Jólastemming í sveitinni

Mikið er gaman að fá svona jólasnjó eftir rigningarnar síðustu vikur.  Við fórum austur í Úthlíð í gærkvöldi og í morgun tók ég nokkrar myndir. 

DSC02981
Kofinn okkar var á kafi í snjó og það þurfti að moka frá hurðinni.


DSC02959
Það var ró yfir kirkjunni en það verður líklega meira líf í jólamessunni á morgun.

 
DSC02971
Yfir golfvellinum var þykkur snjór sem er gott og vonandi helst hann sem lengst því það er gott fyrir gróðurinn. Séð vestur eftir fimmtu braut.


DSC02974
Það voru ekki margir á tjaldstæðunum


DSC02976
.... og ekki fleiri í sundlauginni


DSC02964
Hrossunum fannst gott að fá rúllur enda nærri hagbönn


DSC02982
Jesúbarnið var ekki í fjárhúsinu en þar eiga nú heima 40 lömb sem komu frá Hofi í Öræfum í haust



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtilegar myndir og það læðist að mér löngun til að fara í fjárhús. 

Anna Einarsdóttir, 27.12.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég fæ alvarlega fortíðarþrá af fjárhúsmyndinni. Það var best af öllu - gefa á garðann, hleypa inn, sjá þær ryðjast að garðanum, og svo -- horfa á og hlusta - hamingjusamar af þessari fábrotnu tuggu lygndu þær aftur augunum, tíndu upp í sig stráin, tuggðu í fljótheitum(átti að gera betur seinna)og hættu ekki fyrr en eingöngu fíngert moðið var eftir - og varla það.

Helga R. Einarsdóttir, 27.12.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, ég tek undir með þér Þorsteinn. Snjórinn er bara ágæt tilbreyting. Hann forðar okkur líka frá því að við þurfum að segja næstu árin að við séum svo gamlir að við munum eftir því þegar snjóaði á Suðurlandi  því nú muna allir eftir þessum snjó.

Gaman er líka að sjá að það er komið fé í fjárhúsið, sauðfjárræktin hlýtur að eiga framtíð fyrir sér á meðan land byggist og miðað við gæðin á kjötinu þá ættu afurðirnar að geta orðið eftirsóttar. Menningin sem þessi búskapargrein heldur uppi er líka skemmtileg.

Bestu jóla- og áramótakveðjur!

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.12.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Bestu jólakveður sömuleiðis ágæta fólk.  Það er alltaf notalegt að fylgjast með kindum snarla góða töðu á veturnar. Minnir á gamla tíma og rætur þjóðarinnar. En snjórinn er víst á förum ef marka má nýjustu veðurspá.

Þorsteinn Sverrisson, 28.12.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59743

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband