Einfaldleikinn er bestur

eu_regulationsVið lifum á tímum þar sem reglur og skipulag er mjög í hávegum haft. Þetta er líklega afleiðing aukinnar menntunar, margbrotnari tækni og flóknari tengsla í viðskipum og stjórnmálum. Regludýrkun er allsráðandi. Gerist eitthvað slæmt eru yfirleitt fyrstu viðbrögð fólks að það þurfi að setja strangari reglur, banna meira, takmarka meira, taka með sértækari hætti á einhverjum undantekningum o.s.frv.

Nema ef menn telja að reglurnar séu allt að því nægilegar þá er hrópað "Eftirlitið brást" eða "Það þarf að stórauka eftirlit".  Kallað er á betri skilgreiningu á hlutverki eftirlitsstofnana. Vísað er í ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna.

Við sjáum þetta líka gerast í viðskiptalífinu. Amk. viðskiptalífinu eins og það var. Afleiður, framvirkir samningar, skortsala o.s.frv. Smátt og smátt þróaðist viðskiptalífið frá því að vera heilbrigð viðskipti með raunverulega vöru og þjónustu yfir í þokukennt umhverfi þar sem fólk hætti smátt og smátt að hafa yfirsýn yfir það sem það var að gera og tapaði sjónum á raunverulegum verðmætum.

Og þegar í ljós kemur að verðmætasköpun hefur verið byggð á sandi er enn og aftur kallað á meiri reglur, strangara eftirlit og óskilgreinda ábyrgð einhverra manna sem allir geta skýlt sér á bak við flókið regluverk og margbrotna löggjöf sem hefur þróast stig af stigi í langan tíma.

regulations2En getur verið að þessu sé einmitt öfugt farið.  Getur verið að við séum að lenda í óhöppun og óæskilegum atvikum í meira mæli vegna þess að reglur eru orðnar of flóknar? Svo flóknar að það sé ekki á mannlegu valdi að fara eftir þeim. Svo flóknar að stjórnmálamenn og embættismenn skilja þær ekki, hvað þá almennir borgarar. Svo flóknar að þeir sem setja þær sjá ekki fyrir sér áhrifin og hvernig þær virka hverjar á aðra.

Getur verið að allir þeir kílómetrar af lögun og reglugerðum sem búnir eru til árlega og eiga að vernda borgarana séu orðin svo ofvaxin að þau snúist gegn markmiðum sínum?

Getur verið að við séum orðið með óþarflega mikið af stofnunum sem eiga að sinna eftirliti með hinu og þessu.  Viðskiptalífi, ökutækjum, skipum, hreinlæti, heilbrigði fólks, lífsháttum og hvað það setur ofan í sig. Er skynsamlegt að setja svo mikið traust á eftirlitsstofnanir að ef einhverjir starfsmenn þeirra sofa á verðinum þá geti einkafyrirtæki steypt þjóðinni allri í risavaxnar skuldir eins og gerst hefur.  Ég held ekki.

Ég mæli að minnsta kosti með því að menn hugleiði hvort það sé ekki skynsamlegt að fækka reglum, skera niður lög og einfalda of fækka svokölluðum eftirlitsstofnunum.  Færa lög aftur í það form að þau verði hnitmiðuð, einföld og byggi á almennu siðferði og réttlætiskennd.  Kannski eru boðorðin 10 allt að því nóg?

Bíðum og sjáum hvernig tillögur að nýrri stjórnarskrá kemur til með að líta út.  Verður hún lengri eða styttir en núverandi stjórnarskrá?  Vonandi styttri. Setjum okkur að minnsta kosti það markmið.

"Keep it simple"


mbl.is Bjóða fram aðstoð vegna Icesave deilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það er örugglega rétt. Það eru þessar reglur um persónuvernd sem vernda oft skúrkinn og hegna þeim sem hlífa skyldi.

Þorsteinn Sverrisson, 18.2.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband