50 - 70 % raunskattur á fjármagnstekjur

image002.gifMér sýnist nokkuð ljóst að þessar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eru hættar að skila ríkissjóði auknum skatttekjum.  Þvert á móti þá dregur þetta úr afköstum hagkerfisins, minnkar þjóðarframleiðslu og rýrir lífskjör.

Skattar á fjármagnstekjur leggjast eins og kunnugt er bæði á verðbætur og vexti. Ekki er tekið tillit til þess að krónan rýnar í verðbólgu.

Gamall maður á eina milljón á verðtryggðum reikningi.  Verðbólgan er 10% og vextir 4%. Hann fær þá 100.000 kr. í verðbætur og 40.000 kr. í vexti.  Samtals 140.000 kr.  Eiginlegar fjármagnstekjur eru þó aðeins 40.000 kr.  Verðbæturnar eru bara leiðrétting höfuðstólnum m.t.t rýnun krónunnar í verðbólgunni.

Fjármagnstekjuskattur er reiknaður 20% af 140.000 kr.  Það gera 28.000 kr.

Skattlagningin á raunverulegu fjármagnstekjurnar er því 28.000 / 40.000 * 100 = 70%

Segjum að verbólgan sé bara 7%.  Þá yrði raunskattur á fjármagnstekjur 55%

Reyndar hefur verðbólga verið minni undanfarið en ekki er hægt að ganga út frá því að svo verði um langan tíma.  Meðalverðbólga á Íslandi síðustu áratugi hefur verið 5 - 10%.  Verði gjaldeyrishöftum aflétt þá má gera ráð fyrir að krónan veikist og verðbólga aukist.

Hvað gerir gamli maðurinn þegar hann kemst að því að hann getur ekki geymt peninga sína í íslenskum bönkum vegna ofurskattlagningar?  Jú hann hlýtur að reyna að skipta þeim í erlenda mynt og færa í erlenda banka um leið og það verður hægt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt.

Kannski það sem ríkisstjórnin vill !!



mbl.is Tillögur um hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 59641

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband