Er það ný uppgötvun að dýr hugsi fram í tímann?

Í þessari frétt er fullyrt að það séu fáar þekktar vísbendingar um að dýr hugsi fram í tímann. Ég hélt að sambærileg hegðun væri alþekkt meðal dýra.  Altént sé ég ekki mun á þeirri hegðun simpansa að safna saman steinum til að henda í fólk og því þegar refir grafa niður æti á ákveðnum stað og grafa það svo upp löngu síðar.

arcticfox

Ég var næstum því búinn að keyra yfir mjallahvítan ref eins og þennan á móts við Mosfell í Grímsnesi síðastliðið föstudagskvöld. Hann stökk yfir veginn rétt fyrir framan bílinn og ég þurfti að snarbremsa til að keyra ekki yfir hann.  Hann var nú kannski ekki að hugsa mikið fram í tímann sá!

Mörg dýr eru ótrúlega skynug eins og alkunna er.  Hvar mörkin eru á milli eðlisávísunar annars vegar og hugsunar hins vegar er líklega skilgreiningaratriði.

Á árum áður las ég talsvert um hegðun dýra og rannsóknir á þeim, t.d. bækur Konrad Lorenz og The Selfish Gene eftir Richard Dawkins sem er tímamótaverk á sviði líffræði.  Konrad Lorenz gerði margar skemmtilegar tilraunir og athuganir á viltum dýrum. Mig minnir að það hafi verið hann sem setti fram kenningu um þróunarfræðilegar ástæður þeirrar áráttu hunda að hlaupa geltandi á eftir hröfnum.  Hrafnar geta flogið yfir stórt svæði og séð veikburða dýr. Þeir narra síðan úlfana (forfeður hunda) til að elta sig þangað sem dýrið er svo þeir geti drepið það.  Hrafnarnir fá svo að launum leifarnar af kjötinu þegar úlfarnir hafa étið nægju sína.   

raven


Í ljósi núverandi aðstæðna í heiminum má svo má kannski deila um það hvað mannskepnan er góð í því að hugsa fram í tímann!


mbl.is Simpansar hugsa fram í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Ég er sammála þér að það er hálfundarlegt að nánast kalla þaðnýja uppgötvun að dýr hugsi fram í tímann. Það hafa margar tilraunir verið gerðar á þessu og flestallar sýna þær framá að ýmis dýr hugsa fram í tímann. Þetta á sérstaklega við um ýmsa apa. Simpansar og Órangútur t.d. búa til ýmis verkfæri til nota við að ná í mat. Verkæri sem þeir geyma þar til næst.

Steini Thorst, 9.3.2009 kl. 22:14

2 identicon

Þar sem ég kíki nær aldrei á mogga-blogginn, þá er nú ágætt að lenda á e-rjum með rökræna og gagnrýna hugsun þegar maður svo leyfir sér að kíkja.
Ánægður með þetta og sérstaklega punchline-ið.

Örvar (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 01:39

3 identicon

Ef þú lest greinina betur þá sérðu að þetta er ekki ný uppgötvun heldur hefur reynst erfitt að sanna, hingað til, að dýr hugsi fram í tíman. Þetta sem þú nefnir með refinn myndi vera flokkað undir eðlisávísun. Þú sérð ekki alla simpansa safna steinum að nóttu til, til að grýta í átt að einhverjum.

Júlíus Þór Bess Rikharðsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 01:40

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ! En mýsnar sem safna sér vetrarforða - þær hugsa til framtíðar - kannski ekki mjög langt?

Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 20:10

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já einmitt, mýsnar hugsa nú fram í tímann. Svo var til einhver hjátrú um að það væri hægt að spá í veðrið eftir því hvort mýsnar gerðu holur austan eða vestan í móti.

Þorsteinn Sverrisson, 11.3.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er skemmtileg pæling Steini. Konrad Lorenz var flottur. Svo er það hvar munurinn liggur milli hugsana og eðlishvata. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband