Rífum ónýta húskofa

Hvar endar það ef aldrei má rífa gömul hús sem eru orðin léleg og jafnvel hættuleg.  Uppfylla ekki öryggiskröfur og gæðakröfur sem gerðar eru til húsa í dag?

Þessi hús þurfa oft á tíðum mikið vihald og eru óhagkvæm í rekstri. Þurfa mikla kyndingu og eru því ekki umhverfisvæn.  Hver á að borga fyrir verndun þessara húsa?  Eru það skattgreiðendur?  Viljum við þá ekki frekar lægra útsvar eða hærri laun til þess fólks sem er að sjá um börnin okkar í leikskólum og grunnskólum?  Ef hópur fólks vill vernda þessi hús getur það þá ekki bara keypt þau og verndað þau á eigin kostnað?

Ef þessi viðhorf hefðu alltaf ráðið væri miðbær Reykjavíkur fullur af torfkofum.

Miðbærinn er ekki samkeppnishæfur við aðra byggðakjarna ef þar eru bara gamlar og úreltar byggingar, erfitt aðgengi og langt í bílastæði.  Ég man að einu sinni var Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi að berjast fyrir verndun einhverra gamalla húsa við Laugaveginn.  Á sama tíma var hann með læknastofu í Kringlunni og gott ef hann er það ekki ennþá !!!!
mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfusamtökin

Hefur þú einhvern gerst svo djarfur að fara í heimsókn til annara landa?

Maður bara spyr sig.....

Torfusamtökin , 19.12.2007 kl. 00:07

2 identicon

Þegar menn eru úr Árbænum eða jafnvel úr sveit er ekki nema furða að menn haldi annarri eins vitleysu fram og því sem að þú segir hér í þessum stutta pistli. Miðbærinn er ekki í mikilli krísu þó að þú sjáir þér ekki fært að leggja bílnum við hliðina á upplýsingarborði búðarinnar sem þú þarft að heimsækja. Ég set einnig spurningarmerki við sveitamannastimpilinn líka ef þú sérð þér ekki fært að ganga nokkra tugi metra úr einu af hinum fjölmörgu bílastæðahúsum sem sett hafa verið upp fyrir bensínháka eins og þig. Við hin erum sátt við tvo jafnfljóta og klæðum okkur eftir veðri.

Miðbærinn eða "miðbærinn" eins og þú virðist kjósa að kalla hann er í raun og veru einn ákveðinn hlutur. Hann er verslunarsvæði fyrir bæjarhluta sem telur um 14.000 manns. Rétt þar fyrir utan búa svo m.a. um 6000 manns í vesturbænum. Þetta er svona kjarnanotkun bæjarins. Vel flestir þeirra 14.000 manna sem í miðbænum búa eru í göngufæri við hann eða svo gott sem og ég efa það ekki að það sé það sem flest þeirra gera. Miðbærinn býr einnig við þann kost að þar eru, enn að minnsta kosti, all mörg fyrirtæki og stofnanir og í þeim eru einstaklingar sem koma víða að til að starfa í "miðbæ" Reykjavíkur. Þessir einstaklingar eru einnig álitlegur kostur fyrir blómlega verslun í miðbænum.

Miðbærinn er ein útgáfa af hverfi með verslunarkjarna. Hann er gömul og reynd útgáfa sem hefur gefist vel í all margar aldir. Forsendurnar eru einfaldar og auðskiljanlegar. Þær eru að þar búi nægt fólk, að þangað eigi erindi einhver x fjöldi manna til að bæta upp fyrir þá sem þurfa að yfirgefa hann sökum vinnu og að allt sé í ásættanlegu göngufæri frá hvort öðru. Þar sem þú ert úr Árbænum kannast þú auðvitað ekki við þetta. Gögnufæri er það kallað þegar eitthvað álitlegt, eins og verslun, þjónusta eða iðnaður er í innan við 500 metra göngufjarlægð frá heimili þínu eða í ásættanlegri göngu og samgöngufjarlægð sem þá er eitthvað eilítið lengri.

Hvað varðar gömul og slitin hús sem krefjast viðhalds og hás upphitunarkostnaðar, þá held ég að þau séu nú ekki mörg sem falla undir þann hatt. Ég hef nú verið gestgangandi í nokkur svona hús og ekki er neinn að sligast undan hitunarkostnaði og eru sennilega minni umhverfissóðar en þú hvað það varðar, en kannski átt þú einmitt heima í svo stóru húsi að kostnaðurinn per fermetra í hitun er hærri hjá þér en hjá þeim sem ég hef komið í heimsókn til. En ég veit svo sem ekkert um það og er bara að leika mér að "tölum".

Gömul og slitin hús sem ekki er hægt að gera neitt við eiga að mínu mati að víkja. Í staðinn má skoða það að byggja eitthvað uppbyggilegt, eitthvað sem samrýmist því sem fyrir var. Ekkert er verra en þegar hús eru byggð á þann hátt að ekkert samrýmist, en það er svo löng saga að hana ætla ég ekki að rekja hér. Eitt get ég þó sagt. Það eru mörg hús á Laugarvegi og Hverfisgötu sem mega víkja, en einnig eru mörg hús önnur víðsvegar um borg sem mega víkja og ekki eru þau öll gömul. Þar sem við erum hér að tala um miðbæinn, sem þú virðist vera búinn að gefa út dánarvottorð á, er ekki úr vegi að minnast á nokkrar nýbyggingar sem ég myndi ekki gráta ef þær yrðu sprengdar í loft upp. Til að byrja með, skuggagarðar, 101 skuggi og þetta skrítna "garðaborgarhús" við Grettisgötu, það er dæmi um hús sem er ekki í sínu rétta umhverfi.

En ég er kominn soldið út fyrir. Ég ætla að taka dæmi um nýrri útgáfu af hverfi með verslunarkjarna. Tökum sem dæmi Grafarvoginn. 20.000 manna hverfi með verslunarkjarna sem heitir Spöngin. Spöngin er nútímaútgáfa af verslunarsvæði hverfis, ef nútímaútgáfu skyldi kalla. Hún hentar einmitt mjög mönnum eins og þér, en þar er aðgengi fyrir bensínháka ágætt. Reyndar er það svo að það er næstum því lífsnauðsynlegt að eiga svona eins og einn bensínhák til að geta heimsótt þennan verslunarkjarna og ástæðan er mjög einföld. Kjarninn er of lítill fyrir hverfið, hann er ekki betrumbættur með annarskonar atvinnustarfsemi eða iðnaði. Kjarninn dregur því ekki til sín fólk úr öðrum hverfum nema í litlum mæli. Þessi kjarni er því mjög óhagstæður og styður einungis við litla kjarnastarfsemi. Þar er að finna banka, stórmarkað, bakarí, sjoppu. Þetta er allt kjarnastarfsemi og ekki að neinu leyti frábrugðin annarri starfsemi í öðrum verslunarkjörnum annarra hverfa. Þar af leiðandi dregur þessi kjarni ekki heldur til sín fólk í leit að einhverju sérstöku. Annað sem er vandamál við þennan kjarna er að hann er "nútímavæddur". Hann situr sér á báti og er of langt í burtu frá nokkurri byggð. Þar af leiðandi eiga hinir gangandi vegfarendur erfitt með að sækja þangað. Hann er heldur ekki fyrir miðri byggð, heldur í útjaðri hennar. Af 20.000 manna Grafarvogi eiga kannski um 1000 manns auðvelt með gang þangað og kannski 2-3000 manns auðvelt með samgöngur þangað, aðrar en á bíl. Fyrir vikið er mannlífið mjög takmarkað. Ég á ekki við að þar sé lítið af fólki og þar af leiðandi sé það takamarkað, heldur er þar engin leið til að fólk ílengist eins og gerist oft í hinum gömlu "miðbæjum". Mannlífið er því ekki mjög blómlegt. Fyrir vikið þarf að finna aðrað leiðir og þar erum við komin yfir í Kringluna,

Reykjavík hefur síðan 1948 verið byggð upp eftir hinni nýju borgarskipan. Fyrir vikið eru hverfi borgarinnar mjög fátækleg og eina leiðin til að auka á verslunarfjölbreytnina er með uppsetningu stórra verslunarmiðstöðva. Þar sem búið er að þvinga fólk til bifreiðarkaupa er auðvelt að setja slíkt upp með mjöööög löngu millibili, enda ekki arðbært að gera of margar. Þessar verslunarmiðstöðvar hýsa svo dreggjar mannlífsins. Vissulega er þar margt fólk en það er ekkert eðlilegt eða blómlegt mannlíf þarna. Þarna fer lífið fram eins og á færibandi í einhverri fabrikku.

Sýn þín á lífið er að mínu mati ömurleg. Ég vona að þú sjáir þér fært að endurmeta það. Miðbærinn er ekki gjaldþrota, langt því frá og hann er langt um aðbærari og samkeppnishæfari en þig grunar, Hann í það minnsta skýtur Árbænum við!

Ólafur Helgi Harðarson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 01:29

3 identicon

Það er heitt í fólki hér.

Mér finnst áhugavert þetta tal um niðurrif og uppbyggingar og kostnaðinn sem að fylgir því að viðhalda húsum. Eru eigendur þessara húsa sem að eru að hrörna í ryðguð hrúgöld ekki ábyrg fyrir þessu? Fyrst þessir eigendur eru ekki að borga fyrir viðhald, munu þeir borga fyrir nýbyggingar? Ætlar borgin að kaupa þetta alltsaman og endurbyggja? Mér finnst vanta í umræðuna allt tal um ábyrgð. Hverjir eiga þessi illa hirtu hús og því eru þeir ekki gerðir ábyrgir? 

Eru engin lög sem að skilgreina hvernig fara má með eignir? Ef svo er, því er þeim ekki framfylgt?

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 06:41

4 Smámynd: Sigrún Þöll

Ég man ekki alveg hvar ég var í heiminum þegar ég sá einkennlega sjón, en það tíðkast í sumum löndum að halda fronti húsanna en að endurbyggja húsið sjálft til að halda útliti húsanna í sínu upphaflega horfi. Kemur ferlega skringilega út að sjá þetta flotta flotta hús að framan svo er bara tómt að aftan þegar verið er að byggja húsið, en allt hefur þetta þann tilgang að halda götuímyndinni og halda í söguna.

Nú er ég enginn sérfræðingur í varðveislu húsa, en er ekki hægt að gera eitthvað svipað við gömlu húsin í miðbænum ? Er málið annars ekki að það er verið að rífa niður húsin og götuímyndin breytist og það er það sem fólk er óánægt með ?

Hvernig er svo með öryggi þessara húsa, þá á ég við varðandi bruna ? Fuðra þau ekki bara upp eins og pappír ef það kviknar í húsunum ?

Sigrún Þöll, 19.12.2007 kl. 07:44

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er greinilegt að mörgum er mikið í mun að vernda þessi gömlu hús. Ég get alveg viðurkennt að það er líka gaman að hafa einhver eldri hús á ákveðnum svæðum. En ekki 100 hús víðs vegar um miðbæinn. 

Ég hef líka verið að hugsa um þessi skipulagsmál.  Má ekki leyfa einkaaðilum meira frjálsræði í skipulagningu hverfa og hönnun húsa - frekar en miðstýra því öllu frá einhverri borgarskrifstofu fullri af sérvitvringum og kverúlöntum.  Yrði borgin þá ekki fjölbreyttari og skemmtilegri.

Þorsteinn Sverrisson, 19.12.2007 kl. 18:19

6 identicon

Ég hef aðeins eitt um málið að segja. Þú talar um að eftirláta auðmönnum skipulagsmálin. Enn á ný varparu ljósi á þá staðreynd að þú virðist ekki fara víða. Auðmenn standa sig ekkert betur en hinir, jafnvel verr. Þeir hafa nefnilega engra hagsmuna að gæta gagnvart okkur, aðeins gagnvart sjálfum sér og það fer aldrei saman. Þeir hugsa einungis um notagildi ekki fegurð eða form. Allt sem þeir koma nálægt hefur verið reiknað af verkfræðingum, hvað komast margir hér og þar, hvað geta margir farið um á mínútu, hvernig hámarka ég nýtingu og hvað get ég grætt mikið.

Nærtækasta dæmið um að eftirláta auðvaldinu eitthvað er að finna í Borgartúninu, en þar rísa hús í áður óþekktum stærðum allt hönnuð með áðurnefnd markmið í huga og taka ekki mið af þeirri nauðsyn að marka heildræna mynd sem gefur af sér heilbrigt jákvætt mannlíf. Þó er sennilega besta dæmið um að eftirláta auðvaldinu eitthvað að finna í London, en auðvaldið fékk card blanche á Isle of dogs, eða hundaeyju. (http://en.wikipedia.org/wiki/Isle_of_dogs)

Sennilega er best að kynna sér hana þó betur í bókum sem fjalla um málefnið. Bókin Urban Design - Street and Square er með kafla um þetta hverfi sem dæmi um hvað getur miður farið þegar ekki er tekið tillit til mannlegra þátta og þegar auðvaldið fær lausan tauminn.

Ólafur Helgi Harðarson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 01:18

7 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hvaða tuð er þetta um að ég sé „sveitamaður“ og ég hafi „ekki farið víða“. Ég skammast mín ekkert fyrir að vera sveitamaður og ég hef bara ferðast töluvert, er auk þess vel lesinn og vel menntaður.

Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar sjálfumglaðir menntamenn eru að nota svona rök í umræðum í stað þess að fjalla um það sem málið snýst. Þegar ég heyri til viðbótar orð eins og „Heildarskipulagning“ og „að láta auðmönnum eitthvað eftir“ þá ómar í eyrum mér samhljómur með gömlu kommunum sem vildu að einhver sjálfskipuð gáfumannaklíka stjórnaði öllu smáu sem stóru í samfélaginu.

En fegurðin í sumum gömlum erlendum borgarhverfum sem verndunarsinnar dásama, felst hún ekki stundum í því að þar hefur ekki verið mikið heildarskipulag, heldur hefur skipulagið verið sjálfsprottið og sköpunargleði einstaklinga fengið að njóta sín.   

Og hver er til þess bær að dæma um hvað er fallegt og hvað er ljótt, hvað er gott og hvað er vont?  Er ekki best að láta fólk bara að dæma það sjálft með því að leyfa fjölbreytni í skipulagningu og svo sest fólk bara að þar sem það langar til að búa. 

Þorsteinn Sverrisson, 20.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 59671

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband