19.8.2007 | 15:24
Skemmitlegur dagur
Byrjuðum á því að hlaupa 10 km í morgun. Fyrsta kílómetrann eða svo komst maður varla áfram vegna þvögunnar. Um 3000 manns voru í hlaupinu, um 1% þjóðarinnar!!! Mér tókst ekki að hlaupa undir 60 mínútum eins og ég ætlaði mér en það skiptir ekki öllu máli. Unnar Geir hljóp 3 km og á myndinni er hann með Ágústu frænku sinni nýkominn í mark.
Veðrið var frábært og gaman hvað margir íbúar koma út og hvetja hlauparana. Sumir hlauparar voru í skemmtilegum búningum eins og þessi heiðurshjón sem ég tók líka mynd af. Eftir hlaupið fórum við í sund í nýju sundlaugina í Mosfellsbænum. Mjög flott sundlaug og skemmtilegar rennibrautir.
Fórum aftur niður í bæ og gengum um, það var allstaðar pakkað af fólki og maður hitti marga. Ég fór með Unnar og frændsystini hans í Logos II skipið við Ægisgarð þar sem við fengum gefins biblíu í skiptum fyrir myntur sem við vorum með. Fullorðin kona sem tók á móti okkur við landganginn vildi endilega gefa okkur biblíuna en sagði að við yrðum að gefa henni eitthvað í staðin, þó alls ekki peninga. Sem betur fer var Unnar með óátekinn myntupakka frá Golfklúbbnum Oddi í vasanum og þeirri gömlu fannst mikill fengur í slíkum kjörgrip. Þetta er merkilegt skip, siglir um öll heimsins höf. Skipverjar sem að sögn eru sjálfboðaliðar selja bækur og eru með ýmiskonar menningartengda dagskrá. Í skipinu er líka kaffihús. Þá er þar á vegg mikið málverk sem sýnir siglingarleiðir og viðkomustaði. Þarna er hægt að kaupa mjög eigulegar bækur á lágu verði. Aðallega þó bækur um trúarlegt efni en einnig alfræðirit ýmiskonar.
Fórum að borða með fleira fólki í Humarskipinu sem rekið er af þeim bræðrum Gunnari og Hilmari Stefánssonum í tengslum við fyrirtækið Hvalalíf. Skipið er í reynd gamli Baldur sem var Breiðafjarðarferja en liggur nú við landfestar fyrir neðan veitingastaðinn Tvo Fiska og búið að innrétta sem veitingastað. Fengum dýrindis humarsúpu. Ég gaf Hilmari biblíuna í kveðjugjöf enda nauðsynlegt að hafa guðsorðið nálægt sér á hverju skipi.
Svo gengum við nokkur upp á Miklatún og fylgdumst með tónleikunum. Mér fannst þeir svona þokkalegir en stemmingin ekkert sérstök og flytjendurnir ekki allir ná til fólksins. Prógrammið hjá Mannakornum og Ellenu Kristjánsdóttur fannst mér standa upp úr. Eyvör frænka var full mikið í þessum sérstöku lögum sínum sem ekki hafa mjög grípandi laglínu og líkjast meira galdrakvæðum en söng. Hefði átt að taka nokkra smelli líka við þessar aðstæður. Enduðum kvöldið á því að sjá frábæra flugeldasýningu.
Verkefnisstjórn Menningarnætur lýsir yfir ánægju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér Steini, bara að komast á leiðarenda finnst mér afrek útaf fyrir sig. Góður dagur hjá ykkur, svona eins og ég vildi óska að minn hefði verið....en...það er ekki á allt kosið, lítið gaman að dröslast einn um bæinn á svona dögum. En ég verð bara að segja eitt, á þessari mynd er hann Unnar svo rosalega líkur Birni afa sínum að það er ekki eðlilegt. Flottir krakkar.
Gíslína Erlendsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:18
Ertu viss um að þú hafir verið á Miklatúni ? Ég sá þig ekki.
Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:53
Hvernig fórstu að því að sjá mig ekki. Ég gnæfði uppúr mannfjlöldanum!!! Takk fyrir kveðjuna Gillí, varstu ein að rolast í bænum??
Þorsteinn Sverrisson, 20.8.2007 kl. 21:32
Nei fór ekki bæinn því það tók kallin 6 tíma að hlaupa 10 km, hann tafðist í bænum...sérstaklega á Ljóta andarunganum. Fór svo um kvöldið og sá flugeldasýninguna.
Gíslína Erlendsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.