Dularfullt póstkort

Mér barst dularfullt póstkort í gær sem ég veit ekki hvernig á að túlka.  Það er póstlagt í Reykjavík 2x.08.2007 en ég sé ekki dagsetninguna nákvæmlega.  Framan á því er mynd af lunda og í kortinu sem reyndar er mjög vinarlegt stendur:

Kæri drengurinn okkar væni. Þessi ferð okkar hingað norður er í boði Glitnis, að við höldum! Sviplegt fráfall Skjöldu fékk mjög á okkur. Fjós eru til margs gagnleg. Í jesú nafni. amen. Nefndin. 

Kortaritarinn virðist ekki vera í miklum samskiptum við mig að öllu jöfnu þar sem hann hefur ekki vitað húsnúmerið mitt. Ég dreg þó eftirfarandi ályktanir:
1. Viðkomandi hefur rætur í sveit og sennilega mjólkað kýr á yngri árum
2. Hefur þekkt mig nokkuð lengi
3. Er lífsglaður og jákvæður
4. Hefur einlæga barnatrú og hefur líklega sungið í kirkjukór
5. Býr núna á höfuðborgarsvæðinu
6. Hefur aldrei sent mér jólakort né nokkurt póstkort áður
7. Hefur skáldagáfu og bælda þörf fyrir listræna tjáningu
8. Á amk. tvær lopapeysur
9. Drekkur töluvert en samt innan hóflegra marka
10. Hefur ekki miklar fjármagnstekjur

Ef einhver sem sér þetta getur veitt frekari upplýsingar um þetta dularfulla póstkort eru þær vel þegnar.

Kort


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með póstkortið get ég því miður ekki hjálpað þér en ég rakst hingað inn fyrir tilviljun og varð bara að kvitta við þessa skemmtilegu færslu.

Ragga (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtilegur póstur.    Maður saknar gömlu sendibréfanna hálfpartinn.

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:13

3 identicon

Á póststimplinum sést greinilega að kortið er póstlagt í Reykjahlíð 

Kristín (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:14

4 identicon

Hvurra manna ertu góði minn sem veist af mjólkuðu kúnum og næstum öllum lopapeysunum? Ja, maður spyr sig.......við legspýurnar sjö vorum staddar í fjósi á norðurlandi ásamt einum homma og vorum óneitanlega öll nokkuð uppveðruð þegar hugurinn leitaði til yðar. Drottinn blessi þig og varðveiti....

Önnur Kristín (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:40

5 identicon

Vil leiðrétta eitt. Við vorum semsagt í Reynihlíð........En hvað er að frétta af Bæring?

Ein legspýja (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:49

6 identicon

nei, nei við vorum í vogum hjá ólafi bónda. bæring var amk ekki þar.....

Kristín (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:51

7 identicon

Eins augljóst og að póstkortið er póstlagt á Hótel Reynihlíð, Reykjahlíð er að dagsetningin í póststimplinum er 25.08, en sú dagsetning skiptir sköpum í þessu samhengi. Amen

Legspýja (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:57

8 identicon

í þessu samhengi er rétt að hafa í huga dalvíkurskjálftann sem skiptir, frómt frá sagt, ekki síður sköpum í einhverju óljósu samhengi. gangið á guðs vegum ævinlega.

nefndin (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 21:03

9 identicon

Ég fékk sambærilegt kort af vonsviknum hesti á hvolfi sem bað að heilsa

Sigún (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:25

10 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Nú er myndin farin að skýrast. Tvær KKrriissttíínnaarr eru komnar út úr þokunni og kortið er póstlagt í Reynihlíð sunnudaginn 25 ágúst en ekki Reykjavík eins og mér sýndist. Reynihlíð er ekki stór borg og það er bara eitt pósthús í miðbænum minnir mig. Því gæti verið hægt að sjá hver póstlagði kortið í eftirlitsmyndave´lnni.  Legspýja er líklega eldri mynd orðsins Lesbía enda var einn hommi með í för og það voru einmitt Gay Pride dagar í Reynihlíð City þessa helgi.  KKrriissttíínnaarrnnaarr hafa sumC verið staddar þar en vonandi komnar heim til sín núna og búnar að jafna sig á tímamuninum.

Þorsteinn Sverrisson, 3.9.2007 kl. 19:31

11 identicon

..ekki gleyma legspýjunum!

Legspýja (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:22

12 identicon

Steini þetta er kvennmannsrithönd !!!

guð blessi þig

Ella (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:42

13 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Pottþétt kona sem þetta ritar...sammála Ellu...

Brynja Hjaltadóttir, 7.9.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband