26.8.2010 | 18:30
Vasaútgáfa af Stalínisma
Það er alltaf dálítið ógnvekjandi þegar stjórnmálamenn breiða út landakort fyrir framan sig og fara að gera strik.
Rétt eins og þegar þegar Stalín og kommisararnir hans merktu inn á kort af Rússlandi hvar ættu að vera samyrkjubú, dráttarvélaverksmiðjur, borgir, hafnir o.s.frv.
Það er auðvelt að reikna út í excel hvernig sé best að stjórna þjóðfélagi eins og svínabúi. En það gleymist ótrúlega fljótt hvað óþarfa afskiptasemi stjórnmálamanna er slæm og hvað hún hefur oft haft hörmulegar afleiðingar.
Eru Íslendingar ekki búnir að fá nóg af þessu sameiningaræði á öllum sviðum?
Litlar einingar eru yfirleitt betur reknar og hagkvæmari. Oft er talað um hagkvæmni stærðarinnar eins og hún sé algild en óhagkvæmni stærðarinnar er oft vanmetin.
Fólki líður betur þegar boðleiðir eru stuttar, það þekkir þá sem það vinnur með og hefur greiðan aðgang að þeim sem fara með hagsmuni þeirra.
Hvers vegna eru mörg best stæðu sveitarfélögin lítil?
Og hvers vegna eru hæstu skuldir á íbúa oftast í stórum sveitarfélögum?
Leyfum fólkinu sem býr í sveitarfélögunum að ráða þessu sjálfu án afskipta og þrýstings.
Vill 20 sveitarfélög árið 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú að mörgu leiti sammála þér. Af hverju halda menn að allt verði betra og hagkvæmara með stærri einingum. Stundum er það líka svo að ef einingarnar eru of stórar að þá hættir maður að hafa góða yfirsýn yfir reksturinn og óhagkvæmni skapast á eitthverjum sviðum. Jafnvel verða til störf sem engin veit svo til hvers eru að hverju þaug skila. Oft er samvinna sveitarfélaga betur borgið á ýmsum sviðum frekar en sameining. Svo er það nánast algild regla að littla sveitarfélagið sem sameinast inní stærra missir þjónustuþætti sem getur verið t.d. fækkun skrifstofa bæjarfélaga, bankar, pósthús og fleira. Þá legst meira óhagræði á íbúanna í staðinn.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:00
Ísland er ákaflega óhagkvæm eining og í raun órekstrarhæft. Það er í raun fáránlegt í örsamfélagi, sem telur 300 þús. sálir, að reka jafn flókið stjórnsýslubatterí og hér er gert og alltof dýrt. Stjórnsýslan sem slík tekur til sín alltof stóran hlut af því sem samfélaginu tekst að öngla saman. Það ætti að vera fullnægjandi að vera með eitt stjórnsýslustig, þ.e. afleggja öll sveitarfélög sem stjórnsýslueiningar og horfast í augu við að hér er eitt samfélag örfárra einstaklinga. Þegar við verðum komin í Evrópusambandið mun auk þess óþarft að reka ýmislegt, sem við erum að reka í dag, svo sem utanríkisþjónustu, landhelgisgæslu ofl. Það yrði hluti af sameiginlegum viðbúnaði ESB á þeim vettvangi. Þess utan yrði þetta til þess að sérhagsmunagæsla manna eins og Kristjáns L. Möller, með öllum þeim jarðgöngum og öðrum vannýttum fjárfestingum á hinum ýmsu krummaskuðum hefur í för með sér, félli niður að mestu eða öllu leyti.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:37
Það er ekkert öðruvísi að reka 300,000 manna land en 300,000,000 manna land
Í stað 3000 skipa verða þau 3, í stað 450,000 lögregluþjóna verða þeir bara 450.
Ég held Saurdraugur að það sé kominn tími á að þú opnir augu og hjarta fyrir landi og þjóð. Ef það er ekki nógu gott þá er tilvalið fyrir mann eins og þig að flytja til "himnaríkis".
Brynjar Þór Guðmundsson, 26.8.2010 kl. 21:30
Stærri stjórnsýslueiningar eru ekki endilega hagkvæmari. Minna kostnaðareftirlit, meira ógegnsæi og meiri líkur á að illa sé farið með fé.
Það sem skiptir líka máli er að í litlum einingum eru oftast minni líkur á ofbeldi og valdníðslu. Mestu harmleikir mannkynssögunnar hafa orðið í skjóli stórra og/eða valdamikilla stjórnsýslueininga.
Þorsteinn Sverrisson, 26.8.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.