Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2007 | 00:42
Nautin lögð af stað
Þetta er mesta hækkun á Dow Jones á einum degi í fjögur ár.
Hækkun á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 00:41
Sumarnótt
mýrinni væri þögul
vöknuðu hestarnir
á bakkanum
þegar rauðdvergarnir
hófu að smíða
sólarskipin
og fleyta þeim út á
lækinn
á móti feimnum
morgninum við
endann á fjallinu
það voru bara síðustu
tvö sem festust í
sefinu við hólmann
og dönsuðu þar
vatnsins
hin flutu hratt áfram
eftir ljósrákum
þangað til straumurinn
í flúðunum leysti þau
upp í glitrandi gulldropa
við vorum ein á ferð þessa nótt
(úr óútkominni ljóðabók bloggritara)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 22:43
Olíufat hvað ?
Skrítið hvað fjölmiðlar nota oft sömu frasana í fréttum um sömu mál. Hver kannast ekki við að þegar sagðar eru fréttir af eldsvoðum, þá er alltaf tekið þannig til orða að slökkvistarfið hafi "gengið greiðlega". Þetta orð "greiðlega" virðist alltaf þurfa að vera með þegar sagt er frá slökkvistarfi en er annars lítið notað. Ég man meira að segja eftir frétt þar sem sagt var: "slökkvistarfið gekk greiðlega, en þó tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins fyrr en allt var brunnið sem brunnið gat" !!!!!
Stefnir í hækkun á bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 21:32
Líkur sækir líkan heim
Eftirfarandi brandari var valinn leiðinlegasti brandari ársins 2001 á Bylgjunni.
Það var samkeppni milli arkitekta um nýja kirkju í Hveragerði. Arkitektarnir komu hver á eftir öðrum með líkan af kirkju í keppnina og maður nokkur sat við borð skráði niður nöfn þeirra. Einn arkitektinn hét Líkur Eyjólfsson. Þegar hann kom að borðinu uppgötvaði hann að hann hafði gleymt líkaninu sínu heima og þurfti að snúa við til að ná í það. Þá skrifaði maðurinn í móttökunni í bókina sína: "Líkur sækir líkan heim"
Stálu líkani af kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 14:42
Ný aðferð við kolefnisjöfnun
Kunningi minn sendi mér þessa sniðugu mynd um daginn, eftir að ég hafði bloggað um kolviðarátakið. Hér er maður sem ætlar að vera rúmliggjandi og hefur opnað vefsíðu þar sem menn geta keypt sér kolefniskvótan hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 21:32
Dularfullt símtal (sagan á bak við fréttina)
NN = Dularfullur maður með whiskýrödd
SP = Sally Poulter starfsstúlka hjá Christie's
(Ring, ring...)
SP: Halló
NN: Halló, er þetta hjá Christie's
SP: Jú það passar
NN: Eruð þið með málverkið Waterloobrúin í skýjuðu veðri til sölu?
SP: Já það er einmitt verið að bjóða það upp núna
NN: Ég var að hugsa um að kaupa það
SP: Hver er þetta með leyfi?
NN: Ég gef það ekki upp
SP: Jæja, þá er ég hrædd um að þú getir ekki keypt það
NN: En ef ég býð bara í gegn um símann
SP: Allt í lagi, hvað ætlar þú að bjóða hátt
NN: Ég býð sem svarar 2,2 milljörðum króna
SP: Vá, það er bara eins og 220 milljarðar fyrir myntbreytingu!!!
NN: Dugar það ekki til (hæðnislegur hlátur) ?
SP: Jú ég reikna nú með því
NN: Segðu mér reikningsnúmerið ykkar og ég millifæri þetta í heimabankanum
SP: Það er reikningsnúmer 4055, útibú 115 og höfuðbók 26, kennitala 330403-3489
NN: Bíddu ég finn ekki auðkennislykilinn
SP: Ég er líka alltaf að týna honum, láttu mig þekkja það
NN: Jú hérna er hann, hann hefur dottið af lyklakyppunni. Ég millifæri þá núna
(smá stund)
SP: Þetta er komið
NN: Gott, getur þú sent mér þetta með DHL
SP: Já, hver er addressan
NN: NN, BOX 234, Pósthúsið Hraunbæ 110 Reykjavík Íslandi
SP: Allt í lagi, þetta fer bara núna á eftir
NN: Kærar þakkir fyrir þetta
SP: Takk sömuleiðs, blessaður
NN: Bless
(lagt á)
Málverk eftir Monet seldist á 2,2 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 16:53
Þessu hefur verið haldið fram áður
Amazon er lang vatnsmesta fljót veraldar og ber meira vatn til sjávar en allar ár Evrópu til samans. Kristniboðar kölluðu hana áður fyrr Rio Mar eða Árhaf. Pinzón, sá er fyrstur fann Brasilíu nefndi ósa hennar Mar Dulce, Ósaltur Sær. Ferskvatnsálar Amazon ná sumstaðar mörg hundruð kílómetra á haf út og stundum er hægt að greina þá úr lofti. Sagnir herma að eitt sinn hafi skip verið nauðuglega statt í lygnæjum sæ nær tvöhundruð kílómetra frá landi undan ósum Amazon. Áhöfnin var vatnslaus og að dauða komin þegar þeir eygja annað skip. Þeir ná að vekja athygli á sér og þegar hitt skipið nálgaðist gáfu skipverjar merki um að þeir væru vatnslausir. Þeir fengu það svar að sökkva fötu í sjóinn og smakka. Þeim fannst þetta heldur grátt gaman en létu þó tilleliðast og skutu skjólu útbyrðis. Og viti menn, sjórinn reyndist ferskur eins og bergvatn og raunir þeirra á enda.
Amazon er grískt orð og merkir valkyrja þar sem a er neitandi forskeyti og mazon er geirvarta. Merkingin er því kona sem geirvartan hefur verið skorin af til þess að þær dygðu betur í hernaði og ættu betra með að fara með boga. Uppruni orðsins er rakinn til þess að spánskir landkönnuðir hafi talið sig eiga í höggi við valkyrjur sem í raun voru índíánskir stríðsmenn en hárprýði þeirra hafi glapið spanjólunum sýn.
Ég hef alltaf verið áhugasamur um Amazon svæðið og á mér þann draum að komast þangað einhverntíman.
Amasonfljótið það lengsta í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:05
Stefna ríkisstjórnarinnar í öldrunarmálum
Það er amk. búið að fjölga vistunarrýmum fyrir aldraða stjórnmálamenn um eitt.
Kosið í nýtt Seðlabankaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 17:29
Unnar Geir fær viðurkenningu yfirbloggara
Eins og öllum er ljóst er Unnar mikill áhugamaður um knattspyrnu og æfir stíft með fimmta flokki Fylkis. Hann stundar reyndar líka golf og fleiri íþróttir. Í næstu viku er hann að fara á golfnámskeið hjá GR.
Á myndinni hér til hægri er Unnar (lengst til hægri í Fylkistreyju) í Vatnaskógi í fyrrasumar ásamt þrem öðrum strákum úr Árbænum. Það er gaman að sjá þessa pjakka taka þátt í bænastund svona alvarlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 19:50
Ætli hann hafi átt þetta skilið?
Var Ötzi drepinn af óvinveittum miskunarlausum ræningja sem ágirndist eitthvað sem Ötzi hafi í farteski sínu?
Var morðinginn úr öðrum ættflokki sem áleit Ötzi réttdræpan?
Eða hafði Ötzi sjálfur eitthvað á samviskunni. Hafði hann farið í annað þorp, drepið mann og stolið mat. Síðan verið eltur af einhverjum sem vildi ná fram hefndum?
Við þessu fæst víst aldrei svar.
http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%96tzi_the_Iceman
Ísmanninum blæddi út eftir að hann fékk ör í bakið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar