Nokkrir hafa heitið á mig

aheit15082007Í gær sendi út tilkynningu til fjölmargra vina, vandamanna, vinnufélaga og fleiri þar sem ég bauð þeim að heita mig í hlaupinu á laugardaginn. Áheitin renna til SEM samtakanna, Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra.  Ætli það hefi ekki verið svona 100 - 200 manns á póstlistanum.  Þegar þetta er ritað eru 7 búnir að skrá sig fyrir áheitum. Þetta er svipað endurheimuthlutfall og ég hef heyrt að sé á hafbeitarstöðvum sem sleppa laxaseiðum í sjó.

Ennþá er hægt að heita á mig með því að smella á eftirfarandi link:
http://www.marathon.is/pages/aheit/?prm_participant_id=16824&prm_action=2

Hver veit nema einhver bloggvina minna opni veskið, dragi upp kreditkortið og láti slag standa.

Áheitsgjafar núna eru þessir:

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir, vinnufélagi. ljósmyndari og átaksbloggari.

Stella Aðalheiður Norðfjörð, tölvunarfræðingur og starfsfélagi minn til margra ára, fyrst hjá VKS og núna hjá Kögun.

Haraldur Haraldsson, einnig vinnufélagi minn, golfari og hlaupagikkur.  Hann ætlar að hlaupa 1/2 maraþon á laugardaginn og ég er búinn að heita á hann á móti. 

Konan mín Hjördís Björnsdóttir, hljóp 1/2 maraþon í fyrra en er ekki góð í fótunum núna.  Ætlar samt að reyna að hlaupa 10 km.

Ólafur Björnsson hestaréttar- og hæstaréttarlögmaður á Selfossi og mágur minn.  Hann verður í reiðtúr á Löngufjörum á laugardaginn.

Finnbogi V Finnbogason, starfar í upplýsingatæknideild Símans.  Er knár golfari og hefur meðal annars spilað með Nick Faldo.

Vinur minn Sverrir Daníel Halldórsson frá Miðey í Austur Landeyjum.  Hann er líffræðingur og starfar við hvalarannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun. Um Dalla var ort: Í Miðey enginn maður er, mæddur yfir trjánum, Sverrir vel þar sómir sér, sólbrenndur á tánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glitnir heitir líka á þig 5000 kr. þar sem þú ert viðskiptavinur bankans.

:-)

Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59745

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband