Breytt heimsmynd

adam_evaÞessari furðuskepnu manninum er alltaf að fjölga á Jörðinni.  Kannski gildir það lögmál að þessari dýrategund fjölgi með veldisvexti þar til mikið hrun verður í stofninum vegna stríðs, sjúkdóma eða vegna þess að auðlindirnar sem hún lifir á klárast.  Svoleiðis ferli eru alþekkt í vistkerfinu.

En fólki fjölgar ekki allstaðar. Í mörgum Evrópulöndum er fæðingartíðni orðin svo lág að hún nægir ekki til þess að viðhalda fólksfjölda.  Dæmi um þetta er Þýskaland þar sem hver kona eignast nú að meðaltali aðeins 1,35 barn.  Hver kona þarf að sjálfsögðu að eignast meira en tvö börn til þess að viðhalda tegundinni þar sem karlar eignast ekki börn eins og alkunna er.

Margar fjölmennar þjóðir eins og Rússar, Kínverjar og Japanir eru einnig vel undir viðhaldsmörkum í fæðingartíðni.

Íslendingar eru einna frjósamastir V-Evrópubúa, en hér eignast kona að meðaltali 2,05 börn.  Ef litið er til þess og að við eigum öfluga lífeyrissjóði til viðbótar þá er framtíð okkar björt að þessu leyti, hvað sem öðru líður.

Þær þjóðir sem fjölga sér örast eru í Afríku og svo Indland og Brasilía af stórum löndum.  Þá fjölgar innfæddum íbúum Bandaríkjanna og Kanada miklu meira en íbúum V-Evrópu.  Innflytjendur sækja einnig mest til N-Ameríku sem er dáldið merkilegt þar sem þar er tekjuskipting einna ójöfnust í heiminum.  Það er umhugsunarefni fyrir þá sem telja að jöfnun tekna sé æskilegt markmið, en um slíkt tókust íslenskir félagsfræðimenn mjög á um á meðan hér lék allt í lyndi.

mother_babyÞær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar í Evrópu á næstu áratugum eru því þær að eldra fólki mun fjölga verulega.  Það mun skapa mikinn þrýstinn á velferðarkerfi þessara landa þar sem þau hafa yfirleitt ekki góða lífeyrissjóði eins og við.  Það mun myndast spenna á milli kynslóða og innflutningur ungs fólks frá öðrum löndum sem vinnuafl mun aukast.  Þessi spenna mun koma til viðbótar þeirri spennu sem á eftir að vaxa á milli innflytjenda og upprunalegra íbúa þessara landa.

Önnur afleiðing gæti verið veiking Evrópu gagnvart Bandaríkjunum þar sem fólksfjölgun er yfir viðhaldsmörkum. Meðalaldur Bandaríkjamanns í dag er 35 ár en Evrópubúa 38 ár. Árið 2050 er því spáð að Evrópubúi verði að meðaltali 53 ára en Bandaríkjamaður 36 ára.

Hvernig stendur á því að í Evrópu þar sem fólk fær fæðingarorlof og velferðarkerfið hlúir einna best að barnafólki.  Þar er fæðingartíðnin minnst?  Evrópubúar virðast álíta að börn séu íþyngjandi og trufli starfsframa. Fólk giftist eldra sem eykur líkur eru á ófrjósemi og barneignartíminn verður styttri. 

Dæmigerður innfæddur Evrópubúi verður í framtíðinni ofdekrað einbirni  (Eurostar) sem erfir verulegar eignir og ríkidæmi eftir foreldra sína. Jafnaldrar hans verða gjarnan innfluttir múslimar, afkomendur þeirra eða innflytjendur frá öðrum löndum svo sem Kína, Afríku eða S-Ameríku.

Hvernig verður lífið í einbirnalandi Evrópu eftir 4-5 áratugi?  Samkvæmt rannsóknum eru einbirni haldin fullkomnunaráráttu, þola illa gagnrýni en eru framtakssöm og hafa leiðtogahæfileika.  Þau hafa hlotið athygli foreldra sinna óskerta sem hafa líka gert miklar kröfur til þeirra. Dæmi um einbirni eru Tiger Woods, Leonardo Da Vinci, Franklin Delano Roosevelt og Frank Sinatra sem gerði hlutina "his way".  Það verður gaman að fylgjast með þessu.


mbl.is Mannkyn nálgast 7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband