Geta börn æft íþróttir of mikið ?

ugUnnar sonur minn er 11 ára og mikill áhugamaður um íþróttir.  Hann skráði sig í Knattspyrnuakademíuna í Kórum Kópavogi.  Þar mæta þessir guttar kl. 6:20 á morgnanna þrjá daga vikunnar og æfa fótbolta undir stjórn góðra þjálfara og hluti af prógramminu er að fá í heimsókn þekkta knattspyrnumenn.

Unnar byrjaði sem sagt daginn í dag á því að vakna fyrir klukkan sex og taka klukkutíma þjálfun.  Síðan fór hann í skólann og þar var líka leikfimitími.  Eftir skólann var síðan fótboltaæfing hjá Fylki og eftir hana var handboltaæfing sem Unnar er líka að æfa.  Það var talsvert þreyttur maður sem kom heim um klukkan hálf sjö og átti þá eftir allt heimanámið !!!

KorinnÉg var svona aðeins að hugsa hvort þetta er ekki að verða einum of mikið. Ég vil ekki líkja þessu við barnaþrælkun en er samt viss um að ef börn á þessum aldri væru að vinna svona mikið þætti flestum nóg um.

Að lokum má geta þess að íþróttahúsið í Kórnum í Kópavogi er enn ein rósin í hnappagat Gunnars Birgissonar. Ég varð agndofa þegar ég kom þarna inn.  Mikið öfunda ég nágranna okkar af þessum manni miðað við allt ruglið hérna í Reykjavík. Legg enn og aftur til að Reykvíkingar reyni að kaupa hann sem Borgarstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Á dóttir sem æfði á milli 14 og 18 klst á viku, fyrir utan skólann.

Hélt að þetta væri orðið gott, og að áhuginn færi að yfirkeyra hana og koma niður á námi, en það virðist sem þessir orkuboltar bæti námsgetuna við miklar æfingar og því leifi ég henni að ákveða sjálfri magnið, á meðan að námið gengur fyrir og árangur í námi er góður.

Verst hvað þetta er andskoti dýrt, höfum þurft að greiða yfir 3 stafa tölu á mánuði, ef keppnisferðir koma inn.

En ef horft er á styrkingu huga og líkama auk forvarnagildis, þá er þetta bráðnauðsynlegur hluti uppeldis.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Við eigum Gunnar B. Látið hann kjurrt..

Brynja Hjaltadóttir, 26.2.2008 kl. 23:40

3 identicon

Vissulega geta börn æft of mikið. Það má hins vegar ekki gleyma því að börn hreyfa sig mun minna utan skipulagðra æfinga en áður var. Sjálfur fór maður í fótbolta í frímínútum, leikfimi, fótbolta eftir skóla og síðan á fótbolta og/eða handboltaæfingu um kvöldið. Gengið var í skóla og á æfingar og vegalengdin samtals kannski 6-8 kílómetrar.

Ég man hins vegar að í menntaskóla þá fékk maður frí í leikfimi og tók bara próf ef kennarinn vissi að maður var á fullu í íþróttum.

Maður hefur hins vegar linast svo með árunum að manni finnst þetta á mörkunum að vera skynsamlegt.

Atli Geir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Yfir stuttan tíma er þetta í lagi en yfir langt tímabil, þá brenna menn út. Við höfum mörg dæmi um efnilega leikmenn sem hafa leikið með mörgum flokkum á misjöfnum völlum. Stór hluti þeirra hefur þurft að hætta vegna meiðsla, oftast í hnjám.

Sigurpáll Ingibergsson, 2.3.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband