Getur íslenskur landbúnaður orðið stóriðja ?

angusGetur verið að landbúnaður, þessi öskubuska íslensks atvinnulífs, eigi eftir að rísa upp úr öskustónni á næstu arum, slíta af sér fjötra kvótakerfis og ofstjórnar og spretta út í ljósið eins og fangi sem hefur verið járnaður í dýflissu ?

Eiga Íslendingar sem nú eru að vaxa úr grasi eftir að sjá þúsund kúa fjós á Suðurlandi, gullna kornakra bylgjast í haustgolunni á gervöllum söndum Skaftafellssýslna og hjarðir holdanauta á rása í beitarhólfum á Möðrudalsöræfum?

Ef hlýnandi veðurfar og tækniframfarir leggjast á árarnar með hækkandi verði á landbúnaðarvörum gætu skapast mikil tækifæri fyrir íslenska bændur á næstu áratugum. 

foodindexVísitala fæðuverðs tók stökk á síðasta ári. Síðan í vor hefur verð á hveiti tvöfaldast og hækkað um 60% á maís. Í kjölfarið hafa kjötvörur og mjólk einnig hækkað. Ástæðurnar eru annarsvegar aukinn hagvöxtur og kaupgeta almennings í Indlandi, Kína og öðrum þróunarlöndum og hinsvegar stóraukin notkun á korni til framleiðslu á etanoli sem notað er sem eldsneyti í stað jarðolíu. Nú fer um þriðjungur  af maís sem framleiddur er í USA til framleiðslu etanols. Meðal kínverji borðar í dag yfir 50 kg af kjöti á ári en lét sér nægja 20 kg fyrir tveim áratugum. Ég veit ekki hvort þeir borða ennþá hunda :)

Því er spáð að þessu þróun eigi eftir að halda áfram. Land er takmörkuð auðlind og stöðugt þrautnýttara. Mest af ónýttu ræktanlegu landi í heiminum í dag er talið vera í Súdan, Kazakhstan og Brasilíu – en þessum svæðum stendur reyndar öllum ógn af hlýnandi veðurfari. Á hinn bóginn lítur út fyrir að Frónbúar eigi eftir að njóta ávinnings af hækkandi hita á jörðinni. Það gæti leitt til þess að á okkar stórum landflæmum sem nú eru lítið eða ekkert nýtt verði í framtíðinni bleikir akrar og slegin tún, líkt og á landnámsöld, þegar veðurfar var mun hlýrra en núna og landnemar ræktuðu korn án tilbúins áburðar og díselknúinna vinnuvéla.

Annað sem við eigum umfram aðra er nánast ótakmarkað vatn.  Í miðríkum Bandaríkjanna er vatn orðin einn mest takmarkandi þáttur í landbúnaði.  Búið er að setja stífa kvóta á uppdælingu vatns til þess að grunnvatnsstaðan lækki ekki niður fyrir hættumörk, en sumir telja reyndar að svo sé nú þegar.  Vatnsmiðlun úr ám er einnig takmörkunum háð og kosnaðarsöm. Á meðan renna milljónir tonna af íslensku ferskvatni til hafs á hverri mínútu.
john_deere_8030
Enn ein birtingarmynd þessara aðstæðna er að verðmæti fyrirtækja sem framleiða landbúnaðarvörur og aðföng fyrir landbúnað hefur aukist mikið. Hlutabréf fyrirtækja sem framleiða gamla kunningja eins og John Deere, Massey Ferguson, Fahr og Deutz hafa rokið upp eins og rakettur síðustu misseri. Verða Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna skráð á Nasdaq þegar fram líða stundir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Skyldi nú verða? Þá fyrst mega nú bændur á Suðurlandi iðrast þess að glopra búinu útúr höndunum á sér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.1.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59743

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband