Það er stórhættulegt að blogga vitleysu

Fyrir nokkru síðan var fétt í mogganum þess efnis að ungfrú Kanada væri fallegasta kona á jörðinni. Ég setti inn blogg (sjá hér) um að þessi kona væri af íslenskum ættum og fann einhverja heimskulega mynd á netinu sem ég laug að væri af henni og foreldrum hennar.

Klukkan tólf sama kvöld þegar ég var að festa svefn hringdi blaðamaður á Morgunblaðinu í mig og vildi óður og uppvægur vita hvaðan ég hefði þessar heimildir.  Sjálfur sagðist hann hafa heimildir fyrir því að þessi fegurðardís væri af rússnesku bergi brotin.  Ruglaður í höfðinu stamaði ég út úr mér að ég hefði nú bara verið að grínast og baðst afsökunar. Hélt kannski að ég hefði verið að brjóta einvherjar reglur. Blaðamaðurinn varð hálf fúll því hann hefur líklega séð fyrir sér að geta búið til áhugaverða frétt og janfvel tekið viðtöl við íslenskt frændfólk konunnar. Sagði samt kurteislega "nú varstu bara að djóka", síðan kvöddumst við.  Ég var lengi að sofna eftir þessa óvænt vakningu og svaf reyndar illa alla nóttina.  Lærdómurinn af sögunni: Það er ljótt að plata.

En fyrir þá sem ekki vita þá tilkynnist það hér með að það er ekkert að marka það sem ég segi á blogginu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - vist er það rétt að það er ljótt að plata. Einu sinni var ég búin að heita því að gerast bara vinur ættingja og náinna vina, en ekkert fyrirheit er heilagt og sveitungar komast svo nærri ættingjum og vinum að ég læt þá undir sama hatt.  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta var mátulegt á þig.    Ó.... eins gott að þeir trúi ekki öllu sem ég skrifa.

Anna Einarsdóttir, 2.12.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það er örugglega margt sem þú segir Anna sem myndi sprengja alla lygamæla

Takk fyrir að hleypa mér í klúbbinn Helga.  Mér finnst þægilegt að hafa þá á bloggvinalistanum sem ég vil kíkja á af og til.  Vonandi heldur þú áfram að segja frá Hrunamönnum.

Þorsteinn Sverrisson, 2.12.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þorsteinn ég held að það muni auka töluvert heimsóknir hjá okkur í bloggheimum ef við förum að sérhæfa okkur í fegurðardrottningum, ættum þeirra og uppruna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 59741

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband