20 ljósir punkar fyrir Íslendinga

Það er vissulega erfitt ár framundan hjá Íslendingum eins og reyndar flestum öðrum þjóðum.  Það eru margir svartsýnir um þessar mundir og sumir því miður ekki að ástæðulausu.  Lykillinn að því að komast út úr kreppunni er samt samtakamáttur, bjartsýni og dugur.

purple-landscapeMér finnst þrátt fyrir allt að forsavarsmenn þjóðarinnar, fjölmiðlungar og sérfræðingar ýmiskonar mættu vera meira hvetjandi á þessum tímum.  Stundum finnst mér að allir séu í keppni um að mála ljótasta skrattann á vegginn.  Mig langar því til þess að nefna hér 20 ljósa punkta fyrir Íslendinga.

1) Gott húsnæði
Húsin sem við búum í eru einhver þau best byggðu hjá nokkurri þjóð. Auk þess höfum við fleiri fermetra á hvern einstakling en víðast hvar annars staðar.  Sama á við um atvinnushúnæði og íbúðarhúsnæði.  Það skiptir ekki máli hvernig allt veltist, enginn tekur þessi lífsgæði frá okkur.

2) Ódýr og sjálfbær orka
Þó að við búum í stórum húsum í köldu landi þurfum við varla að kaupa olíudropa til þess að kynda og lýsa þessi hús. Heita vatnið streymir upp úr jörðinni og rafmagnið framleiðum við í fallvötunum.  Þessar auðlindir spara meðalheimili örugglega tugi þúsunda á hverjum mánuði samanborið við kyndingu með olíu nesjavellireða kjarnorku sem annars væri. Hugsum líka um lífsgæðin í sundlaugunum og að þurfa ekki að spara vatnið í sturtunni. Það sama gildir um þessar auðlindir og húsin, það fer enginn með þær úr landi.

3) Gott samgöngukerfi
Þrátt fyrir stórt land höfum við gott samgöngukerfi sem hefur verið stórbætt undanfarin ár í krafti aukinna skatttekna ríkisins í góðærinu.

4) Gott menntakerfi
Við höfum góða skóla og menntastofnanir. Skólum hefur fjölgað mikið síðustu ár en ef til vill þarf að aðlaga þá að nýju umhverfi og gera kennsluna hagkvæmari.  Mig grunar að kostnaður á hvern nemanda hafi hækkað mikið undanfarin ár.

5) Hátt menntunarstig
snorristurlusonHér er líka hátt menntunarstig og fjöldi fólks sem hefur reynslu af viðskiptum á alþjóðavettvangi.  Fræðistörf og áhugi á vísindum hefur alltaf verið inngróinn í íslenska þjóð.

6) Gott heilbrigðiskerfi
Við njótum góðrar heilbrigðisþjónustu. Fjárframlög til heilbrigðismála hafa stóraukist undanfarin ár og það er ef til vill dæmi um að þrátt fyrir sukk höfum við líka að einhverju marki  fjárfest inn innviðum samfélagsins í góðærinu.

7) Getum lækkað opinber útgjöld
Ef opinber útgjöld á Íslandi hefðu verið fryst fyrir 10 árum og aðeins hækkað í samræmi við verðlag væru þau í dag ríflega 400 milljarðar í stað ríflega 600 milljarða. Miðað við það gætum við (ef við þurfum og viljum) sparað um 200 milljarða á hverju ári!  Við gætum t.d. borgað 1000 milljarða skuld upp á 5 - 6 árum en samt haldið uppi sömu opinberu þjónustu og fyrir 10 árum.  Ég man ekki betur en að þá hefði fólk það ágætt og við teldum okkur vera í fremstu röð.

8) Getum dregið saman einkaneyslu
Flestar fjölskyldur geta dregið talsvert úr einkaneyslu án þess að rýra lífsgæði sín að neinu marki. Hugsum t.d. um allar utanlandsferðirnar toltariundanfarin ár.  Það er hægt að kaupa áskrift að Travel Channel fyrir um 1000 krónur á mánuði.

9) Innlendur iðnaður styrkist
Við sjáum þess strax merki að ýmis innlendur iðnaður er að aukast vegna þess að of sterk króna hefur skemmt fyrir honum undanfarin ár.  Á þessu sviði eiga eftir að verða til ný störf og útflutningstækifæri.

10) Matarkista í sjónum
Þessi litla þjóð, Íslendingar, hefur fyrir sig stóran hluta af Norður-Atlandshafi fullan af fiski.   Þessa auðlind getum við áfram bæði nýtt til matar fyrir okkur sjálf og til að flytja út.

11) Veikari króna styrkir útflutningsgreinar
Þrátt fyrir verðlækkun munu álverin okkar halda áfram að skaffa stöðugar tekjur.  Sama er hægt að segja um ferðaþjónustu sem hefur vaxið ár frá ári undanfarið. Tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki ættu að geta nýtt sér breyttar forsendur til útflutnings á hugviti.  Með breyttri stöðu krónunnar myndast líka stóraukin tækifæri fyrir nýjan og aukinn útflutning. Ýmis merki sjást um þetta nú þegar.

12) Getum framleitt meiri matvæli
heyskapurVið eigum mikið af ónýttu landrými sem við getum án mikils viðbótar kostnaðar notað til að framleiða meira kjöt, kartöflur, grænmeti og jafnvel korn.  Einnig mætti hugsa sér að nýta autt atvinnuhúsnæði í þessum tilgangi.   Á Íslandi er líka mikið af ám og vötunum fullum af fiski sem væri hægt að nýta betur.

13) Við erum rík þrátt fyrir allt
Þó að við skuldum kannski nokkrar milljónir á mann þá eigum við líka mikið.  Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru líklega um 1500 milljarðar þrátt fyrir bankahrunið.  Þar eiga ríki og sveitarfélög inni óinnleystann tekjuskatt upp á amk 600 milljarða.  Mér finnst líklegt að nettóeignir Íslendinga aðrar en lífeyrissjóðirnir séu amk 2-3 sinnum sú upphæð, eða kannski 4000 milljarðar.  Það gera um 20 milljónir á mann. Við höfum því alveg bolmagn til að greiða skuldir okkar.  Með þessu er ég þó ekki að segja að við eigum að steypa okkur í skuldir. Enn síður er ég að halda því fram að við eigum ekki að gera upp öll mál sem tengjast hruni bankanna.

14) Ónýtt orka
Við höfum líka mikla ónýtta orku í fallvötnum og jarðvarma.  Hugsum um allt heita vatnið sem rennur til sjávar á degi hverjum.  Margar þjóðir myndu nýta það til að ala fiska eða með einhverjum öðrum hætti.

jonpall15) Hreint loft
Ekki má gleyma hreina úthafsloftinu sem heldur okkur frískum og heilbrigðum. 

16) Hreint vatn
Það eru mikil lífsgæði fólgin í hreina vatninu okkar sem streymir úr krönunum inn á hvert heimili.  Fyrir utan peningana sem það sparar að þurfa ekki að kaupa drykkjarvatn.  

17) Mikið lífsrými
Við eru fá sem búum í stóru landi.  Það er nóg pláss fyrir alla. 

18) Njótum hlýnandi veðurfars
Íslendingar munu hagnast á hlýnandi veðurfari sem margir spá og við sjáum reyndar merki um nú þegar.  Undanfarin sumur hafa verið sólrík og hlý. Vonandi verður svo áfram.

LindaP19) Hér eru sterkustu karlmenn í heimi
Þetta er óumdeilt.

20)   ......og fallegustu konurnar
Það er líka hafið yfir allan vafa Smile



Að lokum óska öllum þeim sem rekast inn á þessa síðu auðnuberandi nýs árs. Ég þakka þeim sem hafa nennt að lesa þessa óskipulögðu og skrítnu pistla og skrifað kveðjur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sammála, við eigum að hugsa um það sem er gott og jákvætt.

Velta okkur uppúr því, eins og fréttamenn velta sér í vandræðunum.

Gleðilegt nýár, kv.

Helga R. Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gott að horfa á ljósu punktana.  Já, við gætum haft það svo miklu verra.... en það þarf að uppræta spillinguna, öðruvísi verðum við ekki sátt.

Gleðilegt ár !

Anna Einarsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þetta er góð lesning fyrir alla, þurfum einmitt að horfa á björtu hliðarnar núna.

Sjáumst kátir.

Ólafur Björnsson, 1.1.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gleðilegt ár Steini. Heimurinn hann gæti verið verri og auðvelt að haga málum þannig að við getum öll átt þokkalega huggulegt teboð. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Frábært, það ætti að skylda alla Íslendinga til að lesa þetta.

Hörður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 59676

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband