13.7.2007 | 00:41
Sumarnótt
mýrinni væri þögul
vöknuðu hestarnir
á bakkanum
þegar rauðdvergarnir
hófu að smíða
sólarskipin
og fleyta þeim út á
lækinn
á móti feimnum
morgninum við
endann á fjallinu
það voru bara síðustu
tvö sem festust í
sefinu við hólmann
og dönsuðu þar
vatnsins
hin flutu hratt áfram
eftir ljósrákum
þangað til straumurinn
í flúðunum leysti þau
upp í glitrandi gulldropa
við vorum ein á ferð þessa nótt
(úr óútkominni ljóðabók bloggritara)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 22:43
Olíufat hvað ?

Skrítið hvað fjölmiðlar nota oft sömu frasana í fréttum um sömu mál. Hver kannast ekki við að þegar sagðar eru fréttir af eldsvoðum, þá er alltaf tekið þannig til orða að slökkvistarfið hafi "gengið greiðlega". Þetta orð "greiðlega" virðist alltaf þurfa að vera með þegar sagt er frá slökkvistarfi en er annars lítið notað. Ég man meira að segja eftir frétt þar sem sagt var: "slökkvistarfið gekk greiðlega, en þó tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins fyrr en allt var brunnið sem brunnið gat" !!!!!
![]() |
Stefnir í hækkun á bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 21:32
Líkur sækir líkan heim
Eftirfarandi brandari var valinn leiðinlegasti brandari ársins 2001 á Bylgjunni.
Það var samkeppni milli arkitekta um nýja kirkju í Hveragerði. Arkitektarnir komu hver á eftir öðrum með líkan af kirkju í keppnina og maður nokkur sat við borð skráði niður nöfn þeirra. Einn arkitektinn hét Líkur Eyjólfsson. Þegar hann kom að borðinu uppgötvaði hann að hann hafði gleymt líkaninu sínu heima og þurfti að snúa við til að ná í það. Þá skrifaði maðurinn í móttökunni í bókina sína: "Líkur sækir líkan heim"
![]() |
Stálu líkani af kirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 14:42
Ný aðferð við kolefnisjöfnun
Kunningi minn sendi mér þessa sniðugu mynd um daginn, eftir að ég hafði bloggað um kolviðarátakið. Hér er maður sem ætlar að vera rúmliggjandi og hefur opnað vefsíðu þar sem menn geta keypt sér kolefniskvótan hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 21:32
Dularfullt símtal (sagan á bak við fréttina)
NN = Dularfullur maður með whiskýrödd
SP = Sally Poulter starfsstúlka hjá Christie's
(Ring, ring...)
SP: Halló
NN: Halló, er þetta hjá Christie's
SP: Jú það passar
NN: Eruð þið með málverkið Waterloobrúin í skýjuðu veðri til sölu?
SP: Já það er einmitt verið að bjóða það upp núna
NN: Ég var að hugsa um að kaupa það
SP: Hver er þetta með leyfi?
NN: Ég gef það ekki upp
SP: Jæja, þá er ég hrædd um að þú getir ekki keypt það
NN: En ef ég býð bara í gegn um símann
SP: Allt í lagi, hvað ætlar þú að bjóða hátt
NN: Ég býð sem svarar 2,2 milljörðum króna
SP: Vá, það er bara eins og 220 milljarðar fyrir myntbreytingu!!!
NN: Dugar það ekki til (hæðnislegur hlátur) ?
SP: Jú ég reikna nú með því
NN: Segðu mér reikningsnúmerið ykkar og ég millifæri þetta í heimabankanum
SP: Það er reikningsnúmer 4055, útibú 115 og höfuðbók 26, kennitala 330403-3489
NN: Bíddu ég finn ekki auðkennislykilinn
SP: Ég er líka alltaf að týna honum, láttu mig þekkja það
NN: Jú hérna er hann, hann hefur dottið af lyklakyppunni. Ég millifæri þá núna
(smá stund)
SP: Þetta er komið
NN: Gott, getur þú sent mér þetta með DHL
SP: Já, hver er addressan
NN: NN, BOX 234, Pósthúsið Hraunbæ 110 Reykjavík Íslandi
SP: Allt í lagi, þetta fer bara núna á eftir
NN: Kærar þakkir fyrir þetta
SP: Takk sömuleiðs, blessaður
NN: Bless
(lagt á)
![]() |
Málverk eftir Monet seldist á 2,2 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 16:53
Þessu hefur verið haldið fram áður

Amazon er lang vatnsmesta fljót veraldar og ber meira vatn til sjávar en allar ár Evrópu til samans. Kristniboðar kölluðu hana áður fyrr Rio Mar eða Árhaf. Pinzón, sá er fyrstur fann Brasilíu nefndi ósa hennar Mar Dulce, Ósaltur Sær. Ferskvatnsálar Amazon ná sumstaðar mörg hundruð kílómetra á haf út og stundum er hægt að greina þá úr lofti. Sagnir herma að eitt sinn hafi skip verið nauðuglega statt í lygnæjum sæ nær tvöhundruð kílómetra frá landi undan ósum Amazon. Áhöfnin var vatnslaus og að dauða komin þegar þeir eygja annað skip. Þeir ná að vekja athygli á sér og þegar hitt skipið nálgaðist gáfu skipverjar merki um að þeir væru vatnslausir. Þeir fengu það svar að sökkva fötu í sjóinn og smakka. Þeim fannst þetta heldur grátt gaman en létu þó tilleliðast og skutu skjólu útbyrðis. Og viti menn, sjórinn reyndist ferskur eins og bergvatn og raunir þeirra á enda.

Ég hef alltaf verið áhugasamur um Amazon svæðið og á mér þann draum að komast þangað einhverntíman.
![]() |
Amasonfljótið það lengsta í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:05
Stefna ríkisstjórnarinnar í öldrunarmálum
Það er amk. búið að fjölga vistunarrýmum fyrir aldraða stjórnmálamenn um eitt.
![]() |
Kosið í nýtt Seðlabankaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 17:29
Unnar Geir fær viðurkenningu yfirbloggara

Eins og öllum er ljóst er Unnar mikill áhugamaður um knattspyrnu og æfir stíft með fimmta flokki Fylkis. Hann stundar reyndar líka golf og fleiri íþróttir. Í næstu viku er hann að fara á golfnámskeið hjá GR.
Á myndinni hér til hægri er Unnar (lengst til hægri í Fylkistreyju) í Vatnaskógi í fyrrasumar ásamt þrem öðrum strákum úr Árbænum. Það er gaman að sjá þessa pjakka taka þátt í bænastund svona alvarlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 19:50
Ætli hann hafi átt þetta skilið?

Var Ötzi drepinn af óvinveittum miskunarlausum ræningja sem ágirndist eitthvað sem Ötzi hafi í farteski sínu?
Var morðinginn úr öðrum ættflokki sem áleit Ötzi réttdræpan?
Eða hafði Ötzi sjálfur eitthvað á samviskunni. Hafði hann farið í annað þorp, drepið mann og stolið mat. Síðan verið eltur af einhverjum sem vildi ná fram hefndum?
Við þessu fæst víst aldrei svar.
http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%96tzi_the_Iceman
![]() |
Ísmanninum blæddi út eftir að hann fékk ör í bakið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.6.2007 | 18:47
Windows vista (..og birta)
Fékk lánstölvu í vinnunni þar sem ég þurfti að láta strauja mína. Hún er með nýja Windows Vista stýrikerfinu. Ég er að verða brjálaður út af því hvað tölvan er hægvirk. Gætið ykkar á að uppfæra í þetta stýrikerfi nema þið séuð með mjög öfluga tölvu. Ég er samt með nýlega HP nx8220.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 17:27
Sí-malandi í Síma-landi

Árið 1990 eða þar um bil fékk ég svokallaðan símboða. Motolola Bravo-Plus sem ég á reyndar ennþá. Á þessum árum var enginn maður með mönnum nema hann væri með símboða í beltinu. Það var hægt að hringja í þetta tæki úr venjulegum símum og þá sá maður númerið sem hringt var úr og gat hringt til baka. Það var líka hægt að senda í þá sérstök

Seinna fékk ég svo ágætan síma Nokia 5110. Hann átti ég í nokkuð mörg ár, líklega fram yfir 2000. Ég held að þetta hafi verið fyrsti gemsinn minn en er þó ekki viss.
Því næst fékk ég Nokia 6310. Sá sími reyndist mér mjög vel en síðustu mánuði hefur hann verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, jafnvel í miðju samtali. Stundum hefur það komið sér vel en oftar hefur það komið sér illa. Á kosninganóttina síðustu missti

Núna í vikunni fékk ég mér síðan Nokia E70. Með þessum síma er hægt að skoða og senda tölvupóst, fara á netið, finna gps staðsetningu, fara í ótal leiki, skrifa skjöl og fleira og fleira. Ekki er hann heldur verri fyrir það að það er bæði hægt er að hringja úr honum og taka á móti

Þó sé sé ennþá ungur maður ólst ég upp þar sem hringingin heim var tvær stuttar og ein löng. Þær breytingar sem hafa orðið síðan eru ótrúlegar og ég ætla ekki að reyna að giska á hvar þessi þróun endar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2007 | 16:52
....og framsóknarmönnum fækkar
![]() |
Fleiri jarðarbúar í þéttbýli en dreifbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 21:57
Kolviður
Ég fór á vefinn www.kolvidur.is og athugaði hvað ég þyrfti að gróðursetja margar trjáplöntur til að kolefnisjafna bílinn minn svo ég komist til himnaríkis þegar ég dey. Niðurstaðan kom á óvart. Ef ég gróðurset 58 birkiplöntur binda þær 6 tonn af kolefni. Ein lítil birkiplanta sem lifir þrjá til fjóra mánuði á ári nær að binda ríflega 100 kíló af kolefni, eða næstum því kíló á dag. Mér finnst þetta með nokkrum ólíkindum!! Eða er ég að misskilja eitthvað?
Síðan var mér boðið að greiða 8573 kr. inn á bankareikning til að kolefnisjafna. Ég ákvað samt að bíða aðeins með það. Þetta minnir mig nefnilega dáldið á þegar páfinn í gamla daga var að selja aflátsbréf. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhverntíman í framtíðinni komist menn að þvi að þetta sé röng nálgun á vandamálinu. En kannski skipti ég um skoðun þegar ég verð búinn að kynna mér þetta betur.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 21:16
Sumarið kemur og fer...
...stjórnin kemur og fer
...hamingjan kemur og fer
...golfsveiflan kemur og fer
...kaupið kemur og fer
Í gær þegar ég vaknaði í snjókomu og þurfti að skafa af bílnum þann 21 maí áttaði ég mig á því að það er bara einn mánuður þangað til dagurinn fer aftur að styttast hér á norðurhveli. Og það er búið að vera skítkalt í maí. Hver var að tala um hlýnun jarðar. Ég hef ekki orðið var við það. Getur verið um að ræða alþjóðlegt samsæri veðurfræðinga sem segja bráðum: TEKINN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 21:00
Tveir steinar
tveir steinar
þrungnir af aldri
gefa frá sér þögn
yfir mosavaxna heiðina
bara tveir saman
hlunkarnir
í sínum sætum
gráir og þegjandi
öld eftir öld
uns dag nokkurn
við sólsetur
annar lítur á hinn
og segir:
- á morgun leggjum við af stað
(úr óútkominni ljóðabók bloggritara)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 20:30
Barnsminni
hvers vegna hlæja börnin
þegar þú horfir í augu þeirra?
hvers vegna hlaupa folöldin
á kyrrum vorkvöldum?
hvers vegna fara lömbin
í eltingaleik á túninu?
af því þau þekkja ekki
framtíðina sem stendur álengdar
sem bíður eftir þeim eins og
hvítklæddur öldungur
með torræðan svip
og kallar þau til sín
þegar þau eru tilbúin
lækurinn sprettur upp úr
lindinni, tær eins og
sannleikurinn, gegnsær
eins og gler
þegar ég var barn
lék ég mér oft í bæjargilinu
og hlustaði á lækinn
hríslast á milli steinanna
stundum á kvöldinn
þegar hljóðbært var
heyrði ég þungan dyn í fjarska
löngu seinna
komst ég að því
að þetta var niðurinn í stóra fljótinu
handan við heiðina
þangað sem vegurinn lá
þetta var niðurinn í stóra fljótinu
sem að lokum
hremmdi litla lækinn úr gilinu
og bar hann til sjávar
þegar ég var barn!
hvað er ég núna?
tíu stafa kennitala,
vegabréf,
færsla í þjóðskrá
tannhjól í úrverki
heimsvædds
hagkerfis
örsmá eining í
hagtölum
Seðlabankans
ég heyri ekki
lengur niðinn í fljótinu
fyrir umferðarndyn
og glamri í steypudælum
nú leik ég mér á
róluvelli lífsbaráttunnar
og hlæ til að komast
í gegn um daginn
Ljóð | Breytt 9.10.2007 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 22:48
Áfram Hrunamenn
http://www.sogusetur.is/Hestar/G0001.htm
![]() |
Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2007 | 15:24
Hátækni og mengun

Á hinn bóginn líta menn á atvinnustarfsemi eins og álframleiðslu, olíuhreinsun, málmvinnslu og annað slíkt sem mengunarvald. Verksmiðjunar spúa út koltvísýringi og þessi ófögnuður á helst hvergi að vera nema í þróunarlöndum eða þar sem enginn sér hann.
Ég hef heyrt menn dásama Nokia fyrirtækið finnska sem dæmi um mengunarlausa atvinnuuppbyggingu. Menn virðast líta þannig á að ef Nokia framleiðir síma og selur Exxon Mobil, sé Nokia ekki að stuðla að mengun. Ef á hinn bóginn Exxon Mobil framleiðir eldsneyti fyrir bílana og flugvélarnar sem Nokia notar, þá er Exxon Mobil að menga umhverfið!! Hátækniiðnaðurinn má ekki vera alveg stikkfrí í mengunarumræðunni. Hátækni þarf ýmis hráefni og orku sem er mengunarvaldandi. Hátækniiðnaður þrífst heldur ekki án viðskiptavina. Þeir eru oft á tíðum önnur fyrirtæki sem stunda iðnað sem venjulega er flokkaður sem mengandi eða fyrirtæki sem græða á slíkum iðnaði beint eða óbeint.
Hátækniiðnaður þarf mikið af menntuðu fólki. Háskólar á Íslandi og víðast eru reknir að verulegu leyti með skattfé. Atvinnulífið gefur af sér skattféð og atvinnulífið nærist alltaf að lokum á orkunotkun. Þannig kostar það brennslu þónokkurra lítra af olíu að mennta hvern háskólanema. Og það kostar talsverðan útblástur koltvísýrings að hafa háskólaprófessor á launum.
Hagkerfi heimsins er ein óslitin malandi hringekja þar sem fyrirtæki lifa á viðskiptum hvort við annað.

Auðvitað eru bæði til fyrirtæki sem stuðla að góðri orkunýtingu og önnur sem gera það ekki. Það getur gilt bæði um hátæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem hefur fengið sérstaka viðurkenningu betri orkunýtingu og umhverfisvernd er Alcan, sjá hér.
Mér finnst þess vegna ekki allskostar rökrétt þegar þeir sem segjast vera umhverfisverndarsinnar leggjast gegn því að íslendingar noti hreina umhverfisvænu orku til að framleiða ál og vilja frekar að við einblínum á uppbyggingu hátækniiðnaðar. Þetta má þó ekki skilja sem svo að ég sé á móti hátækniiðnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2007 | 18:30
Hvaðan koma skattarnir ?

Langmest hlutfallsleg aukning hefur verið í sköttum á lögaðila þ.e. tekjuskatti fyrirtækja, eða um 219%. Einnig hefur orðið veruleg aukning á skatttekjum einstaklinga og virðisaukaskatti. Það er athyglisvert að þar sem skattprósentan hefur verið lækkuð mest, þar hafa skatttekjurnar aukist mest. Það hlýtur að vera mjög jákvætt ef hægt er að lækka skattprósentur með þeim afleiðingum að skatttekjur aukist. Spurningin er hvort við séum komnir niður að vendipunktinum í hinni frægu Laffer-kúrfu sem sýnir tengsl skatttekna og skattprósentu.
Við hljótum að vilja skoða alvarlega hvort við getum ekki gengið lengra í lækkun á skatthlutföllum ef það getur blásið enn meiri krafti í efnahagslífið, ef það hjálpar íslenskum fyrirtækjum enn meira til að stækka og laðar erlend fyrirtæki til landsins. Mér finnst það mikil þröngsýni að vera á móti því að lækka skatthlutföll ef það getur leitt til hærri skatttekna og þannig betri þjónustu um leið og álögur

Sumir hægri menn gagnrýna það að skatttekjur hafi aukist sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ég tek undir að það er þróun sem þarf að snúa við. Það er síðan dáldið fyndið að ríkisstjórn sem talin er mikil hægri stjórn skuli hækka skatttekjur ríkisins og vera gagnrýnd af vinstri mönnum fyrir það!
Fyrir síðust kosningar töldu margir vinstri menn að það ætti ekki að lækka skatthlutföll og jafnvel hækka þau (þetta sama fólk segir reyndar í dag að það myndi ekki hækka skatthlutföll ef þau kæmust til valda núna!!!!). Það væri gaman að eiga tímavél og geta spólað til baka fjögur ár og athugað hvernig þjóðfélagið hefði þróast ef þessari stefnu hefði verið fylgt. Það er amk. ljóst að þá hefði ekki verið hægt að auka jafnmikið framlög til velferðarmála og menntamála. Væri þá betra að eiga heima á Íslandi ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 19:09
Í hvað fara skattarnir ?
Hér fyrir neðan er yfirlit um þróun ríkisútgjalda í tíð núverandi stjórnar (tekið af vef fjármálaráðuneytisins). Eftir að hafa lesið allan kosningaáróðurinn í dagblöðunum sem biðu mín meðan ég var erlendis ákvað ég að leita uppi staðreyndir til að reyna að glöggva mig á stöðu mála.
Í töflunni sést að opinber útgjöld hafa aukist um 31% síðustu 4 ár. Þetta er auðvitað sumpart vegna verðlagshækkana og fólksfjölgunnar. En einnig vegna eflingar atvinnulífsins sem leiðir til hækkunar skatttekna þrátt fyrir að helstu skattprósentur hafi lækkað.
Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að ríkissjóður hafi sterka tekjustofna svo hægt sé að reka gott velferðarkerfi til að hjálpa þeim sem eru aðstoðar þurfi.
En miðað við að útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hafa aukist um 37% þá finnst mér það umhugsunarefni ef rétt er að biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu hafi aldrei verið lengri en núna. Þetta fullyrða sumir frambjóðendur um leið og þeir gagnrýna ríkisstjórnina líka fyrir að hafa aukið skatttekjur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Getur verið hægt að halda því fram að opinber þjónusta hafi versnað þegar horft er á þessa auknu fjármuni sem hefur verið varið í hana?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar