Sí-malandi í Síma-landi

mororolabravoplusÉg var að fá mér nýjan gemsa.  Líklega þann þriðja í röðinni síðan þessi tæki hófu innreið sína.  Það er órtúlegt hvað þessi tækni hefur breytt heiminum mikið.

Árið 1990 eða þar um bil fékk ég svokallaðan símboða.  Motolola Bravo-Plus sem ég á reyndar ennþá.  Á þessum árum var enginn maður með mönnum nema hann væri með símboða í beltinu. Það var hægt að hringja í þetta tæki úr venjulegum símum og þá sá maður númerið sem hringt var úr og gat hringt til baka. Það var líka hægt að senda í þá sérstök Nokia5110númer og stutt skilaboð. Ég man að þessi tæki voru talin sérstaklega hentug fyrir landasala þar sem erfitt var að finna þá.

Seinna fékk ég svo ágætan síma Nokia 5110.  Hann átti ég í nokkuð mörg ár, líklega fram yfir 2000.  Ég held að þetta hafi verið fyrsti gemsinn minn en er þó ekki viss.

Því næst fékk ég Nokia 6310.  Sá sími reyndist mér mjög vel en síðustu mánuði hefur hann verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, jafnvel í miðju samtali.  Stundum hefur það komið sér vel en oftar hefur það komið sér illa. Á kosninganóttina síðustu missti nokia6310ég þennan vin minn ofan í skál með ídýfu og síðan þá hefur hann verið mjög erfiður í samstarfi.

Núna í vikunni fékk ég mér síðan Nokia E70.  Með þessum síma er hægt að skoða og senda tölvupóst, fara á netið, finna gps staðsetningu, fara í ótal leiki, skrifa skjöl og fleira og fleira. Ekki er hann heldur verri fyrir það að það er bæði hægt er að hringja úr honum og taka á móti nokiaE70símtölum með honum. Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að það er hægt að nota sama hleðslutækið fyrir hann og þann sem ég var með áður. Hingað til hefur það verið reynsla mín að það er álíka sjaldgæft og að hægt sé að nota sömu gillette rakvélarblöðin á milli rakvéla.

Þó sé sé ennþá ungur maður ólst ég upp þar sem hringingin heim var tvær stuttar og ein löng.  Þær breytingar sem hafa orðið síðan eru ótrúlegar og ég ætla ekki að reyna að giska á hvar þessi þróun endar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það voru tvær langar og ein stutt heim til mín.   Úff, nú halda allir að ég sé kjelling.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Skil ekkert í símanum að fúlsa við kosningaídýfu....en til hamingju með símann....er þetta mynd af honum þarna neðst....sem lítur út eins og stjórnborð í tölvuleik....hvar setur maður eyrað....ég spyr?

Gíslína Erlendsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og Gillí......... Það var ein löng, ein stutt, heim til þín.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þú leggur hann saman Gillí mín og þá smellpassar hann fyrir eyrað.  Þetta er orðið miklu fullkomnara en sá sem Bell gamli var með á sínum tíma  Þú ert með stálminni Anna að muna gömlu sveitahringingarnar, varst þú kannski stundum að hlusta hmmm

Þorsteinn Sverrisson, 25.5.2007 kl. 22:43

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha.   Neibb, saklaus eins og nýfætt lamb.  Er bara gangandi símaskrá fyrir Miklaholtshreppinn árið 1974.  Hæfileikar sem nýtast ekki rassgat.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Já var það ein löng og ein stutt, mig minnti það, finnst þú góð að muna þetta Anna mín.....amma í Dal hafði eitt áhugamál og það var að  hlusta, hún bjó upp á lofti en síminn var niðri hjá okkur og þangað kom hún skokkandi niður stigann þegar heyrðist í símanum hringja....þetta fór verulega í taugarnar á mömmu sem hlustaði aldrei í símann. Ég skil samt ekki ennþá hvernig þetta getur verið sími til að tala í þótt maður leggi hann saman....verð að fara að kíkja í símabúð til að vera viðræðuhæf um nýjustu tækni og vísindi.

Gíslína Erlendsdóttir, 26.5.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband