Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2011 | 09:30
Þrúgur reiðinnar
Þá er það komið í ljós sem maður var farinn að gera sér grein fyrir að yrði. Reiði almennings fékk útrás í NEI krossinun.
Ég sagði á endanum JÁ vegna þess að mér fannst eðlilegt að þingið réði þessu máli fyrst meirihlutinn þar var svona sterkur. Einnig ákvað ég að fylgja ráðum fulltrúanna í samninganefndinni. Þeir höfðu sett sig manna mest inn í málið.
Að sumu leyti er ég samt sáttur við nei svarið. Við brjótumst þá bara þá leið.
Með því að fella samninginn höfum við líklega misst af tækifæri til að leysa þetta mál á viðráðanlegan og fljótlegan hátt.
Það veit þó enginn fyrir víst.
Almenningur spurði kannski:
Hvernig veit ég að það sé ekki bull að við fáum yfir 90% upp í kröfur Landsbankans og þetta kosti bara 32 milljarða?
Eins og bullið um að íslensku bankarnir væri fjármagnaðir til þriggja ára rétt fyrir bankahrunið.
Eins og bullið um að gengislánin væru örugg.
Eins og allt bullið hjá Ríkisstjórninni um Icesve II, 5000 nýju störfin, hagvöxtinn og skjaldborgina.
Fólk er kannski orðið þreytt á að hlusta á þvælu í stjórnmálamönnum, viðskiptaspekúlöntum og háskólasérfræðingum.
Þessum dýrmætu sonum og dætrum landsins sem hafa fengið 20 ára ókeypis menntun hjá þjóðinni.
Fólk leitar aftur í grunngildin þar sem hlutirnir eru einfaldir, skýrir og skiljanlegir.
Þar sem þú þarft ekki að borga annarra manna skuldir.
Lái því hver sem vill.
Afgerandi nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2011 | 14:05
Hugsum áður en við hendum
Útgerðarmenn sem ég þekki eru flestir duglegir og heiðarlegir menn. Hafa metnað fyrir sínum byggðarlögum og hugsa vel um sitt fólk. En það eru sjálfsagt alltaf til undantekningar.
Þó það kunni að vera gallar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er samt staðreynd að útgerðin hefur líklega aldrei skilað jafn miklum hagnaði í þjóðarbúið. 40 milljarðar á síðasta ári minnir mig. Aflaverðmæti stærstu skipanna er 2-3 milljaðar.
Við getum breytt kerfinu í þá átt að tengja veiðirétt meira við byggðir. Láta stjórnmálamenn og stofnanir fá meiri völd í úthlutun veiðiréttar. En við vitum að það mun leiða til óhagræðingar og minni tekna. Fyrir utan togstreituna og óréttlætið sem kæmi þá fram með öðrum hætti.
Við getum inkallað kvóta og boðið hann upp. En það kæmi fram í bókhaldi útgerðarfyrirtækja sem afskrift eigna og þar af leiðandi minni hagnaður og lægri skatttgreiðslur. Áfram myndu þeir ríkustu geta boðið mest í kvótann á uppboðum. Þá yrði aftur farið að handstýra veiðirétti af stjórnmálamönnum sem við vitum hvernig mun enda.
Flestir muna gamla tíma fyrir daga kvótakerfisins. Þá voru útgerðir víða reknar með tapi. Stöðugt var verið að aðstoða einhver byggðarlög og skatttekjur úr greininni voru litlar.
Útgerðarfyrirtækin okkar í dag eru mörg hver stöndug og starfsemi þeirra orðin alþjóðleg. Pössum okkur að eyðileggja það ekki þó það megi örugglega slípa agnúa af kerfinu.
Beinar skatttekjur ríkisins af útgerð eru líklega tugir milljarðar í dag. Það er hætt við að þær minnkuðu verulega ef opinber miðstýring yrði aukin.
Auk þess má benda á að flest útgerðarfyrirtækin eru með lán hjá Landsbankanum. Ef þau hætta að geta greitt af þeim mun það hafa áhrif á hvort Landsbankinn getur greitt þann þriðjung af IceSave skuldinni sem gert er ráð fyrir.
Nálgun í útvegsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2011 | 20:33
Ráðherrar ráði þá sem þeir vilja
Eru þessi ráðningarferli í opinberar stöður ekki orðin allt of tímafrek og dýr?
Það þarf her sérfræðinga í margra vikna vinnu í hvert skipti sem það er ráðin manneskja í þokkalega opinbera stöðu.
Mat á umsækjendum fyrir hverja ráðningu hlýtur að kosta margar milljónir í hvert skipti.
Fyrir utan peningana sem fara í að búa stöðugt til ný lög, fleiri reglur og starfslýsingar um hvernig eigi að standa að opinberum ráðningum
Svo maður tali ekki um kostnaðinn við að reka nefndir fyrir öll kærumálin þegar einhver telur á sér brotið. Þrátt fyrir allar þessar fínu reglur sem hafa verið búnar til.
Hvers vegna má ráðherra ekki ráða þá sem hann vill ? Hann er lýðræðislega kosinn til að framfylgja ákveðinni stjórnmálastefnu. Það hlýtur að mega treysta dómgreind hans til að ráða fólk í vinnu miðað við allt annað sem ráðherrum er treyst fyrir.
Fyrir utan það að ef ráðherra verður uppvís af því að ráða ómögulegan starfskraft ófaglega hlýtur það að rýra álit hans og skaða pólitískan feril.
Það er líka lykilatriði að sá sem ræður einhvern til að vinna með sér í mikilvægum verkefnum fái að ráða einstakling sem hann getur hugsað sér að vinna með og treystir.
Það orkar oft tvímælis að ráða hæfasta manninn samkvæmt einhverjum útreikningi í excel. Einn getur verið með margar háskólagráður og langa starfsreynslu. Hefur kannski skrifað fjölda bóka og margar greinar í tímarit. Sá hinn sami getur líka verið hundleiðinlegur, sérhlífinn og þröngsýnn kverúlant.
Svo getur annar umsækjandi verið með færri prófgráður og færri stig í excel. En það getur einmitt verið sá rétti í starfið. Dugleg og greind manneskja sem nær vel til fólks.
Kom mjög á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.3.2011 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 18:23
Franskir hersigrar fyrr og nú
Það eru greinilega breyttir tímar. Frakkar orðnir fremstir í flokki hervelda.
Frökkum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að vera lélegir hermenn og að hafa staðið sig illa í seinni heimsstyrjöldinni. Ýmsir hafa gert lítið úr frammistöðu Frakka í andstöðunni við Nasista og margir Bretar sökuðu þá um hugleysi.
Áður fyrr kom þessi niðurstaða fram þegar leitað var á Google leitarvélinni eftir textanum "French military victories":
Grínararnir hjá Google hafa greinilega tekið þennan brandara út núna. Engu að síður benda niðurstöðurnar í dag ekki til þess að saga Franskra hersigra sé mikil:
Vonandi tekst að koma brjálæðingnum Gaddafi frá völdum án þess að til mikilla átaka komi. Aðgerðir sem þessar eru tvíbentar. Samt er erfitt að láta svona lagað viðgangast afskiptalaust.
Skotið á líbískan skriðdreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2011 | 21:04
Eflum hagnýta menntun
Áherslur í menntun þurfa að vera réttar. Ef við viljum byggja upp framleiðslugreinar og auka hagvöxt þarf að beina fólki í meira mæli í menntun á sviði tækni og sköpunar.
Allt of margir fara í háskólanám sem er sérsniðið fyrir kaffihúsaspekinga og þá sem hafa gaman af því að rífast hver við annan í fjölmiðlum. Helstu atvinnutækifæri þessa fólks eru í stjórnsýslunni og stoðgreinum ýmiskonar. Afleiðingin er sú að í þessum geirum verður þrýstingur á fleiri störf með tilheyrandi vexti í kerfismennsku og skriffinnsku. Sjálf framleiðslan og verðmætasköpunin líður svo fyrir þetta.
Sumar þjóðir, t.d. í Asíu hafa sett upp styrkjakerfi til að stýra einstaklingum í þær námsgreinar sem nýtast atvinulífinu best. Ég hef heyrt að þetta sé líka gert í Svíþjóð. Stundum finnst manni að þessu sé þveröfugt farið hér á landi.
Þetta er eitthvað fyrir yfirvöld menntamála að hugsa um. Öll menntun er góð en sum er hanýtari en önnur. Þessa staðreynd verður að viðurkenna.
Skólar svara ekki kalli iðnaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.3.2011 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2011 | 22:20
Margt gott í Bandaríska stjórnkerfinu
Ráðherrar þurfa reglulega að mæta á fundi þingnefnda og svara fyrir verk sín í beinni útsendingu.
Hér hefur ríkisstjórnin alltaf meirihluta þingsins á bak við sig. Séu ráðherrar spurðir þá svara þeir oft með skætingi og útúrsnúningum.
Íslendingar ættu að taka upp bandaríska fyrirkomulagið. Þ.e. kjósa framkvæmdavaldið og þingið sitt í hvoru lagi.
Sameina forsetaembættið og forsætisráðherraembættið. Láta forsetann svo velja ráðherra utan þings.
Áhyggjur af atvinnuleysinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 16:21
Leitin að lífi í alheiminum heldur áfram
Vísindamenn eru ekki allir sammála um hversu líklegt líf utan Jarðarinnar sé. Stjörnufræðingurinn góðkunni Frank Drake (sem bjó til Cosmos þættina vinsælu ásamt Carli Sagan) setti á sjöunda áratugnum fram hina svokölluðu Drake formúlu til að reikna líkur á vitsmunalífi í alheiminum. Hann taldi að það hlyti að vera algengt í ljósi þess hversu ógnarstór alheimurinn er.
Síðan þá hafa margir velt vöngum yfir því hvers vegna við verðum ekki vör við neitt þrátt fyrir markvissa leit. Fræg er sagan um eðlisfræðinginn Enrico Fermi sem spurði félaga sína í Los Alamos rannsóknarstöðinni einu sinni í morgunkaffinu: "Hvar eru þá allir?".
Í bókinni Rare Earth eftir Peter D. Ward, Donald Brownlee er því haldið fram að þrátt fyrir óravíðáttur alheimsins séu skilyrðin á Jörðinni fyrir vitsmunalífi svo einstök að það séu sáralitlar líkur á að það hafi getað þróast annars staðar í þeirri mynd sem við þekkjum.
Ég fjallaði nokkuð um þetta efni í pistli fyrir nokkru síðan:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/646506/
Einnig er hér mjög áhugaverð grein um þetta á Stjörnufræðivefnum:
http://www.stjornuskodun.is/stjornuliffraedi/thversogn-fermis/
Merkur plánetufundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2010 | 16:02
Áhugaverð tilraun mistókst
Sjálfum fannst mér miklu eðlilegra að Alþingi endurskoðaði stjórnarskrána. Engu að síður er þessi tilraun áhugaverð og ég tók þátt í henni.
Frambjóðendur urðu allt of margir, meira og minna með sömu áherslur. Eitthvað sem menn virtust ekki sjá fyrir.
Kosningareglurnar eru ógegnsæjar og sárafáir skilja hvernig talningin virkar. Betra hefði verið að leyfa fólki að velja fáa og telja bara einfaldan fjölda atkvæða á haus líkt og gert hefur verið í sveitatjórnakosningum lengi.
Það er of flókið að láta fólk búa til einhverjar númeraseríur heima hjá sér og mæta með þær á kjörstað. Líklegt er að aldrað fólk og seinfærir hafi ekki tekið þátt af þessum ástæðum.
Kannski hefur samt vegið þyngst að fólk hefur ekki skilið nauðsyn þess að breyta, hvað þá umbylta stjórnarskránni núna. Önnur verkefni eru brýnni.
Vonandi verða allar niðurstöður kosninganna birtar. Þ.e. hvað hver frambjóðandi fékk mörg atkvæði í hvert sæti.
36,77% kosningaþátttaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2010 | 17:22
Samgöngur við Ameríku fyrir daga Kólumbusar
Að sjálfsögðu er ekki ólíklegt að indíánar frá Ameríku hafi komið hingað með norrænum víkingum þar sem vitað er að þeir ferðuðust þangað á 11. öld. Þeir hafa varla kinokað sér við að ræna indíánastelpum frekar en írskum konum sem þeir námu á brott með sér til Íslands.
Rannsóknir á genum frumbyggja N. Ameríku fyrir nokkrum árum sýndu samt ekki fram á að víkingar hafi blandast indíánum eða inúítum þar. Fróðlegt væri að rannsaka það frekar.
Einnig væri fróðlegt að rannsaka hvort gömul indíánagen fyrir tíma Kólumbusar sé að finna í íbúum Bretlands, Portúgals og á Spánar. Þ.e. ef hægt er að aldursgreina genablöndunina nógu nákvæmlega.
Vitað er að á 15. öld voru Englendingar og Portúgalir farnir að sigla til N. Ameríku í leit sinni að Kína. Frægustu sæfararnir voru John Cabot og Joao Fernandes Lavrador (Jón vinnumaður) sem Labrador skaginn ber nafn sitt af. Sumar heimildir telja að breskir, baskneskir og portúgalskir sjómenn hafi verið farnir að veiða á Nýfundnalandsmiðum fyrir leiðangur Kólumbusar. Alltént má telja öruggt að skip sem stunduðu veiðar á þessum slóðum á 15. og 16. öld hafa komið til Íslands til að ná sér í vistir og vatn. Vesælar indíánakonur hafa þá getað slæðst með og jafnvel verið notaðar sem gjaldmiðill.
Einnig eru til sagnir um að írski munkurinn St. Brendan hafi siglt til Ameríku strax á 5. öld. Hann skrifaði ævintýralega bók um þetta ferðalag og margt í henni hafa menn getað tengt staðháttum á þessari leið, t.d. lýsingar á hvölum, hafís og eldgosum. Á árunum 1976 og 1977 sýndi Tim Severin fram á að það er mögulegt að sigla á skinnbát frá Írlandi til Kanada. Nýlega las ég bókina The Brendan Voyage um þann leiðangur. Mjög skemmtileg og vel skrifuð bók þar sem hann tvinnar saman eigin ferðasögu og sögunum um heilagan Brendan.
Vitneskjan um landið stóra í vestri virðist amk. vera mjög gömul í N. Evrópu. Þessi vitneskja varðveittist í menningunni. Þannig fréttu víkingarnir af ferðalagi St. Brendans þegar þeir dvöldu á Írlandi. Einnig er ljóst að á miðöldum vissu Evrópubúar af ferðalögum víkinga til Vínlands. Þessa vitneskju nýtti t.d. Kólumbus sér áður en hann fór í sína frægu för árið 1492.
Nánar um ferðalög til Ameríku fyrir daga Kólumbusar hér.
Eiga rætur að rekja til indíána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2010 | 17:08
Gott hjá Ingva Hrafni
Kemur ekki á óvart þó áhorf á ÍNN sé allnokkurt.
Ótrúlega oft er maður að rápa á milli stöðva og eina rásin þar sem er eitthvað íslenskt efni er ÍNN. Á öðrum íslenskum stöðvum endalausar bandarískar seríur.
Menn geta haft hvaða skoðanir sem er á Ingva Hrafni en þættirnar á ÍNN eru ótrúlega fjölbreyttir miðað við að þessi stöð þiggur engin áskiftargjöld.
RÚV fær um 3,5 milljarða í áskriftartekjur á hverju ári. Maður spyr sig hvort það sé nauðsynlegt að skattleggja almenning svona þegar það er eins auðvelt og raun ber vitni að reka sjónvarpsstöð og búa til sjónvarpsþætti.
Sama má segja um útvarpið. Á Útvarpi Sögu t.d. eru oft ágætir þættir. Reyndar hefur dagskráin þar farið versnandi undanfarið og er orðin einsleitari. En engu að síður frábært framtak að reka svona stöð.
Á gömlu Gufunni, sem maður hefur þó taugar til, eru endalausar sinfóníur og sérviskulegir tónlistarþættir sem ég trúi ekki að margir hlusti á.
Áhorf á ÍNN eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar