22.1.2008 | 18:54
Eftir veturinn kemur vor
![]() |
Miklar sveiflur á mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2008 | 23:17
Nú er tann stundin komin til handa
Jóannes Paturson í Kirkjubæ langabbi minn hefði líklega orðið glaður að heyra þessar fréttir. Hann var einlægur sjálfstæðissinni og mikill baráttumaður fyrir færeyskri tungu og menningu. Á jólafundi þjóðfrelsissinna í Þórshöfn 1888 flutti hann frumort ljóð, 22 ára gamall. Þetta ljóð hefur síðan gjarnan verið tengt við baráttu Færeyinga fyrir sjálfstæði. Það byrjar svona....
Nú er tann stundin komin til handa
á hesum landi,
at vit skulu taka lógvatak saman
máli til frama.
![]() |
Þjóðveldisflokkurinn stærstur í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2008 | 22:24
Síðasti séns að gera stríðshetju að forseta
Það hljóta að vera töggur í þessum manni. Hann er fæddur 1936 og því orðin 68 ára gamall og þremur árum betur! Þetta reiknaði ég rangt í gær og var bent á það og leiðréttist hér með
Ronald Reagan var 70 ára þegar hann var kjörinn forseti og sat í átta ár.
![]() |
McCain með forskot í Suður-Karólínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.1.2008 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2008 | 20:33
Getur íslenskur landbúnaður orðið stóriðja ?
Getur verið að landbúnaður, þessi öskubuska íslensks atvinnulífs, eigi eftir að rísa upp úr öskustónni á næstu arum, slíta af sér fjötra kvótakerfis og ofstjórnar og spretta út í ljósið eins og fangi sem hefur verið járnaður í dýflissu ?
Eiga Íslendingar sem nú eru að vaxa úr grasi eftir að sjá þúsund kúa fjós á Suðurlandi, gullna kornakra bylgjast í haustgolunni á gervöllum söndum Skaftafellssýslna og hjarðir holdanauta á rása í beitarhólfum á Möðrudalsöræfum?
Ef hlýnandi veðurfar og tækniframfarir leggjast á árarnar með hækkandi verði á landbúnaðarvörum gætu skapast mikil tækifæri fyrir íslenska bændur á næstu áratugum. Vísitala fæðuverðs tók stökk á síðasta ári. Síðan í vor hefur verð á hveiti tvöfaldast og hækkað um 60% á maís. Í kjölfarið hafa kjötvörur og mjólk einnig hækkað. Ástæðurnar eru annarsvegar aukinn hagvöxtur og kaupgeta almennings í Indlandi, Kína og öðrum þróunarlöndum og hinsvegar stóraukin notkun á korni til framleiðslu á etanoli sem notað er sem eldsneyti í stað jarðolíu. Nú fer um þriðjungur af maís sem framleiddur er í USA til framleiðslu etanols. Meðal kínverji borðar í dag yfir 50 kg af kjöti á ári en lét sér nægja 20 kg fyrir tveim áratugum. Ég veit ekki hvort þeir borða ennþá hunda :)
Því er spáð að þessu þróun eigi eftir að halda áfram. Land er takmörkuð auðlind og stöðugt þrautnýttara. Mest af ónýttu ræktanlegu landi í heiminum í dag er talið vera í Súdan, Kazakhstan og Brasilíu en þessum svæðum stendur reyndar öllum ógn af hlýnandi veðurfari. Á hinn bóginn lítur út fyrir að Frónbúar eigi eftir að njóta ávinnings af hækkandi hita á jörðinni. Það gæti leitt til þess að á okkar stórum landflæmum sem nú eru lítið eða ekkert nýtt verði í framtíðinni bleikir akrar og slegin tún, líkt og á landnámsöld, þegar veðurfar var mun hlýrra en núna og landnemar ræktuðu korn án tilbúins áburðar og díselknúinna vinnuvéla.
Annað sem við eigum umfram aðra er nánast ótakmarkað vatn. Í miðríkum Bandaríkjanna er vatn orðin einn mest takmarkandi þáttur í landbúnaði. Búið er að setja stífa kvóta á uppdælingu vatns til þess að grunnvatnsstaðan lækki ekki niður fyrir hættumörk, en sumir telja reyndar að svo sé nú þegar. Vatnsmiðlun úr ám er einnig takmörkunum háð og kosnaðarsöm. Á meðan renna milljónir tonna af íslensku ferskvatni til hafs á hverri mínútu.
Enn ein birtingarmynd þessara aðstæðna er að verðmæti fyrirtækja sem framleiða landbúnaðarvörur og aðföng fyrir landbúnað hefur aukist mikið. Hlutabréf fyrirtækja sem framleiða gamla kunningja eins og John Deere, Massey Ferguson, Fahr og Deutz hafa rokið upp eins og rakettur síðustu misseri. Verða Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna skráð á Nasdaq þegar fram líða stundir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 19:53
Um opinberar ráðningar
Margir virðast líta þannig á að þegar valinn er maður í mikilvægt opinbert embætti eigi að vera hægt að reikna það út næstum eins og stærðfræðiformúlu hver sé hæfastur. Þ.e. sett er inn í jöfnuna prófgráða, einkunnir, starfsaldur, lífaldur, fyrri störf, greinaskrif o.þ.h. Sá sem skorar hæst er hæfastur.
Ég hef stundað stjórnunarstarf lengi og oft komið að ráðningu sérhæfra starfsmanna. Þegar maður þarf að velja einstakling úr hópi fólks sem hefur allt ákveðna grunnmenntun og grunnreynslu þá skipta mannlegir þættir eins og dugnaður, jákvæðni, samskiptahæfni, glaðlyndi og samviskusemi oftast meira máli en menntun og reynsla. Mér sýnist á umræðunni að þessir þættir eigi ekkert að vega þegar ráðið er í opinberar stöður.
Svo er annað. Er það rétt að embættismenn velji nýja embættismenn? Að "kerfið" viðhaldi sjálfu sér og lifi sjálfstæðu lífi? Mér finnst það einn helsti lýðræðishalli á Íslandi í dag að "fólk í kerfinu" - þó það sé oft ágætt - ræður meiru um opinbera stjórnsýslu en kjörnir fulltrúar. Er ekki betra að kjörnir fulltrúar skipi bara í opinberar stöður án ráða einhverra matsnefnda og leggi svo verk sín í mat kjósenda á fjögra ára fresti. Það er þá ekkert að því að þeir skipi fólk sem hefur sömu viðhorf og hugsjónir, enda standa þær væntanlega fyrir þær skoðanir sem kjósendur aðhyllast, amk. til langs tíma litið.
![]() |
Segir rangfærslur í yfirlýsingu Árna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.1.2008 | 14:27
Bókaklúbbi Eddu hnignar
Fyrstu árin voru yfirleitt 4 bækur sem komu í hvert sinn og maður borgaði í kring um 1000 krónur. Núna í morgun fékk ég pakka með aðeins tveim bókum og telst hvorug þeirra sérlega merkileg. Auk þess er verðið komið upp í um 2000 kr. !!! Ég er alvarlega að velta fyrir mér að hætta í þessu. Líklega orðið ódýrara að kaupa bara þær bækur sem maður hefur áhuga á.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 16:19
Eru dýrgripir Musterisriddaranna faldir í Hrunamannahreppi ?

Musterisriddararnir var munkaregla, stofnuð um 1118, kennd við musteri Salómons konungs í Jerúsalem þar sem voru þeirra höfuðstöðvar. Riddararnir höfðu m.a. það hlutverk að gæta ýmissa dýrgripa kristinna manna svo sem Kaleiksins helga sem Jesú drakk úr í síðustu kvöldmáltíðinni. Um 1300 var reglan upprætt af Páfa og Frakkakonungi og eigur hennar gerðar upptækar.
Þrálátar sögur hafa síðan gengið um að hluti reglubræðranna hafi starfað áfram með leynd og viðhaldið reglunni með því að velja inn í hana nýja og nýja félaga, jafnvel til dagsins í dag. Því hefur verið haldið fram að ýmsir frægir vísindamenn og listamenn miðalda hafi verið í þessum hópi. Frægar bækur hafa verið skrifaðar um þessa arfsögn, m.a. The Da Vincy Code og The Dante Club.

Þá telur Þórarinn Þórarisson arkitekt að í Sturlungu séu vísbendingar um að Snorri Sturluson hafi aðstoðað Musterisriddarana við að koma dýrgripunum fyrir hér á landi. Ef til vill hefur Snorri sjálfur verið Musterisriddari! Ég er samt að velta fyrir mér hvernig þetta passar því Snorri deyr 1241, þ.e. áður en ofsóknir á hendur reglunni hefjast.
Þórarinn og Ginazza hafa farið í tvær vettvangsferðir en nú í sumar stendur sem sagt til að grafa tveggja metra djúpan skurð á svæðinu og leita að grafarhverfingu með jarðsjá.
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni og vonandi fáum við fréttir af því næsta sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.12.2007 | 23:40
Jólastemming í sveitinni
Mikið er gaman að fá svona jólasnjó eftir rigningarnar síðustu vikur. Við fórum austur í Úthlíð í gærkvöldi og í morgun tók ég nokkrar myndir.
Kofinn okkar var á kafi í snjó og það þurfti að moka frá hurðinni.
Það var ró yfir kirkjunni en það verður líklega meira líf í jólamessunni á morgun.
Yfir golfvellinum var þykkur snjór sem er gott og vonandi helst hann sem lengst því það er gott fyrir gróðurinn. Séð vestur eftir fimmtu braut.
Það voru ekki margir á tjaldstæðunum
.... og ekki fleiri í sundlauginni
Hrossunum fannst gott að fá rúllur enda nærri hagbönn
Jesúbarnið var ekki í fjárhúsinu en þar eiga nú heima 40 lömb sem komu frá Hofi í Öræfum í haust
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2007 | 16:40
Hljóða nótt, heilaga nótt

Talið er að Stille Nacht hafi verið þýtt á yfir 130 tungumál. Sveinbjörn Egilsson orti sálminn ástsæla Heims um ból við lagið en ekki er hægt að tala um þýðingu þó aldblær upphaflega textans varðveitist í þessu ljúfa ljóði. Minna þekkt er þýðing Mattíasar Jochumssonar, Hljoða nótt, en þar er reyndar farið nær frumtextanum.
Í spurningaspilinu Trivial Pursuit er White Chrismas sagt vinsælasta jólalag allra tíma. YouTube leit eftir White Christmas gefur um 2500 svör meðan leit eftir Silent Night gefur yfir 7000 svör. Líklega hafa sálmar ekki flokkast sem jólalög hjá höfundum spurninganna.
Flestir frægustu söngvarar heims hafa sungið þetta lag. Dæmi um upptökur: jólakóngurinn sjálfur Bing Crosby, Elvis Presley, tenórarnir þrír (Carreras, Domingo og Pavarotti), Sissel Kirkjebo (Glade jul), Mahalia Jackson, Enya (Gelískur texti), Gloria Estefan, David Hasselhoff !!! (Stille Nacht), Johnny Cash, Barbra Streisand, Olivia Newton John, Britney Spears, Mariah Carrey, Christina Aguilera, St. Tomas Boys Choir, London Gay mens chorus.
Mér finnst mest koma til flutnings Sinead OConnor, en þessi upptaka hennar er alveg guðdómleg.
Sendi öllum sem þetta lesa óskir um gleðileg jól
Þorsteinn Sverrisson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 10:30
Litla kaffistofan of góð fyrir ljótan glæp
Litla kaffistofan er vinarlegur staður á leiðinni austur fyrir fjall. Veggirnir þar eru þaktir með fjölda mynda úr íslenskri knattspyrnusögu.
Við stoppum oft þarna og fáum okkur stundum súpu og brauð. Þeir sem kaupa bensín fá alltaf ókeypis kaffi. Stefán Þormar staðarhaldari og hans fólk veita einstaklega persónulega og góða þjónustu.
Ég vorkenni þessu ógæfufólki sem fremur svona vonlaust handahófskennt rán rétt fyrir jólin. Þetta er afskekktur staður, bara ein leið í hvora átt og augljóslega mjög erfitt að sleppa með fenginn. Sjálfsagt hafa þau verið útúrdópuð og ekki með neitt veruleikaskyn. Gott að ekki fór ver, hvað ef þau hefðu verið með skotvopn??? Vonandi er einhver leið að hjálpa þessu fólki.
![]() |
Rán á Litlu kaffistofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 19:42
Bókagagnrýni

Þetta er ágæt bók. Reyndar svona formúlusaga en engu að síður mjög skemmtileg aflestrar og afar spennandi. Fléttan kemur að óvart og er ekki fyrirsjáanleg, amk. ekki fyrir mig. Höfundurinn hefur greinilega lagt mikla vinnu í bókina, en sagan byggir á raunverulegum heimildum í fornum trúarritum kristinna manna og múslima. Að mínu mati er þessi bók alveg á borð við bestu spennubækur af þessum toga svo sem DaVinci Code.

Yndisleg og vel skrifuð bók. Enn eitt listaverkið sem mun halda nafni Einars Más á lofti um ókomin ár. Verður líklega flokkuð sem ein af bestu bókum hans ásamt Englum Alheimsins. Persónulegur stíllinn er alltaf samur við sig, sá sem les bókina hefur á tilfinningunni að höfundurinn sé sjálfur að tala við sig. Bókin er að sögn Einars byggð á raunverulegum atburðum, raunverulegu fólki, undarlegri og tilviljunarkenndri atburðarás. Þetta er saga um tvo sterka krafta í mannlegri tilveru, ástina og fíknina, hvernig þessir kraftar toga í fólk og hvernig fólk togar í þá.

Ég veit ekki hvað það er við þennan vinsæla og viðkunnalega mann Jón Kalmann en mér hefur aldrei fundist gaman að lesa bækurnar hans. Hef gert nokkrar tilraunir. Barðist samt í gegn um þessa, hún byrjar ágætlega og er fín framan af. En um miðja bók verða skil í sögunni og eftir það er sagan bara svona tilgangslaust og stefnulaust hringl sem rennur út í ekki neitt í lokin. Stíllinn er skemmtilegur á köflum og ég held að Jón Kalmann ætti að reyna fyrir sér sem ljóðskáld. Ef til vill hefur hann gert það án þess að ég viti það.

Stórkostleg bók um líf tveggja kvenna í Afganistan. Þetta er harmleikur en samt er þráður vonar og fegurðar spunnin inn í alla söguna og endirinn er góður sem betur fer. Sagan veitir okkur innsýn í þetta bilaða þjóðfélag og þær hörmungar sem Afganska þjóðin hefur þurft að ganga í gegn um undanfarna áratugi. Hún er svo sterk að manni finnst eins og um persónur af holdi og blóði sé að ræða þó svo þetta sé skáldskapur. Ég hvet alla til að lesa þessa bók. Hún minnir mann líka á hvað það eru mikil forréttindi að eiga heima á Íslandi þrátt fyrir myrkrið og rigninguna.

Mjög skemmtilegar bækur. Þ.e. ég las tvær bækur með þessu nafni, önnur blá en hin appelsínugul. Þær eru fullar af skemmtilegum og furðulegum staðreyndum um allt milli himins og jarðar. Mikið af myndum er í bókinni. Dæmi um furðufyrirbæri sem fjallað er um:
- Tanya Streeter kafaði á köfunarbúnaðar niður á 165 metra dýpi árið 2003 !!!
- Bobby Leech lifði af þegar hann lét sig falla niður Niagara fossana í tunnu en dó skömmu síðar þegar hann rann á bananahýði.
- David Blaine var grafinn lifandi í glerkistu í heila viku og innbyrti aðeins fjórar skeiðar af vatni á dag.
- Dýpsta borhola á jörðinni er í norður Rússlandi, 13 km á dýpt.
- Í bænum Coober Pedy í Ástralíu búa 4000 manns í neðanjarðarhellum. Þar eru verslanir, hótel kirkjur o.fl.
- Vatnajökull sést frá Færeyjum í 547 kílómetra fjarlægð, það er lengsta fjallasýn í heimi.
- Högl á stærð við hænuegg drápu 25 kínverja árið 2002.
- Lloyd Scott lauk Edinborgarmaraþoninu árið 2003 í 59 kg þungum kafarabúningi....
Bækur sem ég á eftir að lesa og fæ vonandi í jólagjöf !!!
Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson
Gyrðir hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Vonandi get ég lesið hana um jólin.
Englar dauðans eftir Þráinn Bertelsson
Þráinn er mjög skemmtilegur og hugmyndaríkur rithöfundur og mig langar til að lesa þessa bók.
Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson
Langar líka til að lesa þessa bók miðað við umsagnirnar um hana.
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2007 | 23:40
Rífum ónýta húskofa
Þessi hús þurfa oft á tíðum mikið vihald og eru óhagkvæm í rekstri. Þurfa mikla kyndingu og eru því ekki umhverfisvæn. Hver á að borga fyrir verndun þessara húsa? Eru það skattgreiðendur? Viljum við þá ekki frekar lægra útsvar eða hærri laun til þess fólks sem er að sjá um börnin okkar í leikskólum og grunnskólum? Ef hópur fólks vill vernda þessi hús getur það þá ekki bara keypt þau og verndað þau á eigin kostnað?
Ef þessi viðhorf hefðu alltaf ráðið væri miðbær Reykjavíkur fullur af torfkofum.
Miðbærinn er ekki samkeppnishæfur við aðra byggðakjarna ef þar eru bara gamlar og úreltar byggingar, erfitt aðgengi og langt í bílastæði. Ég man að einu sinni var Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi að berjast fyrir verndun einhverra gamalla húsa við Laugaveginn. Á sama tíma var hann með læknastofu í Kringlunni og gott ef hann er það ekki ennþá !!!!
![]() |
Rætt um niðurrif í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2007 | 13:00
Hvenær er maður einn og hvenær ekki?
Það er alltaf dapurlegt þegar svona gerist. Vonandi er þessi góða kona komin í skemmtilegan félagsskap í öðrum heimi núna.
En það eru margar hliðar á þessu með einveruna og samskipti fólks.
Stundum er maður einmana í fjölmenni þó svo að margir myndu taka eftir því ef maður dytti niður dauður. Svo getur manni liðið stórvel einum. Þetta fer eftir eðli fólks, tíma og rúmi.
Þeir eru líka örugglega til sem finnst þeir vera einmana og langar til að hafa meiri félagsskap. Það er skylda fólks að hafa augun opin fyrir slíku hjá þeim sem eru þeim nákomnir.
Sumir eru einfarar og líður best einum. Þeir sem vilja vera einir lifandi kjósa það kannski líka að deyja einir.
Þó það komi fyrir að fólk deyi eitt er ég ekki sannfærður um að það sé merki um að þjóðfélagið sé að versna eins og margir segja í heilagri vandlætingu. Ég hef ekki kynnt mér það en finnst það liggja í augum uppi að svona atvik hljóta að hafa verið að gerast alla tíð.
![]() |
Var ekki vitjað í rúma viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 21:06
Það er stórhættulegt að blogga vitleysu
Klukkan tólf sama kvöld þegar ég var að festa svefn hringdi blaðamaður á Morgunblaðinu í mig og vildi óður og uppvægur vita hvaðan ég hefði þessar heimildir. Sjálfur sagðist hann hafa heimildir fyrir því að þessi fegurðardís væri af rússnesku bergi brotin. Ruglaður í höfðinu stamaði ég út úr mér að ég hefði nú bara verið að grínast og baðst afsökunar. Hélt kannski að ég hefði verið að brjóta einvherjar reglur. Blaðamaðurinn varð hálf fúll því hann hefur líklega séð fyrir sér að geta búið til áhugaverða frétt og janfvel tekið viðtöl við íslenskt frændfólk konunnar. Sagði samt kurteislega "nú varstu bara að djóka", síðan kvöddumst við. Ég var lengi að sofna eftir þessa óvænt vakningu og svaf reyndar illa alla nóttina. Lærdómurinn af sögunni: Það er ljótt að plata.
En fyrir þá sem ekki vita þá tilkynnist það hér með að það er ekkert að marka það sem ég segi á blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 20:29
Frence military victories
Ég held að Tsjad menn eigi góðan séns í Frakka. Altént hafa þeir ekki orð á sér fyrir að vera miklir stríðsmenn og þeim hefur verið legið á hálsi fyrir að leggjast niður gegn Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðarri.
Lengi vel var þetta niðurstaðan á Google þegar sleginn var inn leitartextinn "frence military victories". En miðað við þær niðurstöður sem koma núna þá hefur þessi brandari verið tekinn út úr kerfinu.
![]() |
Stríði lýst yfir gegn Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 21:44
Punktaferð nemanda í 5-10 bekk Árbæjarskóla
Sonur minn er í 6. bekk Árbæjarskóla. Þar er punktakerfi og krakkar fá refsipunkta ef þeir mæta seint, læra ekki heima, eru með læti o.s.frv. Í dag var farið með alla krakka sem voru með minna en 7 punkta í leikhúsferð en þeir sem voru með fleiri punkta þurftu að vera í skólanum á meðan. Sonur minn slapp og komst í ferðina. Sjálfur hefði ég líklega ekki komist með því ég var óþægur í skóla. Ég fór að hugsa um þetta og það vöknuðu nokkrar spurningar.
Krakkar á þessum aldri eru viðkvæmir, getur það ekki bara brotið þá niður að refsa þeim með þessum hætti? Getur ekki verið hætta á því að þau börn sem eru sett svona skör lægra fari ósjálfrátt að líta á sig sem lélegri einstaklinga?
Krakkar búa við misjafnar heimilisaðstæður. Það eru ekki allir foreldrar jafn duglegir að láta þá fara að sofa, vekja þá á morgnana og láta þá læra heima. Á að refsa börnum fyrir hvernig foreldra þeir eiga?
Þetta punktakerfi er oft háð mati. Stundum eru læti í tímum og þá fá einn eða tveir áberandi strákar punkta. Kannski ekki þeir sem eru lúmskir og koma látunum af stað.
Ég er ekki viss um að þetta sé réttlát eða góð uppeldisaðferð.
Kæmi mér ekki að óvart þó að eftir nokkra áratugi væri farið að líta þetta sömu augum og við lítum á það í dag þegar krökkum var refsað með því að berja þau með priki áður fyrr.
Annars er ég að mestu sáttur við skólastarfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 21:28
Kvikmyndagerðarmenn framtíðarinnar
Unnar Geir er búinn að gera nokkrar stuttmyndir með bekkjarfélögum sínum. Þeir eru duglegir þessir strákar, bara 11 ára, að gera svona myndir sjálfir og setja inn á YouTube.
Hér eru nokkur brot:
http://www.youtube.com/watch?v=2GTvWo3IV7c
http://www.youtube.com/watch?v=PdW0h3IfCJw
allt safnið:
http://www.youtube.com/results?search_query=friiiiikki123&search=Search
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 20:54
Ég borða kjöt til að gleyma
sumir blogga til að gleyma,
sumir dansa til að gleyma,
sumir drekka til að gleyma,
sumir lesa til að gleyma,
sumir spila til að gleyma,
...og bara alls ekki borða fisk ef þið þurfið að gleyma
![]() |
Fiskur eykur minni og gáfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 15:29
Barþjónusta á Grand Hótel og þjónusta víðar

Á barnum voru tveir afgreiðslumenn, virtust vera af indverskum ættum. Þeir töluðu enga íslensku, lélega ensku og virtust auk þess vera mjög óvanir barstörfum. Þeir kunnu ekki á afgreiðslukassann og annar hvor eða báðir hlupu oft í burtu einhverra erinda meðan hópur fólks beið. Það er alveg klárt mál að hótelið hefur orðið af stórfé með því að manna barinn ekki betur. Því miður sýnist mér að þjónustu sé almennt að hraka hérlendis.
Ég hef talsvert þurft að fara í verslanir undanfarið þar sem við erum að taka húsið okkar í gegn. Mér finnst þjónustu almennt hafa hrakað mjög. Það er greinilega mikil starfsmannavelta í verslunum og hending ef maður hittir á mann sem hefur eitthvað vit á vörunni sem hann er að selja. Tölvupóstum er mjög sjaldan svarað og það er afskaplega erfitt að fá ráðgjöf og upplýsingar símleiðis. Ef maður hringir í mann í verslun og hann segist ætla að skoða eitthvað og hringja svo til baka, þá eru svona 10% líkur á því að hann hringi.
Við höfum lent í allsskonar ruglingi með afgreiðslu og nú situm við t.d. uppi með fjórar stórar rennihurðir fyrir fataskápa sem komu með sendingu umfram það sem pantað var!!! Smiðurinn sem ætlar að setja upp skápana kemur í næstu viku og ég ætla að sjá til hvernig hitt gengur upp áður en ég fer að skila þeim.
Hver er skýringin á þess? Örugglega leiðir þenslan til þess að að það er erfiðara að fá stöðugt og gott fólk í þjónustustörf. Svo getur líka verið að samþjöppun á eignarhaldi verslana í ákveðnum geirum geri það að verkum að eigendur komast upp með lélega þjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 19:16
Fallegasta konan er vestur Íslendingur

Á myndinni til hægri sem tekin var á íslendingadeginum í Winnepeg á síðasta ári er Jessica ásamt foreldrum sínum.
![]() |
Ungfrú Kanada fallegust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar