Verða bókasöfn framtíðarinnar bókalaus?

doctor-zhivagoÁ leiðinni heim úr vinnunni í gær kom ég við bókasafninu í Árbænum, sem heitir því góða nafni Ársafn. Fullorðin kona tók á móti mér í afgreiðslunni og ég spurði hana hvort þau væru með Doktor Zhivago eftir Boris Pasternak. “Nei ég á hana ekki” sagði konan “en ég get búið hana til fyrir þig”. Ég varð frekar undrandi og spurði hvernig það væri hægt.  Hún sagði mér að á internetinu sé í dag hægt að finna ógrynni bókatexta í heilu lagi. Þetta væru sérstaklega gamlar og sígildar bækur sem væru komnar úr höfunarrétti.

Svo sagði hún mér að bókasafnið væri sem sé búið að kaupa sérstaka bókavél.  Inn í hana er hægt að senda svona heila bókatexta sem vélin prentar út og límir saman í kiljuform. Ég bað hana þá blessaða að búa til fyrir mig eintak af Doktor Zhivago, Og viti menn, Konan fer inn í bakherbergi og kemur eftir stutta stund með bókina sem að sjálfsögðu var eins og splunkuný.

Núna er ég upp í sumarbústað að lesa bókina og milli kafla er ég að velta fyrir mér hvort bókasöfn í framtíðinni verði ekki alveg bókalaus og bækur verði bara búnar til eftir þörfum eins og konan á ársafninu gerði fyrir mig í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 59677

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband