Þunglamalegt kerfi við gerð námssamninga

afþÁgúst Flóki sonur minn er að læra pípulagnir, byrjaði á samning hjá meistara á síðasta ári og stendur sig vel. Hann er núna að ganga frá pappírunum í kring um þetta.  Það er stofnun sem heitir IÐAN Fræðslusetur sem hefur umsjón með gerð þessara samninga. Ég hef aðstoðað hann aðeins við pappírsvinnuna þar sem það er ekki hans sterka hlið!  Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er þunglamalegt og tímafrekt kerfi. En ferlið er svona:

1. Fyrst þarf að skila inn umsókn um gerð námssamnings.
1a. Sækja þarf eyðublað á vef Fræðslusetursins og fylla það út.
1b. Meistarinn þarf að skrifa á umsóknina
1c. Fá þarf yfirlit frá lífeyrissjóði síðustu 6 mánuði
1d. Fá þarf stimplað blað með námsferli frá Iðnskólanum
1e. Fara þarf með allt þetta til Fræðslusetursins (ég talaði reyndar við ágæta konu þar sem leyfði mér að senda þessi skjöl skönnuð í tölvupósti en hún sagði að það væri ekki venjan)

2. Síðan núna eftir ca tvo mánuði fær Ágúst samningseyðublöð í fjórriti sem hann þarf að fylla út.
2a. Hann þarf að fylla öll eyðublöðin fjögur út á sama hátt
2b. Hann þarf að láta meistarann skrifa AFTUR á ÖLL FJÖGUR blöðin
2c. Hann þarf AFTUR að fá stimpil frá skólanum á ÖLL FJÖGUR blöðin
2d. Hann þarf að fara í Menntamálaráðuneytið og láta þá stimpla á ÖLL FJÖGUR blöðin.
2e. Hann þarf að senda eitt eintak til skólans
2f. Hann þarf að senda eitt eintak til Menntamálaráðuneytisins
2g. han þarf að fara með eitt eintak til Fræðslusetursins
2h. Hann þarf að fara með eitt eintakið til meistarans - sem er kannski auðvelt þar sem hann vinnur hjá honum. (Hann fer með það krumpað í rassvasanum ef ég þekki hann rétt og kannski sleppur það við þvottavélina næst þegar buxurnar lenda í henni Wink )

Ég bara spyr, er ekki hægt að gera þetta kerfi eitthvað einfaldara og skilvirkara ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ágúst Flóki getur gleymt pípulögnunum og snúið sér að skrifstofustörfum eftir þetta, því þar er hann orðinn sérfræðingur.

Anna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fer lítið fyrir rafrænni stjórnsýslu, væri hægt að afgreiða þetta allt saman rafrænt í gegn um tölvuna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.3.2008 kl. 18:00

3 identicon

þú er snillingur að velta ýmsu fyrir þér !

ein í vanda (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband