1.5.2007 | 16:59
Barcelona - dagur #4 (heimferð með Heimsferðum)
Dagurinn fór í búðarráp á Römblunni, prútt við indverja sem ég er ekkert sérlega góður í. Rútan fór frá hótelinu klukkan 15:45. Heimferðin var langdregin og við vorum ekki alveg nógu ánægðir með Heimsferðir.
Og nú ætla ég að byrja að nöldra: Rútunni var snúið við til þess að ná í tvo farþega sem voru of seinir frekar en að láta þá taka leigubíl. Fyrir vikið vorum við seinir á flugvöllinn. Þar biðum við í biðröð í klukkutíma eftir inrituninni sem gekk ótrúlega hægt. Þar sem við vorum með þeim síðustu gátum við ekki fengið sæti saman nema í öftustu röðinni, við sögðum að það væri í góðu lagi og fengum sæti ABCD í röð 33. Þessar tafir leiddu til þess að við höfðum ekki tíma til að fá okkur snarl á flugvellinum eins og við ætluðum þar sem komið var go-to-gate þegar við komum inn. Við sögðum sem svo að það væri allt í lagi, við myndum bara kaupa mat í flugvélinni. Þegar við komum í vélina kom í ljós að í henni voru bara 31 sætaröð og sætin okkar þvi ekki til. Þuftum við að bíða þangað til allir hinir voru sestir en þá gátu flugfreyjurnar sem betur fer reddað okkur sætum ásamt hinum sem höfðu fengið sæti í röð 32 og 33. Þegar komið var að þvi að kaupa mat í vélinni var okkur sagt að það væru bara rækjusamlokur í boði þar sem mistök hefðu átt sér stað í afgreiðslu. Strákarnir vildu frekar svelta, en við gátum þó keypt muffins og pringles fyrir þá, auk þess sem ég var með smá harðfisk í bakpokanum sem ég hafði keypt á leiðinni út. Ég held að allur maturinn hafi klárast áður en búið var að bjóða síðustu farþegunum í vélinni mat.
En hvað um það. Það geta alltaf átt sér stað mistök og flugfreyjurnar reyndu að gera eins vel og hægt var. Þetta hefði svo sem getað verið verra eins og maðurinn sagði og ferðin var mjög skemmtileg og okkur gekk vel heim. Við Unnar vorum komnir í Melbæinn um klukkan 10 sem er mjög þægilegur komutími.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 22:40
Barcelona - dagur #3


Fljótlega hlupu leikmenn Levante út á völlinn og byrjuðu að hita upp. Stuttu síðar komu leikmenn Barcelona sömuleiðis út við mikinn fögnuð áhorfenda. Við sáum strax að Eiður Smári yrði ekki í byrjunarliðinu þar sem hann hitaði upp sér með varamönnunum. Stuttu fyrir leikinn var komið með hóp barna í halarófu inn á völlinn þar sem þau stilltu sér upp fyrir myndatöku og upp úr klukkan sex stilltu leikmennirnir sér sjálfir upp með

Miklil mannmergð var í nánd við leikvöllinn eftir leikinn og engin leið að ná í leigubíl. Það varð úr að við settumst inn á veitingastað stutt frá og fengum okkur að borða. Það var merkileg tilviljun að við fengum einmitt sæti við hliðina á þrem íslenskum mönnum sem höfðu líka verið á leiknum, okkur var sagt að á þessum leik hefðu verið um 200 Íslendingar. Eftir matinn fengum við fljótlega bíl og vorum komnir á hótelið um klukkan hálf tólf. Heimferðin er svo seinni partinn á morgun.
Bætti myndum dagsins í albúmið.
Bloggar | Breytt 30.4.2007 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 20:33
Barcelona - dagur #2


Búinn að setja fleiri myndir inn á sama albúmið og í gær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 18:22
Barcelona - dagur #1
Lentum í Barcelona um kl 23 í gær og vorum komnir á hótelið um miðnætti. Ferðalagið gekk ágætlega en Unnar og Donni voru samt orðið nokkuð óþreyjufullir undir það síðasta. Fengum okkur snarl á Tapaz bar hérna hjá Hótelinu þegar við komum í gærkvöldi. Strákunum fannst það reyndar ekki góður matur. Hótelið heitir Gran Ducat og er alveg þokkalegt og frábærlega staðsett. Alveg við Katalóníutorgið. Reyndar er mjög hljóðbært á milli herbergja og svo eru greinilega neðanjarðarlestarlestargöng undir húsinu þar sem það hristist reglulega þegar lestin fer í gegn. Hér er þó ágæt þráðlaus internettenging sem er get notað til að skrá inn þetta blogg.
Við vöknuðum í morgun um kl. 9 að staðartíma og fengum okkur morgunmat. Síðan fórum við með neðanjarðarlestini í dýragarðinn og það tók góðan tíma að skoða hann. Við tókum leið L4 (gulu línuna) eins og þegar við Dísa vorum hér í fyrra. Það er alltaf gaman að sjá fjölbreyttar dýrategundir þó svo að maður vorkenni þeim alltaf smávegis að vera lokuð inni í búrum. Við sáum m.a. fjölda apategunda, fugla, fíla, flóðhesta, nashyrninga, gíraffa, ljón, tígrisdýr, blettatígur og antílópur. Löbbuðum niður alla Römbluna í dag og niður í Olympíuþorpið. Vorum að spá í að fara í vatnasafnið en það var svo löng biðröð að við hættum við. Kannski förum við þangað á mánudaginn. Í dag er búið að vera ágætt veður, um 20 stiga hiti en dálítil gjóla og ekkert mjög hlýtt á bersvæði.
Á Römblunni var mikið af sérkennilegum fyrirbærum á vegi okkar. Köttur í tunnu, maðurinn með ljáinn, dvergar, hafmey, púkar og fleiri skrípi. Auk þess fimleikaflokkar, breikarar, tónlistamenn, blómasalar og páfagaukabraskarar. Þá voru á römblunni margir bráðhagir listamenn sem teiknuðu andlitsmyndir af fólki gegn vægu gjaldi. Einn þeirra spreytti sig á Unnari. Síðast en ekki síst hitti Unnar sjálfan Ronaldinho sem sýndi honum nokkra snilldartakta með fótboltanum.
Við fengum okkur ágætan mat niður við höfn og horfðum yfir snekkuhöfnina þar sem sjá mátti mörg glæsileg skip sigla að og frá landi undir verndarhendi Christophers Columbusar, en glæsileg stytta hans gnæfir yfir höfnina hérna.
Hægt að skoða fleiri myndir hér.
Bloggar | Breytt 30.4.2007 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 22:09
Skólagjöld í háskólum
Nú hef ég í sjálfu sér ekki fullmótaða skoðun á þessu en fer bara að hugsa.
Einar hættir námi eftir grunnskóla, tekur meirapróf og vinnuvélaréttindi. Hann þarf að borga fyrir það talsverðar fjárhæðir. Síðan fer hann að vinna af kappi 17 ára gamall og borga skatta til samfélagsins. Tvítugur kaupir hann sér traktorsgröfu og vörubíl og þarf að taka lán með fullum vöxtum á almennum markaði.
Jón er jafnaldri Einars. Hann fer í menntaskóla í fjögur ár. Háskóla Íslands í viðskiptafræði önnur fjögur ár, síðan í MBA nám erlendis í tvö ár. Þessi 10 ár er hann að þiggja ókeypis menntun, niðurgreidd lán, niðurgreidd leikskólapláss og fleiri hlunnindi frá samfélaginu.
Með námi sínu er Jón aðeins að afla sér hæfni til að selja á vinnumarkaðnum. Þegar hann kemur heim fær hann vel launað starf í banka.
Það er hægt að halda því fram að Einar hafi fjármagnað námið hjá Jóni með sköttunum sínum - á meðan hann sjálfur fékk engan stuðning frá samfélaginu í því sem hann gerði til að koma sér upp lífsviðurværi.
Er þetta réttlátt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.4.2007 | 09:37
Konur og símar
Sá blogg um kynjakvóta sem leiddi af sér umræður um ýmsar uppfinningar sem hafa létt konum lífið (auðvitað körlum líka). Þá rifjaðist upp fyrir mér sagan um það þegar síminn var fundinn upp.
Það var Alexander Graham Bell sem fann upp símann. Til að byrja með gat hann ekkert notað uppfinninguna því hann var eini maðurinn í heiminum sem var með síma! Svo hann fann upp annan síma og lét konuna sína hafa. Þetta var mjög þægilegt og nú gátu þau alltaf hringt í hvort annað og látið vita af sér. Þá bað konan hann um þriðja símann svo hún gæti talað við mömmu sína sem var orðin fullorðin. Alexander gerði það og lét tengdamóður sína hafa splunkunýjan síma. En viti menn, næst þegar Alexander ætlaði að hringja í konuna sína - þá var á tali!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 22:46
Líkið í forstofunni
Það var kaldur rigningarhraglandi sem tók á móti okkur þegar við komum í sumarbústaðinn í kvöld. Forstofuhurðin hefur verið dáldið stíf upp á síðakastið og við vorum smá stund að opna hana. Loksins þegar við náðum að rykkja henni upp blasti við okkur ófögur sjón, á gólfinu var illa útleikið lík sem hafði verið nagað í sundur til hálfs. Okkur til undrunar var engin fnykur af líkinu sem bendir til þess að það hafi ekki verið mjög langt síðan þessi óhamingjusami einstaklingur lést fyrir hendi miskunarlauss morðingja. En af útliti líksins að dæma var dánarorsökin strax augljós.Ransókn málsins hófst strax, eða réttara sagt um leið og líkið hafði verið tekið upp með fægiskóflu og hent á bak við húsið. Fljótlega leystist morðgátan. Í ljós kom að um síðustu helgi hefur snillingurinn Björn Þorsteinsson gleymt að loka glugganum á herberginu sem hann svaf í. Þannig er að hérna á bænum er köttur að nafni Luka, nafnið er þýskt því að þýsk vinnukona sem hér var skýrði köttinn sama nafni og kött sem hún átti í sínu heimalandi. Fyrir innan gluggann voru greinileg fótspor eftir Luka og augljóst að hann hefur veitt músina úti og síðan stokkið með hana inn um gluggann til að þurfa ekki að snæða þennan góða málsverð undir beru lofti.
Luka er öflugur músa-raðmorðingi. Áður en hann kom hingað voru mýs plága. Núna sjást þær örsjaldan og þá yfirleitt dauðar. Þegar bloggritari skrifar þetta er Luka fyrir utan húsið að gæða sér á Whiskas. Ég held að honum finnist það þrátt fyrir allt betri fæða en mýs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 16:34
Are you better off now?
Nú eru íslenskir kjósendur spurðir þessarar sömu spurningar undir öðrum kringumstæðum og meirihlutinn segir JÁ. Ætli þessi einfalda pólitíska “million dollar question” leiði til þess að íslenska ríkisstjórnin haldi velli 2007 ?
![]() |
Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 10:05
Þjóðaratkvæðagreiðslu takk
![]() |
Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 22:53
Bandaríkjamenn eru SVO ROSALEGA heimskir
Staðreyndin er hins vegar sú að undanfarna öld hefur Bandaríkjamönnum vegnað mun betur en Evrópubúum. Þar eru allir bestu háskólar í heimi. Langfelstar kennslubækur sem kenndar eru í háskólum heimsins eru skrifaðar af Bandaríkamönnum. Flestir nóbelsverðlaunahafar eru Bandarískir o.s.frv. Þetta ber ekki vott um áberandi heimsku.
Auðvitað er margt misgáfulegt í þessu landi - en er það ekki víðar? Mörgum finnst þeir vera full yfirgangssamir í heimsmálunum og vissulega er það rétt á stundum. En þó margar aðgerðir þeirra í utanríkismálum séu umdeilanlegar hafa þeir líka oft hrakið frá völdum einræðisstjórnir. Og ekki má gleyma því að Evrópubúar eiga bandaríkjamönnum mikið að þakka frá síðari heimsstyrjöldinni.
Þjóðartekjur á mann eru mun hærri í bandaríkjunum en í evrópu. Í bandaríkjunum fá menn frekar að njóta verðleika sinna. Ég heyrði einhversstaðar (man ekki hvar) að af 100 ríkustu mönnum í USA sé meirihlutinn úr millistétt, þ.e. menn eins og Bill Gates og Warran Buffet sem hafa haft tækifæri til að vinna sig upp í öflugu og hreyfanlegu hagkerfi. Í Evrópu eru yfirleitt hærri skattar á einstaklinga sem leiðir til þess að auður safnast frekar upp hjá ríkum fjölskyldum. Erfingjar ættarauðæfa og kóngafólk ýmiskonar er mjög áberandi á lista 100 ríkustu evrópubúa.
Er ekki rétt að menn hugsi sig aðeins um áður en þeir stimpla alla bandaríkjamenn vitleysinga?
Minni á ágæta grein Atla Harðarsonar um svipað efni.
18.4.2007 | 21:43
UT konur og tölvunördar
Það hefur lengi verið nokkur ráðgáta hvers vegna svona fáar konur starfa í þessu fagi. Það sem er jafnvel enn undarlegra er að svo virðist sem þeim sé frekar að fækka en hitt undanfarin ár.

Ég hef tekið þátt í að stjórna hugbúnaðarfyrirtæki undanfarin ár og hef orðið var við lítinn og jafnvel minnkandi áhuga kvenna á upplýsingatækni. Þetta er mjög slæmt, ekki síst vegna þess að það er mikið pláss fyrir fleira fólk í þessari atvinnugrein. Störf í upplýsingatækni eiga að höfða til kvenna, þau krefjast lítils vöðvaafls, þau eru skapandi, þar eru betri laun en almennt gerist, þar eru mikil mannleg samskipti, sveigjanlegur vinnutími og þar starfar mikill fjöldi af fallegum og skemmtilegum karlmönnum :)
Ég held að meginskýringarnar séu ímyndarmál greinarinnar og það hversu margir aðrir spennandi kostir bjóðast konum sem eru að velja sér háskólanám. Háskólarnir hafa ekki verið nægilega duglegir við að þróa tölvunarfræðinámið og setja á það flott “business look” eins og t.d. hefur verið gert í sambandi við viðskiptafræði og lögfræði. Hvers vegna bjóða háskólarnir t.d. ekki upp á “Viðskiptatölvunarfræðibraut” eins og "Viðskiptalögfræði"? Þetta kemur reyndar lika niður á sókn karla í námið sem hefur ekki verið nægileg undanfarin ár eins og ég fjallaði um í öðru bloggi fyrir nokkru síðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2007 | 00:32
Hugsum áður en við hendum
Þá væri tækifæri fyrir nýja viðreisnarstjórn.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 12:21
Umfjöllun á heimasíðu Alcan
Michel Jacques forstjóri Alcan Primary Metal Group þakkar stuðningsmönnum álversins í Hafnarfirði:
"A large proportion of the citizens of Hafnarfjordur support our project and I would like to thank them, as well as all of our ISAL employees, for their invaluable contribution in advancing the development of this project that we believe is beneficial to all stakeholders,"
Jean-Philippe Puig, President of Alcan Primary Metal Europe and Cameroon segir:
"Alcan has recently secured a block of energy and the authorization from the Icelandic Government for the project,"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 12:02
US Masters mótið í golfi

Það er gaman að horfa á golfmót í sjónvarpi og SÝN á mikinn heiður fyrir þann metnað sem þeir hafa sýnt með útsendingum frá stórmótum í golfi. Golf er ein vinsælasta almenningsíþrótt á landinu í dag og því ættu kylfingar að hlakka til þess að horfa á útsendingar frá US Masters á fimmtudags, föstudags, laugardags og sunnudagskvöld.
Á mótinu er keppt um hinn fræga græna jakka og hefur sá siður tíðkast að sá sem vann síðast færir nýjan sigurvegara í nýjan jakka. Ég er ekki klár á því hvernig þessu er háttað þegar sá sami vinnur tvisvar í röð, en þeim sem hefur tekist það eru Tiger Woods 2001 og 2002, Nick Faldo 1989 og 1990 og Jack Nicklaus 1965 og 1966.

Stórgóð yfirlitsgrein um US Masters er á Wikipedia, m.a. listi yfir alla sigurvegara frá upphafi og fleiri tölfræði.
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Masters_Tournament
Aðrar áhugaverðar vefslóðir um mótið:
http://www.augusta.com/
http://www.masters.org/en_US/index.html
http://www.golfdigest.com/majors/masters/http://www.pgatour.com/
http://www.us-masters-golf.com/
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 13:20
FORTUNE'S 10 Green Giants
These companies have gone beyond what the law requires to operate in an environmentally responsible way.
http://money.cnn.com/galleries/2007/fortune/0703/gallery.green_giants.fortune/5.html
When Alcan took over French rival Pechiney in late 2003, the Montreal-based aluminum maker also landed world-class smelting technology. Because of Pechiney's proprietary methods (and an aggressive push by Alcan to track emissions), the company has been able to reduce its greenhouse-gas output by 25 percent since 1990, while production increased 40 percent. Alcan's latest goal is to install a high-capacity process that increases energy efficiency by as much as 20 percent and lowers emissions. A pilot plant in Quebec is already testing the technology. "It's inherent to the engineering culture to respond to problems like these," says Alcan's Corey Copland. "It's what makes engineers tick." --Jia Lynn Yang
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2007 | 19:13
Ál - limra
Það er mergurinn sjálfur í málinu
að mikið er sopið af kálinu
sem kemur í ausu
að kostnaðarlausu
- Kveður svo Rannveig í álinu -
Þessi limra rifjaðist upp fyrir mér í allri álumræðunni. Var minnir mig upphaflega ort um þann fræga mann "Ragnar í álinu" en getur eins passað við Rannveigu núverandi áldrottningu. Held að þetta sé eftir Hrólf Sveinsson sem er alkunnur fyrir smellnar limrur.
Annars er ég frekar jákvæður í garð ISAL og Alcan þó stækkun verksmiðjunnar skipti mig litlu. Ég var að vinna þar sem hugbúnaðarverktaki í nokkur ár. Tek undir með þeim sem segja að álframleiðsla sé hátækniiðnaður. Og kosturinn við þennan hátækniiðnað er að hann býr líka til störf fyrir fólk sem ekki er langskólagengið. Mér finnst stundum eins og háskólamenntað fólk gleymi því að það búa fleiri á landinu sem eiga líka rétt á að það séu sköpuð fyrir þá góð störf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 22:49
Samtök óvirkra bindindismanna
Ég bindindismaður ekki er
einstöku sinnum bragða vín.
Varast þó ölva vítis hver
og villubölvandi fyllisvín.
Hafa má yfir víni vald,
í vín má ekki greiða gjald
meira á ári en meðal lamb,
menn skulu varast ölva ramb.
Tæpast á barmi böls og hels
með bölva jarmi villuéls.
Að drekka sig full er dauðasynd,
Drottinn vor allra fyrirmynd
breytti í Kana, vatni í vín.
Vínið mót bana lækning mín
7 dropar sér á sólarhring
sæmilegt gömlum vesaling.
(Bjarni Guðmundsson Hörgsholti, kl 5,21 27/11 '67)
![]() |
Dagdraumar koma ekki að drykkjukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 00:16
Internetið kemur frá Guði
Áðan fórum við í pottinn og sáum frábæra ljósasýningu, norðurljósin dönsuðu á himninum með óvenju miklum látum. Það kom smá snjóél en síðan stytti upp og varð heiðskýrt á köflum þannig að við sáum stjörnur og nýlegt vaxandi tungl.
Þrír keppendur komust áfram í X-Factor. Merklilegt að þar eru tveir skyldir mér, og ég laglaus með öllu! Þeir eru reyndar ekki náskyldir mér, afi Þórdísar mömmu Guðbjargar var Ari Guðmundsson í Borgarnesi, bróðir afa míns Þorsteins Guðmundssonar bónda á Skálpastöðum. Jógvan er svo færeyingur eins og ég er að hálfu þannig að við hljótum að vera dáldið skyldir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 21:11
Brandari fyrir íslenska femínista
Fékk þessa sögu í tölvupósti.
Þrír nýgiftir menn voru á bar að tala um konurnar sínar.
Sá fyrsti hafði gifst konu frá Thailandi. Daginn eftir brúðkaupið sagði hann við konuna að hún ætti að þrífa húsið, elda, vaska upp og þvo þvottinn.
Næsta dag sá maðurinn að húsið var þrifð, þvotturinn þveginn, góður matur á eldhúsborðinu og þegar þau voru búin að borða vaskaði konan upp og gekk frá í eldhúsinu. Maðurinn var mjög ánægður en sagði við konuna að hann vildi gjarnan fá morgunmatinn í rúmið og að hún kæmi með bjór fyrir sig þegar hann væri að horfa á boltann.
Daginn eftir sá maðurinn að allt var tandurhreint, hann fékk æðislegan mat og þessi smáatriði sem hann hafði talað um við konuna sína daginn áður voru komin í lag.
Þriðja daginn sá maðurinn að húsið var jafnvel enn hreinna en áður, maturinn betri, þvotturinn hreinni og konan gerði allt sem maðurinn óskaði sér.
Annar maðurinn hafði gifst konu frá Spáni. Daginn eftir brúðkaupið sagði hann við konuna að hún ætti að þrífa húsið, elda, vaska upp og þvo þvottinn.
Næsta dag sá maðurinn skítug gólf, óhreinan þvott og honum fannst maggi súpan sem hann fékk í kvöldmat ekkert sérstök. Hann sagði við konuna að hún yrði að gera betur en þetta.
Daginn eftir sá maðurinn að húsið var hreinna, konan hafði reynt að þvo þvott með litlum árangri, kvöldmaturinn var þokkalegur en það hafði alveg gleymst að vaska upp. Maðurinn sagði að þetta gengi ekki. Hún yrði að vera almennileg húsmóðir, annars henti hann henni út.
Þriðja daginn sá maðurinn að húsið var hreint, þvotturinn þveginn, konan gaf honum frábæran kvöldmat og vaskaði að sjálfsögðu upp á eftir.
Þriðji maðurinn hafði gifst íslenskri konu. Daginn eftir brúðkaupið sagði hann við konuna að hún ætti að þrífa húsið, elda, vaska upp og þvo þvottinn.
Næsta dag sá maðurinn ekki neitt.
Daginn þar á eftir sá maðurinn heldur ekki neitt.
Þriðja daginn hafði bólgan í kring um vinstra augað minnkað aðeins þannig að maðurinn sá örlitla rifu. Glóðaraugað var ennþá á sínum stað en hann gat með erfiðismunum fengið sér smá mat á diskinn og skolað af honum í vaskinum á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2007 | 12:55
Auðlindir þjóðareign?

Ég hef komist að því að menn hafa ekki hugsað til enda hvað menn eiga við með hugtakinu "Auðlind". Algengast er að menn eigi við fiskimiðin í hafinu umhverfis landið. En auðlindir eru miklu meira, t.d. laxveiðiár, malarnámur, stuðlabergsnámur, heitt og kalt vatn, virkjanleg vatnsföll, skógar, haglendi og jafnvel gróðurmoldin og landið sjálft.
Ég er á móti því að sett sé í stjórnarskrá að auðlindir eigi að vera þjóðareign.
Í fyrsta lagi virðast menn ekki hafa hugsað til enda hvernig þessi hugsanlegi eignarréttur þjóðarinnar (eða ríkisins) eigi að virka gagnvart þeim auðlindum sem í dag eru í einkaeign og enginn ágreiningur hefur verið um. Menn eiga ekki að setja inn í stjórnarskrá texta sem er hægt að túlka á ýmsa vegu eftir því sem hentar stjórnvöldum á hverjum tíma.

Í öðru lagi finnst mér eðlilegra og betra að auðlindir séu í einkaeign en ríkiseign. Einkaeignarréttur hefur almennt reynst mikið betur en þjóðnýting eins og menn vita. Ríkið getur með öðrum hætti sett reglur um skynsamlega nýtingu og góða umgengni við auðlindir ef ástæða er til. Það er reyndar gert í dag.
Mér sýnist að þessi krafa um að auðlindir séu þjóðareign komi fram eingöngu vegna þess ósættis sem hefur verið með kvótakerfið í sjávarútveginum, hvernig kvóta var úthlutað í upphafi og hvernig farið hefur verið með hann síðan. Mér finnst óskynsamlegt að gera óljósar og margtúlkanlegar breytingar á stjórnarskrá út af þessu atriði. Það er hægt að taka á því sérstaklega ef menn vita á annað borð hvað þeir vilja í því efni.

Mér finnst afstaða framsóknarflokksins í þessu máli ótrúlega byltingarkennd og ógnvekjandi ef marka má það sem kemur fram á bloggsíðu þeirra www.framsokn.blog.is :
- "við viljum þjóðareign á auðlindum Íslands, þannig að öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra aðila sé hafnað og hnekkt í eitt skipti fyrir öll;
- við viljum að nýtingarheimildir hafi áfram óbreytta stöðu, þannig að þær verði ekki háðar beinum eignarrétti heldur verði áfram afturkræfur afnotaréttur;
- við viljum eyða réttaróvissu um þessi málefni."
Í mínum huga er þetta bara hrein þjóðnýtingarstefna.
Ég trúi varla að þetta sé í reynd afstaða þeirra.
Og hvað er svo "nýtingarheimild"? og hvað er "afturkræfur afnotaréttur"?

Hvað verður um núverandi eignarrétt einstklinga á auðlindum? Breytist hann í "afturkræfan afnotarétt"?
Segjum að þessar breytingar yrðu að veruleika sem ég vona að verði ekki. Hver verður þá t.d. réttarstaða einstaklinga (t.d. bænda) sem í dag eiga góða laxveiðiá? Það er augljóst að áin er auðlind og það segir sig sjálft að hún veður þá orðin þjóðareign og öllu eignartilkalli annarra aðila hafnað. Þurfa þá fyrri eigendur að sækja um leyfi til að nýta ána hjá Auðlindastofnun Ríkisins? Fá þeir einhverjar bætur fyrir eignarréttinn sem þeir missa? Getur ríkið ráðstafað nýtingarréttinum til einhverra annarra en eiga ána í dag? Hirðir ríkið (eigandinn) arðinn af auðlindinni? Getur ríkið (eigandinn) ákveðið að virkja ána án þess að þeir sem hafa afnotaréttinn fái neinar bætur?
Þessi hugmynd að gera allar auðlindir landsins að þjóðreign kann að hljóma sakleysislega í eyrum margra en ég held að það sé stórlega varhugavert að setja hana í stjórnarskrá. Eignarréttur er ágætlega skilgreindur þar nú þegar. Breytingar á stjórnarskrá í þessa veru geta auðveldlega leitt til alvarlegra vandamála og valdníðslu ríkisins í framtíðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 60132
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar