Íslendingar og Færeyingar hafa frumkvæði að stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 1929

ten_coinsÁ þessum tímum kreppu og peningaleysis er gaman að rifja upp aðdraganda þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður. Frá því er sagt í smásögu Halldórs Kiljans Laxness, Corda Atlandica.  Þar er fjallað um furðufuglinn og uppátækjasegginn Karl Einarsson Dunganon. Hann var fæddur á Seyðisfirði, fluttist ungur til Færeyja með foreldrum síðnum en á fullorðinsárum átti hann heima víða í Evrópu. Árið 1929, í heimskreppunni sem þá geysaði, bjó Karl í Bordeaux í Frakklandi. Þar kynninst hann færeyskum sérvitringi sem í sögunni er kallaður Sjúri (hét réttu nafni Siggert Patursson, langafabróðir bloggritara). Eitt af því sem þeir félagar taka sér fyrir hendur er stofnum alþjóðabanka.  Í sögunni segir Laxness svo frá af sinni alkunnu list:

Um þessar mundir voru peníngar lokaðir inní baunkum um allan heim og ógjörníngur að ná þeim út nema fyrir þjófa; einkum var það erfitt fyrir þá sem þurftu á peníngum að halda. Þá stofnuðum við Sjúrur þar í borginni alþjóðabanka sem við nefndum Veraldarkassann. Allir vita að peníngar eru tilbúníngur.  Heimurinn er líka tilbúníngur. Takmark þessa bánka var að gera alla peninga heimsins verðlausa. Myntin átti að heita Globus en var aldrei slegin. Hæst komu tíu krónur í kassann. Þetta var sem sagt rétt byrjunin, en uppúr því fór gjaldmiðli að hraka hvarvetna í heiminum. Nú er fyrirsjáanlegt að eftir sosum fimmhundruð ár verður farið að nota tölur og glerbrot fyrir penínga um allan heim eins og við krakkarnir gerðum í klínk á Seyðisfirði og í Þórshöfn þegar ég var að alast upp.  Rétt á eftir var Sjúrur veikur af fjörefnaskorti. Þessi veiki lýsti sér í því að það brakaði í honum einsog gamalli mubblu. Við urðum að taka lán í bánkanum þángaðtil ekki urðu nema tvær krónur eftir. En fyrir lítið kom. Loks var mér ráðlagt að gefa Sjúra viðsmjör við brakinu og þá tæmdist heimskassinn. Síðan tóku Sameinuðu Þjóðirnar málið að sér og stofnuðu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ef til vill sjá einhverjir samsvörum við ástandið í dag í þessu sögubroti. Þá kann það að hugga suma að peníngar eru bara tilbúníngur.  


mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband