Bandaríkjamenn eru SVO ROSALEGA heimskir

Titill þessa bloggs er kunnuglegur frasi hérna á bloggsíðum og víðar.  Mér finnst alltaf að menn séu að setja sig á dáldið háan hest þegar þeir eru að slá fram svona fullyrðingum. Getur verið að þetta sé sprottið af minnimáttarkennd yfirstéttarinnar á meginlandi evrópu? Menntamenn í Evrópu virðast gera sér sérstakt far um að gera mikið úr heimsku bandaríkjamanna og gera lítið úr allri samfélagsgerð þeirra. 

Staðreyndin er hins vegar sú að undanfarna öld hefur Bandaríkjamönnum vegnað mun betur en Evrópubúum. Þar eru allir bestu háskólar í heimi.  Langfelstar kennslubækur sem kenndar eru í háskólum heimsins eru skrifaðar af Bandaríkamönnum.  Flestir nóbelsverðlaunahafar eru Bandarískir o.s.frv.
 Þetta ber ekki vott um áberandi heimsku.

Auðvitað er margt misgáfulegt í þessu landi - en er það ekki víðar? Mörgum finnst þeir vera full yfirgangssamir í heimsmálunum og vissulega er það rétt á stundum. En þó margar aðgerðir þeirra í utanríkismálum séu umdeilanlegar hafa þeir líka oft hrakið frá völdum einræðisstjórnir. Og ekki má gleyma því að Evrópubúar eiga bandaríkjamönnum mikið að þakka frá síðari heimsstyrjöldinni. 

Þjóðartekjur á mann eru mun hærri í bandaríkjunum en í evrópu. Í bandaríkjunum fá menn frekar að njóta verðleika sinna. Ég heyrði einhversstaðar (man ekki hvar) að af 100 ríkustu mönnum í USA sé meirihlutinn úr millistétt, þ.e. menn eins og Bill Gates og Warran Buffet sem hafa haft tækifæri til að vinna sig upp í öflugu og hreyfanlegu hagkerfi.  Í Evrópu eru yfirleitt hærri skattar á einstaklinga sem leiðir til þess að auður safnast frekar upp hjá ríkum fjölskyldum. Erfingjar ættarauðæfa og kóngafólk ýmiskonar er mjög áberandi á lista 100 ríkustu evrópubúa.  

Er ekki rétt að menn hugsi sig aðeins um áður en þeir stimpla alla bandaríkjamenn vitleysinga? 

Minni á ágæta grein Atla Harðarsonar um svipað efni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Það væri nú illa undarlegt í öllum þessum grúa ef ekki fyndust einhverjir afreksmenn... Og hvað setninguna um að þeir hafi "á stundum" verið full yfirgangssamir... hm... já finnst þér það virkilega? Málið er að þeir fara sínu fram eins og að þeirra sýn á heiminn sé sú eina rétta og mér er ómögulegt að sjá neina sérstaka vitsmuni fólgna í því. Eflaust er ameríski draumurinn enn að virka í það minnsta tókst manni fyrir örfáum árum að verða milljónamæringur í ameríkuhreppi með því að selja samlöndum sínum gælugrjót sem landinn dró svo á eftir sér alsæll. Svo er það spurningin hvort segir það meira til um vitsmuni framleiðandans eða þjóðarinnar, en svarið við því er eflaust smekksatriði.

Þorsteinn Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mér finnst mjög hallærislegt þegar fólk alhæfir og reyni sjálf að gera það ekki. Mín skoðun er sú að frá Ameríku komi allt það besta en líka allt það versta og nú er ég strax farin að alhæfa :). Í Ameríku er til mjög mikil þekking á öllum sviðum.  Félasgfræði, sálfræði, mannfræði og fl.  Þeir vita að jöfnuður þ.e. kjör til almennings koma til góða öllum í samfélaginu.  það verða minni vandamál, færri glæpir betri skólar, þá meina ég til allra ekki bara til þeirra sem eiga peninga.  Afhverju nýta þeir sér ekki þessa þekkingu? Ég skil það ekki.  Í Ameríku er hæsta glæpatíðni heims.  Fangelsin eru full af fátæku fólki sem aldrei hefur haft tækifæri til menntunar.  Þetta hefur verið mikið rannsakað og er vitað. Eina úrræðið sem stjórnvöld þar grípa til er að byggja fleiri fangelsi.  Afhverju ekki að jafna kjörin, draga úr reiðinni og um leið glæpunum? Ég held að það sé af því að kapítalisminn sem ræður ríkjum í ameríku veldur því að græðgin verður öllu yfirsterkari. Það er í eðlinu.  Nú er ég farin að hljóma eins og kommúnisti en það er ég ekki. Best að hætta hér. Takk fyrir mig.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.4.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þú hefur ekki mikla trú á þessari guðs útvöldu þjóð nafni:)

Ég er sammála þér Þórdís um þessar slæmu hliðar á bandarísku samfélagi. Sumt fólk festist í fátækt og basli, verður vonlaust og leiðist út í glæpi og fíkniefnaneyslu.  Þetta sjáum við líka í sumum evrópulöndum, t.d. í Frakklandi.  Atvinnuleysið er stór þáttur í þessu, þ.e. ungt fólk sem af einhverjum ástæðum fer ekki í langskólanám sig fær ekki vinnu.  

Það er alltaf spurning með jöfnuðinn, tekjuskipting í bandaríkjunum er ójöfn en samt vilja innflytjendur fórna öllu til að komast þangað frá löndum þar sem tekjur eru miklu jafnari (en meðaltekjur reyndar mun lægri).

Hvar er þessi meðalvegur milli öflugs atvinnulífs og jöfnuðar? Hvort er betra að vera fátækur maður með 50.000 kr á mánuði í landi þar sem meðaltekjur eru 100.000 kr. eða fátækur maður með 100.000 kr. í landi þar sem meðaltekjur eru 400.000 kr.?

Þorsteinn Sverrisson, 20.4.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 59627

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband