Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2007 | 19:16
Fallegasta konan er vestur Íslendingur
Á myndinni til hægri sem tekin var á íslendingadeginum í Winnepeg á síðasta ári er Jessica ásamt foreldrum sínum.
Ungfrú Kanada fallegust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2007 | 11:19
Ekki ósvipaður Þráni Bertelssyni
Andlit Tutankamons til sýnis í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2007 | 19:42
Já, veginn fyrir sunnan vatnið
- Leiðin frá Reykjavík að Laugarvatni yrði mun styttri en núverandi vegur yfir Hellisheiði og einnig styttri en Gjábakkaleiðin.
- Vegurinn myndi nýtast fleirum en Gjábakkaleiðin, þ.e. þeim sem eru að fara úr Reykjavík í vestanvert Grímsnes og Grafningshrepp
- Álag á veginn yfir Hellisheiði og upp Grímsnes myndi þannig minnka mun meira. En á þeirri leið er í dag mjög mikið umferðarálag á vissum tímum og kemur til með að aukast.
- Vegastæðið raskar ekki þjóðgarðssvæðinu á Þingvöllum og myndi reyndar draga úr umferð um Þjóðgarðinn.
- Ætti ekki að hafa áhrif á heimsminjaskráningu Þingvalla
- Ætti miklu síður að hafa mengunaráhrif á vatnið þó svo að ég haldi að það sé nú kannski gert fullmikið úr því.
- Meira öryggi og minni slysahætta þar sem vegurinn fyrir norðan Þingvallavatn er of blindur og krókóttur fyrir þá umferð sem myndi hljótast af núverandi tillögu.
- Um er að ræða lausn til meiri framtíðar en núverandi leið fyrir norðan vatnið
Hér er mynd af hugsanlegu vegastæði ef einnig yrði farið beint yfir Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Styttingin m.v. veginn um Selfoss er augljós. Einnig að þessi leið er mun styttri en núverandi leið fyrir norðan vatnið.
Landvernd óskar eftir frestun á útboði Gjábakkavegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2007 | 22:04
Kona í karlaklefanum
Okkur fannst þetta dáldið skrítið en létum þó á engu bera þó við reyndum að snúa okkur undan þegar við fórum í sundskýlurnar. Það var æðislegt að slaka á í heitu pottunum í Árbæjarlauginni eins og venjulega. Þegar við komum upp úr var konan þarna ennþá. Mér fannst sumir karlarnir vera half kindarlegir þar sem þeir voru að þurrka sér en svo voru aðrir sem greinilega höfðu gaman af því að sýna sig aðeins.
Á leiðinni út hitti ég starfskonu þarna sem ég kannast við og spurði hvernig stæði á þessu. Hún sagði mér að það væri svo erfitt að manna þessar stöður núna að þau hefðu þurft að grípa til þessa úrræðis. Ég spurði hvort það væri möguleiki fyrir mig að sækja um vinnu sem vörður í kvennaklefanum en hún taldi að það kæmi ekki til greina. Svona er jafnréttið í dag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2007 | 10:06
Dreifum byggðinni meira
Ef við dreifum byggðinni (bæði íbúðahúsnæði, stofnunum, skólum og atvinnuhúsnæði) og gerum gott vegakerfi með slaufum og fáum ljósum þá hljóta samgöngur að verða greiðari þar sem þá eru ekki allir að keyra eftir sömu götum á sama tíma í sömu átt.
Ég sé ekki hvernig það á að geta gengið að búa til kannski 20.000 manna byggð í Vatnsmýrinni. Hvernig verður þá ástandið á Miklubrautinni og Bústaðaveginum á morgnanna?
Reykjavík er byggð út á nesi og því eru náttúrulegar hindranir geng því að það sé hægt að hrúga óendanlega mörgum íbúum í vesturhluta hennar án þess að það verði samgönguvandamál. Sumar stórborgir hafa þróast þannig að þær stækka í allar áttir og svo eru gerðir nýjir og nýir hringvegir utan um þær. Þetta er ekki hægt í Reykjavík.
Reykjavík verður aldrei svona kaffihúsamiðbæjarborg eins og borgir í suður Evrópu. Hér er myrkur, kuldi, rigning eða einhver blanda af þessu 9 af hverjum 10 dögum á ári. Þess vegna viljum við líka frekar keyra en nota almenningssamgöngur.
Ég held að íslendingar séu líka þannig að þeir vilja búa í hverfum þar sem þeir sjá út fyrir malbikið, hafa smá rými og opin svæði í kring um sig.
Skipulag hefur áhrif á verðmæti fasteigna og lands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2007 | 18:55
Nýr Dagur
Dagur er mjög mælskur og vasklegur maður. Ég vona að hann reynist okkur Árbæingum vel enda er hann alinn þar upp en ég veit ekki hvort hann býr þar í dag. Mér finnst hann kannski dáldið mikið upp í skýjunum núna og talar eins og hann hafi nánast verið að frelsa borgina úr margra ára gíslingu. Ef borgin hefur verið svona rosalega djúpt sokkin hlýtur R listinn að eiga einhverja sök á því, en hann var nú í þeim hópi sjálfur!
Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 18:42
Verða bókasöfn framtíðarinnar bókalaus?
Svo sagði hún mér að bókasafnið væri sem sé búið að kaupa sérstaka bókavél. Inn í hana er hægt að senda svona heila bókatexta sem vélin prentar út og límir saman í kiljuform. Ég bað hana þá blessaða að búa til fyrir mig eintak af Doktor Zhivago, Og viti menn, Konan fer inn í bakherbergi og kemur eftir stutta stund með bókina sem að sjálfsögðu var eins og splunkuný.
Núna er ég upp í sumarbústað að lesa bókina og milli kafla er ég að velta fyrir mér hvort bókasöfn í framtíðinni verði ekki alveg bókalaus og bækur verði bara búnar til eftir þörfum eins og konan á ársafninu gerði fyrir mig í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 22:09
The £1,000,000 Bank Note eftir Mark Twain
Fátækur maður var látinn hafa milljón punda seðil. Hann átti ekkert annað. Sagan segir frá því hvernig honum gengur að bjarga sér með þennan seðil eintóman, en það kom í ljós að allir vildu bera hann á höndum sér vegna ríkidæmis og hann þurfti aldrei að borga fyrir neitt.
Maðurinn í Pittsburgh hefur ekki verið svona heppinn. Veröldin er breytt.
Reyndi að fá milljón dala seðli skipt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 22:26
Maður er nefndur #173
Fyrir nokkru síðan fannst maður látinn í íbúð sinni í Breiðholti. Hann var með fjarstýringu í hendinni og hafði verið að horfa á 173. þáttinn af Maður er nefndur í Ríkissjónvarpinu. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafði dáið úr leiðindum.
Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 22:20
Hver kemur brosandi í vinnuna á morgun?
Nei ég er bara að grínast, óska viðkomandi til hamingju og vona að hann hafi ekki týnt miðanum. Akureyskir bloggarar hljóta að koma með ábendingar um hver þetta sé. Kannski verður einhver óvenju brosmildur í vinnunni á morgun.
Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar