3.2.2011 | 16:21
Leitin að lífi í alheiminum heldur áfram
Alltaf er mannkynið að komast lengra og lengra í leit sinni að lífi utan Jarðarinnar. Um nokkurt skeið höfum við verið að senda merki í átt að þeim stöðum í alheiminum þar sem vísindamenn telja að líf geti hugsanlega verið til staðar. Þessi merki eru þannig að ef einhverjar lífverur á þessum stöðum væru að senda eins merki í átt til okkar þá myndum við taka eftir þeim.
Vísindamenn eru ekki allir sammála um hversu líklegt líf utan Jarðarinnar sé. Stjörnufræðingurinn góðkunni Frank Drake (sem bjó til Cosmos þættina vinsælu ásamt Carli Sagan) setti á sjöunda áratugnum fram hina svokölluðu Drake formúlu til að reikna líkur á vitsmunalífi í alheiminum. Hann taldi að það hlyti að vera algengt í ljósi þess hversu ógnarstór alheimurinn er.
Síðan þá hafa margir velt vöngum yfir því hvers vegna við verðum ekki vör við neitt þrátt fyrir markvissa leit. Fræg er sagan um eðlisfræðinginn Enrico Fermi sem spurði félaga sína í Los Alamos rannsóknarstöðinni einu sinni í morgunkaffinu: "Hvar eru þá allir?".
Í bókinni Rare Earth eftir Peter D. Ward, Donald Brownlee er því haldið fram að þrátt fyrir óravíðáttur alheimsins séu skilyrðin á Jörðinni fyrir vitsmunalífi svo einstök að það séu sáralitlar líkur á að það hafi getað þróast annars staðar í þeirri mynd sem við þekkjum.
Ég fjallaði nokkuð um þetta efni í pistli fyrir nokkru síðan:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/646506/
Einnig er hér mjög áhugaverð grein um þetta á Stjörnufræðivefnum:
http://www.stjornuskodun.is/stjornuliffraedi/thversogn-fermis/
Vísindamenn eru ekki allir sammála um hversu líklegt líf utan Jarðarinnar sé. Stjörnufræðingurinn góðkunni Frank Drake (sem bjó til Cosmos þættina vinsælu ásamt Carli Sagan) setti á sjöunda áratugnum fram hina svokölluðu Drake formúlu til að reikna líkur á vitsmunalífi í alheiminum. Hann taldi að það hlyti að vera algengt í ljósi þess hversu ógnarstór alheimurinn er.
Síðan þá hafa margir velt vöngum yfir því hvers vegna við verðum ekki vör við neitt þrátt fyrir markvissa leit. Fræg er sagan um eðlisfræðinginn Enrico Fermi sem spurði félaga sína í Los Alamos rannsóknarstöðinni einu sinni í morgunkaffinu: "Hvar eru þá allir?".
Í bókinni Rare Earth eftir Peter D. Ward, Donald Brownlee er því haldið fram að þrátt fyrir óravíðáttur alheimsins séu skilyrðin á Jörðinni fyrir vitsmunalífi svo einstök að það séu sáralitlar líkur á að það hafi getað þróast annars staðar í þeirri mynd sem við þekkjum.
Ég fjallaði nokkuð um þetta efni í pistli fyrir nokkru síðan:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/646506/
Einnig er hér mjög áhugaverð grein um þetta á Stjörnufræðivefnum:
http://www.stjornuskodun.is/stjornuliffraedi/thversogn-fermis/
Merkur plánetufundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fyrir löngu síðan búið að "finna" yfir 200 tegundir af annars konar vitsmunalífi en það sem hér er, þ.e.a.s humanoid vitsmunalífs verum. Jörðin / Terra Matter er innan þriðju / fjórðu víddarinnar þ.e.a.s lengd X breidd X hæð X tími. Maðurinn hefur líka fyrir löngu síðan "fundið" að minnsta kosti sjö aðrar víddir ofan við þessa. Leitið því ekki lengra en nef þitt nær, maðurinn og margar aðrar tegundir humanoid vera hafa fyrir löngu síðan fundið hvora aðra. Mikið af þeirri tækni sem notuð er þessa stundina "hérna" er fyrir löngu úrelt tækni frá öðrum tegundum. Mikið væri nú gott ef að fólk færi að vakna aðeins.
1st (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 11:07
Líf á öðrum hnöttum er mjög sennilegt.... en að "hitta" á. t.d. útvarpsmerki frá öðrum hnöttum, er ólíklegt.
Hvað er langt síðan "við" byrjuðum að senda frá okkur merki?
"Þúsund ljósár" er tiltölulega nálægt okkur. 10.000 ljósár er líka tiltölulega nálægt okkur.
Hvað vorum við að gera fyrir 10.000 árum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.