Six degrees á Facebook

Fyrir nokkru síðan bloggaði ég um þá kenningu að tvær hvaða tvær manneskjur sem er í heiminum geti yfirleitt tengst í gegnum sex liði.  Þessi kenning hefur verið kölluð Six Degrees of Seperation.

Á Feisbúkkanum er hægt að ná í forrit sem hjálpar þér að finna tengslaleið til hvaða annarrar manneskju sem er í gegn um þá vini sem hver notandi hefur.  Til að rannsaka aðeins kenningun þá prufaði ég að gamni nokkur tilvik.

Fyrst prófaði ég Eric Weiner sem er bandarískur rithöfundur og ég las nýlega bók eftir.

6dg3





Og viti menn!  Í gegn um sex liði get ég tengst honum. 

Því næst prufa ég sjálfan Bill Gates.

6dg2






Sko!  Ef ég finn villu í Windows þá tala ég við Sigurð Ara, hann talar við Hafdísi Ósk og svo koll af kolli og skilaboðin komast til Bill Gates eftir sjö liði.

Reyndar má vara sig á frægu fólki á Feisbúkkanum. Yfirleitt hafa einhverjir spaugarar búið til falska notendur fyrir þá.  Ég held samt að þetta sé réttur Bill Gates.

Nú geri ég handahófstilraun. Slæ inn John Smith og vel einn af fjölmörgun sem heita því algenga nafni.

6dg1






Stendur heima.  Sjö liðir.  Líklega er þetta engilsaxi sem býr í Bretlandi eða Bandaríkjunum.

Hvað ef ég vel einhvern dana?  Slæ inn Lars Hansen og vel síðan einhvern sem mér sýnist vera góðlegur.

6dg4





Sjáiði þetta, bara fimm liðir! 

Þessar tilraunir hér að ofan finnst mér að styðji kenninguna. Skrefin eru 5 - 7 og það þrátt fyrir að ekki séu nærri allir komnir á Feisbúkkann og þaðan af síður búnir að skrá inn alla sem þeir þekkja.

Það þarf varla að taka það fram að ef ég set inn einhvern Íslending sem ég þekki ekki þá eru það yfirleitt bara 2-3 liðir þrátt fyrir að ég sé ekki nema með um 150 skráða vini og þekki mun fleira fólk sem er ekki enn komið á Feisbúkkann.  96% kenning Þorsteins Þórssonar er líklega rétt.

En það þýðir lítið að reyna að ná í Barak Obama ef marka má þetta:

Obama_no_friends


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Spurning um að nota þetta til að skera úr um vanhæfi manna til að taka ákvarðanir sem varða vini og vandamenn.

Allavega ljóst að ég tek ekkert mark á lofgjörð þinni á Eric Weiner né mun ég hlusta frekar á Microsoft dýrkun þína. Þetta er allt saman einkavinavæðing hjá þér!

Hinrik Már Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 59680

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband