Hljóða nótt, heilaga nótt

UthlidarkirkjaMér er til efs að nokkur jólasálmur sé útbreiddari en Silent Night.  Upprunalega ljóðið, Stille Nacht, er ort á þýsku af Austurrískum presti, Joseph Mohr að nafni. Sagan segir að orgelið í St. Nicolas kirkjunni hafi verið bilað og organistinn, Franz Gruber hafi samið þetta ódauðlega lag við sálminn fyrir gítar og hann hafi síðan verið sunginn í fyrsta skipti í jólamessunni í Oberndorf í desember 1818 við gítarundirspil. 

Talið er að Stille Nacht hafi verið þýtt á yfir 130 tungumál. Sveinbjörn Egilsson orti sálminn ástsæla “Heims um ból” við lagið en ekki er hægt að tala um þýðingu þó aldblær upphaflega textans varðveitist í þessu ljúfa ljóði. Minna þekkt er þýðing Mattíasar Jochumssonar, Hljoða nótt,  en þar er reyndar farið nær frumtextanum. 

Í spurningaspilinu Trivial Pursuit er White Chrismas sagt vinsælasta jólalag allra tíma.  YouTube leit eftir “White Christmas” gefur um 2500 svör meðan leit eftir “Silent Night” gefur yfir 7000 svör.  Líklega hafa sálmar ekki flokkast sem jólalög hjá höfundum spurninganna. 

Flestir frægustu söngvarar heims hafa sungið þetta lag. Dæmi um upptökur: jólakóngurinn sjálfur Bing Crosby, Elvis Presley, tenórarnir þrír (Carreras, Domingo og Pavarotti), Sissel Kirkjebo (Glade jul), Mahalia Jackson, Enya (Gelískur texti), Gloria Estefan, David Hasselhoff !!! (Stille Nacht), Johnny Cash, Barbra Streisand, Olivia Newton John, Britney Spears, Mariah Carrey, Christina Aguilera, St. Tomas Boys Choir, London Gay men’s chorus.

Mér finnst mest koma til flutnings Sinead O’Connor, en þessi upptaka hennar er alveg guðdómleg.
 

Sendi öllum sem þetta lesa óskir um gleðileg jól
Þorsteinn Sverrisson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðileg jól Þorsteinn og fjölskylda. 

Anna Einarsdóttir, 26.12.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband