Gerist sjö sinnum á ári

Ef líkurnar á fjórburum eru einn á móti 13 milljónum fæðinga þá ætti þetta að gerast um 7 sinnum á ári miðað við að það séu um 95 milljónir barna sem fæðast á jörðinni á hverju ári.  Það ættu því að vera fréttir af fjórburafæðingum amk. annan hvern mánuð að jafnaði. Ég hef hins vegar ekki orðið var við þær!  Það er kannski vegna þess að þessi kanadakona er Vestur-íslendingur og því tengdari okkur en aðrar !

Vonandi fjölgar vestur Íslendingum sem mest á næstu árum.  Staðreyndin er sú að í dag er fleira fólk í Norður Ameríku sem er afkomendur vestur Íslendinga en íbúar Íslands sjálfir.


mbl.is Eignaðist eineggja fjórbura; líkurnar einn á móti 13 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þegar ég sá fréttina þá tók ég einmitt eftir þessari tölfræði og fannst hún ótrúleg. Hvaða snillingur ætli hafi reiknað þetta út?

Mummi Guð, 17.8.2007 kl. 21:02

2 identicon

Ætli það sé ekki verið að tala um af þeim fjórburum sem fæðast... þá séu líkurnar1 á móti 13 milljónum... það er mín ágiskun.

Barbara (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Mér finnst einhvernveginn að þær líkur ættu að vera hærri Barbara !

Þorsteinn Sverrisson, 17.8.2007 kl. 21:41

4 identicon

Um daginn var frétt um að líkurnar á að eignast eineggja þríbura væru 1 á móti 200 milljónum. Þetta stemmir því ekki.

Hjördís Garðardsóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:45

5 identicon

mér leikur forvitni á að vita hvaðan þú hefur þá vitneskju að þetta sé Vestur-Íslensk kona?

Iris (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:49

6 identicon

Það þarf ekki að vera ólíklegra að eignast eineggja fjórbura frekar en þríbura. Náttúran okkar er alveg einstök. Til dæmis er algengara að finna fimm laufa smára en fjögurra laufa.

Samt hef ég lítið sem ekkert vit á þessu.

Katrín Lilja Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég var nú bara að giska á að hún væri Vestur Íslendingur Íris.  En líkurnar á því að kanadísk kona sé afkomandi íslendings eru meiri en 1 á móti 1000.

Þorsteinn Sverrisson, 17.8.2007 kl. 22:18

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dæmigerð gúrkufrétt

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2007 kl. 00:14

9 identicon

Dæmigerður gúrkugunnar

Kristján (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband