Hvenær er maður einn og hvenær ekki?

Það er alltaf dapurlegt þegar svona gerist. Vonandi er þessi góða kona komin í skemmtilegan félagsskap í öðrum heimi núna.

En það eru margar hliðar á þessu með einveruna og samskipti fólks.

Stundum er maður einmana í fjölmenni þó svo að margir myndu taka eftir því ef maður dytti niður dauður. Svo getur manni liðið stórvel einum. Þetta fer eftir eðli fólks, tíma og rúmi.

Þeir eru líka örugglega til sem finnst þeir vera einmana og langar til að hafa meiri félagsskap. Það er skylda fólks að hafa augun opin fyrir slíku hjá þeim sem eru þeim nákomnir.

Sumir eru einfarar og líður best einum.  Þeir sem vilja vera einir lifandi kjósa það kannski líka að deyja einir.

Þó það komi fyrir að fólk deyi eitt er ég ekki sannfærður um að það sé merki um að þjóðfélagið sé að versna eins og margir segja í heilagri vandlætingu.  Ég hef ekki kynnt mér það en finnst það liggja í augum uppi að svona atvik hljóta að hafa verið að gerast alla tíð.


mbl.is Var ekki vitjað í rúma viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir

Ég er sammála, ég er ekki sannfærð um að þjóðfélagið sé eitthvað verra. 

Í "gamla daga" bjó stórfjölskyldan oftast saman þannig að nándin var meiri og fólk minna eitt. Mér þykir þó mjög líklegt að þetta hafi alltaf verið til staðar því miður. Það er okkar skylda eins og þú segir að hafa augun opin og fylgjast með einstæðum ættingjum/vinum/kunningjum okkar og vitja þeirra!!

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, 8.12.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, því miður þá hefur þetta trúleg alltaf verið að gerast vegna þess einfaldlega að fólk getur  látist skyndilega og fyrirvaralaust.  Kerfi sem tékkar alla daglega væri þó kannski hugsanlegt á þessum stað og einnig mætti vel hugsa sér þjónustu sem byði upp á það að fólk tilkynnti sig daglega eða jafnvel oftar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.12.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband