndar fyrir norðan og austan.
Afstaðan til ráðninga verður stundum persónuleg. Ég var t.d. fullkomlega sammála ráðherra þegar fyrirverandi bekkjabróðir var gerður að hæstaréttardómara - sannfærður um að hann væri sá allrahæfasti þó ég byggði það aðallega á tilfinningu og minningum um skemmtilegheit úr menntaskóla
En lestu endilega ljóðabókina eftir Ara Jóhannesson - þarna eru ljóð sem meira segja ég skil
Atli Geir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:49
Já hjartað ræður oft meiru en heilinn:) Ég er búinn að lesa bókina hans Ara. Alveg stórfín. Sérstaklega miðkaflinn - læknaljóðin.
ps. Af hverju setur þú ekki upp bloggsíðu Atli ?
Þorsteinn Sverrisson, 12.1.2008 kl. 16:37
Ég held að það sé punktur hjá þér að pólitíkusar eoga að hafa svigrúm til að skipta um menn í stjórnsýslunni á tilteknum sviðum til að tryggja að áherslur þeirra nái fram að ganga, en dómarastöður eru í eðli sínu frábrugðnar af því að dómstólum er ætlað að hafa sjálfstæði frá stjórnsýslu og pólitík. Því þarf að setja skorður á svigrúm ráðherra við ráðningar á dómurum. Ekki bara til að tryggja að þeir verði ekki bara vinir og vandamenn úr einum flokki, heldur líka til að tryggja rétt hinna sem eru hæfari en ekki með flokkstengslin. Þannig hafði Árni svigrúm í að velja milli þriggja umsækjenda sem taldir voru "mjög hæfir" og þá hefði ekki orðið neinn órói um þetta mál. Mbk. G
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 01:01
Já dómsvaldið er sjálfstætt vald og kannski ætti bara að kjósa dómara eða láta Alþingi kjósa þá. En einhverra hluta vegna hafa stjórnskipunarsérfræðingar ákveðið að hafa þetta svona. Þetta er líka svona í Bandaríkjunum þar sem forsetinn skipar hæstarréttardómara. Stjórnarskrá þeirra byggir þó á skýrri aðgreiningu stjórnavaldseininganna og er samin af miklum spekingum á sínum tíma.
Þorsteinn Sverrisson, 13.1.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.