Æsispennandi lokahringur í US Masters

Nú er að hafinn síðasti hringurinn á US Masters.  Efstu keppendur byrja að spila eftir rúmlega klukkutíma. Það er nánast öruggt að einhver af þeim sem eru í sex efstu sætunum eftir daginn í gær stendur uppi sem sigurvegari. Staðan fyrir lokahringinn er svona:

Immelman1. Trevor Immelmann (-11 högg)
Suður Afríkubúi, fæddur 1979.  Hefur aldrei unnið risamót.

2. Brandt Snedeker (-9 högg)
Bandaríkjamaður fæddur 1980. Hefur aldrei unnið risamót.

3. Steve Flesch (-8 högg)
Bandaríkjamaður, fæddur 1967.  Hefur aldrei unnið risamót.

4. Paul Casey (-7)
Englendingur, fæddur 1977. Hefur aldrei unnið risamót.

5. Tiger Woods (-5)
Kóngurinn sjálfur. Hefur unnið 13 risamót.  Langstigahæsti golfari í heiminum í dag og setti sér nýlega markmið um að vinna öll fjögur risamótin í ár. 

6. Stewart Cink (-4)  
Bandaríkjamaður, fæddur 1973. Hefur aldrei unnið risamót.

Það verður að segjast eins og er að fyrir utan Tiger er enginn í þessum hópi sem fyrirfram hefði verið talinn sérlega líklegur sigurvegari. En golf er nú einu sinni þannig íþótt að það geta allir sigrað á góðum degi og það hefur oft gerst á stórmótum. Það verður gaman að fylgjast með lokahringnum á Sýn þegar útsendingin hefst núna á eftir.  Immelman er flottur golfari og ég hafði sjálfur gaman af því að sjá hann vinna. Hann er auk þess sá eini sem hefur spilað á Íslandi en hann tók þátt í pr-am golfmóti á Keilisvellinum fyrir nokkrum árum.

mbl.is Immelman með tveggja högga forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband