Hvenær mengar maður og hvenær ekki?

Það er merkileg staðreynd að tvær fyrirspurnir á google mengi eins að sjóða vatn í katli og að tölvur heimsins mengi jafnvel álíka mikið og öll flugfélög. Í þessu samhengi er gaman að velta fyrir sér hvernig menn skipta í daglegu tali atvinnugreinum upp í umhverfisvænar annars vegar og mengandi hins vegar.

ImageAluminiumÍ grófum dráttum er það þannig að þegar menn sjá reyk eða mistur þar sem atvinnustarfsemi fer fram, skítugt fólk og vinnuvélar, þá er sagt að þessi starfsemi sé mengandi. Ef á hinn bóginn allt er fínt, loftið hreint og starfsfólkið snyrtilegt þá er talað um umhverfisvænan iðnað.

En það er ekki allt sem sýnist. Hver atvinnugrein og hvert fyrirtæki lifir á viðskiptum við aðra. Allt hagkerfi heimsins er ein óslitin hringekja. Alcan framleiðir ál með rafmagni sem er framleitt af Landsvirkjun, Alcan þarf líka hugbúnað frá Microsoft og Oracle, tölvur frá SUN, bíla frá Toyota, síma frá Nokia, flutninga hjá Eimskip o.s.frv

Microsoft þar svo aftur tölvur til að búa til hugbúnað, þær eru gerðar úr dýrum málmum frá málmbræðslum. Tölvurnar eru knúnar af rafmagni sem ef til vill er framleitt með olíu eða kolum.  Í besta falli vatnsafli. Microsoft þarf líka að nota flugvélar og bíla fyrir sína starfsemi, fjarskiptanet o.s.frv.

Engu að síður er það þannig að menn líta frekar á Microsoft sem umhverfisvænt fyrirtæki og Alcan mengangi fyrirtæki.

officespaceTil að búa til verðmæti þarf á endanum alltaf orku og hráefni. Verðmæti endurspeglast í fjármagni. Öll starfsemi sem þarf fjármagn er því mengandi. Og því meira fjármagn, því meiri mengun.  Þannig kostar það útblástur koltvísýrings að hafa háskólaprófessora, lækna og alþingismenn á launum. Það er mengandi að reka Umhverfisráðuneytið og Heilbrigðiseftirlitið.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það bara neyslan sem mengar. Þau samfélög og þeir einstaklingar sem eru með mestu neysluna og hafa hæstu tekjurnar, knýja hagkerfið áfram af mestu afli og menga þar af leiðandi mest. 

Þannig finnst mér alltaf dáldið öfugsnúið þegar eyðslu- og neyslutröll, t.d. listamenn með margfaldar tekjur, margfalda neyslu og margfaldar eignir á við venjulegt fólk, tala um nauðsyn þess að draga úr mengun!!!
mbl.is Áhrif „gúgls“ á umhverfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þú hefur þetta alveg eins og þú vilt Andri minn. Það kemur að því að þú vaknar einhvern morguninn og það verður komin vinstri stjórn.

Þorsteinn Sverrisson, 13.1.2009 kl. 18:12

2 identicon

Þessi frétt er röng 

http://www.technewsworld.com/rsstory/65794.html
http://arstechnica.com/news.ars/post/20090112-analysis-environmental-impact-of-googling-hard-to-quantify.html

Ólafur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Georg Birgisson

Góð síða http://www.breathingearth.net/

Georg Birgisson, 14.1.2009 kl. 10:03

4 identicon

Er þetta ekki full dramatíserað samt sem áður ?

Við verðum að skoða þetta í réttu samhengi. Að sjálfsögðu mun líf okkar hér setja sitt mark á plánetuna, það er ekki hægt að ætlast til þess að við getum lifað hérna án þess að setja nokkurt mark á umhverfi okkar, því að það er jú einnig okkar umhverfi. Öll dýr og allar lífverur framleiða úrgang á einhvern hátt, en það er ekkert þar með sagt að það sé mengun, rétt einsog súrefni er úrgangur plantna þó það verði seint kallað mengun. Umhverfisvernd fellst ekki í því að hafa engin áhrif á umhverfið, heldur í því að raska ekki jafnvægi umhverfisins.

Mér finnst skilgreining þín á orðinu "mengun" ekki alfarið rétt hérna, þar sem að áhrif eru ekki nauðsynlega mengun.

Víðir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband