3.5.2010 | 20:05
Peningastyrkir til frambjóðenda eru góðir

Það er miklu verra að setja einhver sýndarhámörk á svona framlög. Slíkt leiðir til þess að menn finna upp á einhverjum krókaleiðum til að styðja við framboðin sín. Auglýsingastofurnar, birtingafyrirtækin og fjölmiðlarnir verða látin senda reikningana eitthvað annað. Gerviafslættir verða búnir til. Leigupennar verða gerðir út á kostnað stuðningsmanna.
Miklu betra að hafa þetta sem mest uppi á borðinu. Ef einhver frambjóðandi fer offari í auglýsingamennsku og skrumi þá fer það ekki framhjá neinum og kjósendur geta sniðgengið hann.
Sumir frambjóðendur hafa aðgang að ókeypis leiðum til að koma sér á framfæri. Fjölmiðlafólk og þeir sem eru þekktir í þjóðfélaginu nota tengsl og vináttu til að auglýsa sig. Manni hefur oft ofboðið hvað fólk með slíkan bakgrunn getur fengið mikið pláss í fjölmiðlum.
Einnig geta auðmenn fjármagnað sína prófkjörsbaráttu sjálfir.
En svo á að banna eða torvelda litla óþekkta manninum að safna fé hjá þeim sem hafa trú á honum til að koma sér á framfæri.
Hámark eða bann á peningastyrkjum til frambjóðenda mun þess vegna snúast gegn markmiðum sínum.
Stundum eru hlutirnir ekki hugsaðir til enda.
![]() |
Guðlaugur hyggst ekki víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líka bara að hafa það sem skildu að láta frambjóðendur segja hverjum það fær styrki frá og hve mikið, þá myndi maður allavega vita hver er á bakvið hvern og hversu mikið.
Björn Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:18
Oftar en ekki eru frambjóðendur með fólk sem fer í fjársöfnun - þar sem ég þekki til hafa þeir ekki verið í þeim málum sjálfir enda eðlilegast að hafa það þannig.
Sú umræða sem er í gangi um Guðlaug - Steinunni og Helga er á því plani að neðar verður vart komist -
Siðblind - mútuþegar - glæpalýður +++++
Einhvernveginn virðist mér að umræðan eða upphaf hennar komi yfirleitt frá andstæðingum þeirra innan eigin flokka - svo tekur haugahugsun dómaranna á bloggsíðunum við sem kveða upp úrskurði um afsagnir ofl. og ráðast gegn heimilum fólks - mökum og börnum.
Það er leitt að okkar litla þjóðfélag skuli láta ofbeldið ráða - en kanski er það eðliegt framhald þess að fyrrverandi ríkisstjórn var komið frá með ofbeldi og núverandi stjórn reist á þeim sama ofbeldisgrunni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.5.2010 kl. 05:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.