Færsluflokkur: Bloggar
24.12.2007 | 16:40
Hljóða nótt, heilaga nótt
Talið er að Stille Nacht hafi verið þýtt á yfir 130 tungumál. Sveinbjörn Egilsson orti sálminn ástsæla Heims um ból við lagið en ekki er hægt að tala um þýðingu þó aldblær upphaflega textans varðveitist í þessu ljúfa ljóði. Minna þekkt er þýðing Mattíasar Jochumssonar, Hljoða nótt, en þar er reyndar farið nær frumtextanum.
Í spurningaspilinu Trivial Pursuit er White Chrismas sagt vinsælasta jólalag allra tíma. YouTube leit eftir White Christmas gefur um 2500 svör meðan leit eftir Silent Night gefur yfir 7000 svör. Líklega hafa sálmar ekki flokkast sem jólalög hjá höfundum spurninganna.
Flestir frægustu söngvarar heims hafa sungið þetta lag. Dæmi um upptökur: jólakóngurinn sjálfur Bing Crosby, Elvis Presley, tenórarnir þrír (Carreras, Domingo og Pavarotti), Sissel Kirkjebo (Glade jul), Mahalia Jackson, Enya (Gelískur texti), Gloria Estefan, David Hasselhoff !!! (Stille Nacht), Johnny Cash, Barbra Streisand, Olivia Newton John, Britney Spears, Mariah Carrey, Christina Aguilera, St. Tomas Boys Choir, London Gay mens chorus.
Mér finnst mest koma til flutnings Sinead OConnor, en þessi upptaka hennar er alveg guðdómleg.
Sendi öllum sem þetta lesa óskir um gleðileg jól
Þorsteinn Sverrisson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 10:30
Litla kaffistofan of góð fyrir ljótan glæp
Litla kaffistofan er vinarlegur staður á leiðinni austur fyrir fjall. Veggirnir þar eru þaktir með fjölda mynda úr íslenskri knattspyrnusögu.
Við stoppum oft þarna og fáum okkur stundum súpu og brauð. Þeir sem kaupa bensín fá alltaf ókeypis kaffi. Stefán Þormar staðarhaldari og hans fólk veita einstaklega persónulega og góða þjónustu.
Ég vorkenni þessu ógæfufólki sem fremur svona vonlaust handahófskennt rán rétt fyrir jólin. Þetta er afskekktur staður, bara ein leið í hvora átt og augljóslega mjög erfitt að sleppa með fenginn. Sjálfsagt hafa þau verið útúrdópuð og ekki með neitt veruleikaskyn. Gott að ekki fór ver, hvað ef þau hefðu verið með skotvopn??? Vonandi er einhver leið að hjálpa þessu fólki.
Rán á Litlu kaffistofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 23:40
Rífum ónýta húskofa
Þessi hús þurfa oft á tíðum mikið vihald og eru óhagkvæm í rekstri. Þurfa mikla kyndingu og eru því ekki umhverfisvæn. Hver á að borga fyrir verndun þessara húsa? Eru það skattgreiðendur? Viljum við þá ekki frekar lægra útsvar eða hærri laun til þess fólks sem er að sjá um börnin okkar í leikskólum og grunnskólum? Ef hópur fólks vill vernda þessi hús getur það þá ekki bara keypt þau og verndað þau á eigin kostnað?
Ef þessi viðhorf hefðu alltaf ráðið væri miðbær Reykjavíkur fullur af torfkofum.
Miðbærinn er ekki samkeppnishæfur við aðra byggðakjarna ef þar eru bara gamlar og úreltar byggingar, erfitt aðgengi og langt í bílastæði. Ég man að einu sinni var Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi að berjast fyrir verndun einhverra gamalla húsa við Laugaveginn. Á sama tíma var hann með læknastofu í Kringlunni og gott ef hann er það ekki ennþá !!!!
Rætt um niðurrif í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2007 | 13:00
Hvenær er maður einn og hvenær ekki?
Það er alltaf dapurlegt þegar svona gerist. Vonandi er þessi góða kona komin í skemmtilegan félagsskap í öðrum heimi núna.
En það eru margar hliðar á þessu með einveruna og samskipti fólks.
Stundum er maður einmana í fjölmenni þó svo að margir myndu taka eftir því ef maður dytti niður dauður. Svo getur manni liðið stórvel einum. Þetta fer eftir eðli fólks, tíma og rúmi.
Þeir eru líka örugglega til sem finnst þeir vera einmana og langar til að hafa meiri félagsskap. Það er skylda fólks að hafa augun opin fyrir slíku hjá þeim sem eru þeim nákomnir.
Sumir eru einfarar og líður best einum. Þeir sem vilja vera einir lifandi kjósa það kannski líka að deyja einir.
Þó það komi fyrir að fólk deyi eitt er ég ekki sannfærður um að það sé merki um að þjóðfélagið sé að versna eins og margir segja í heilagri vandlætingu. Ég hef ekki kynnt mér það en finnst það liggja í augum uppi að svona atvik hljóta að hafa verið að gerast alla tíð.
Var ekki vitjað í rúma viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 21:06
Það er stórhættulegt að blogga vitleysu
Klukkan tólf sama kvöld þegar ég var að festa svefn hringdi blaðamaður á Morgunblaðinu í mig og vildi óður og uppvægur vita hvaðan ég hefði þessar heimildir. Sjálfur sagðist hann hafa heimildir fyrir því að þessi fegurðardís væri af rússnesku bergi brotin. Ruglaður í höfðinu stamaði ég út úr mér að ég hefði nú bara verið að grínast og baðst afsökunar. Hélt kannski að ég hefði verið að brjóta einvherjar reglur. Blaðamaðurinn varð hálf fúll því hann hefur líklega séð fyrir sér að geta búið til áhugaverða frétt og janfvel tekið viðtöl við íslenskt frændfólk konunnar. Sagði samt kurteislega "nú varstu bara að djóka", síðan kvöddumst við. Ég var lengi að sofna eftir þessa óvænt vakningu og svaf reyndar illa alla nóttina. Lærdómurinn af sögunni: Það er ljótt að plata.
En fyrir þá sem ekki vita þá tilkynnist það hér með að það er ekkert að marka það sem ég segi á blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 20:29
Frence military victories
Ég held að Tsjad menn eigi góðan séns í Frakka. Altént hafa þeir ekki orð á sér fyrir að vera miklir stríðsmenn og þeim hefur verið legið á hálsi fyrir að leggjast niður gegn Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðarri.
Lengi vel var þetta niðurstaðan á Google þegar sleginn var inn leitartextinn "frence military victories". En miðað við þær niðurstöður sem koma núna þá hefur þessi brandari verið tekinn út úr kerfinu.
Stríði lýst yfir gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 21:44
Punktaferð nemanda í 5-10 bekk Árbæjarskóla
Sonur minn er í 6. bekk Árbæjarskóla. Þar er punktakerfi og krakkar fá refsipunkta ef þeir mæta seint, læra ekki heima, eru með læti o.s.frv. Í dag var farið með alla krakka sem voru með minna en 7 punkta í leikhúsferð en þeir sem voru með fleiri punkta þurftu að vera í skólanum á meðan. Sonur minn slapp og komst í ferðina. Sjálfur hefði ég líklega ekki komist með því ég var óþægur í skóla. Ég fór að hugsa um þetta og það vöknuðu nokkrar spurningar.
Krakkar á þessum aldri eru viðkvæmir, getur það ekki bara brotið þá niður að refsa þeim með þessum hætti? Getur ekki verið hætta á því að þau börn sem eru sett svona skör lægra fari ósjálfrátt að líta á sig sem lélegri einstaklinga?
Krakkar búa við misjafnar heimilisaðstæður. Það eru ekki allir foreldrar jafn duglegir að láta þá fara að sofa, vekja þá á morgnana og láta þá læra heima. Á að refsa börnum fyrir hvernig foreldra þeir eiga?
Þetta punktakerfi er oft háð mati. Stundum eru læti í tímum og þá fá einn eða tveir áberandi strákar punkta. Kannski ekki þeir sem eru lúmskir og koma látunum af stað.
Ég er ekki viss um að þetta sé réttlát eða góð uppeldisaðferð.
Kæmi mér ekki að óvart þó að eftir nokkra áratugi væri farið að líta þetta sömu augum og við lítum á það í dag þegar krökkum var refsað með því að berja þau með priki áður fyrr.
Annars er ég að mestu sáttur við skólastarfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 21:28
Kvikmyndagerðarmenn framtíðarinnar
Unnar Geir er búinn að gera nokkrar stuttmyndir með bekkjarfélögum sínum. Þeir eru duglegir þessir strákar, bara 11 ára, að gera svona myndir sjálfir og setja inn á YouTube.
Hér eru nokkur brot:
http://www.youtube.com/watch?v=2GTvWo3IV7c
http://www.youtube.com/watch?v=PdW0h3IfCJw
allt safnið:
http://www.youtube.com/results?search_query=friiiiikki123&search=Search
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 20:54
Ég borða kjöt til að gleyma
sumir blogga til að gleyma,
sumir dansa til að gleyma,
sumir drekka til að gleyma,
sumir lesa til að gleyma,
sumir spila til að gleyma,
...og bara alls ekki borða fisk ef þið þurfið að gleyma
Fiskur eykur minni og gáfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 15:29
Barþjónusta á Grand Hótel og þjónusta víðar
Við fórum ásamt fleira starfsfólki Kögunar og mökum á villibráðarhlaðborð á hinu glæsilega Grand hóteli í gær. Samkoman tókst mjög vel og maturinn var góður. Þjónustan í matnum var líka mjög góð. Eftir að formlegri dagskrá lauk fóru margir fram á barinn til að kaupa sér veigar. Það var margt um manninn þarna og greinilega fleiri hópar með samkomur á hótelinu.
Á barnum voru tveir afgreiðslumenn, virtust vera af indverskum ættum. Þeir töluðu enga íslensku, lélega ensku og virtust auk þess vera mjög óvanir barstörfum. Þeir kunnu ekki á afgreiðslukassann og annar hvor eða báðir hlupu oft í burtu einhverra erinda meðan hópur fólks beið. Það er alveg klárt mál að hótelið hefur orðið af stórfé með því að manna barinn ekki betur. Því miður sýnist mér að þjónustu sé almennt að hraka hérlendis.
Ég hef talsvert þurft að fara í verslanir undanfarið þar sem við erum að taka húsið okkar í gegn. Mér finnst þjónustu almennt hafa hrakað mjög. Það er greinilega mikil starfsmannavelta í verslunum og hending ef maður hittir á mann sem hefur eitthvað vit á vörunni sem hann er að selja. Tölvupóstum er mjög sjaldan svarað og það er afskaplega erfitt að fá ráðgjöf og upplýsingar símleiðis. Ef maður hringir í mann í verslun og hann segist ætla að skoða eitthvað og hringja svo til baka, þá eru svona 10% líkur á því að hann hringi.
Við höfum lent í allsskonar ruglingi með afgreiðslu og nú situm við t.d. uppi með fjórar stórar rennihurðir fyrir fataskápa sem komu með sendingu umfram það sem pantað var!!! Smiðurinn sem ætlar að setja upp skápana kemur í næstu viku og ég ætla að sjá til hvernig hitt gengur upp áður en ég fer að skila þeim.
Hver er skýringin á þess? Örugglega leiðir þenslan til þess að að það er erfiðara að fá stöðugt og gott fólk í þjónustustörf. Svo getur líka verið að samþjöppun á eignarhaldi verslana í ákveðnum geirum geri það að verkum að eigendur komast upp með lélega þjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar