Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2008 | 21:06
The Vanishing Leprechaun
Ég rakst á þessa stórkostlegu sjónhverfingu á netinu. Mynd sýnir 14 álfa (leprechauns) en ef efri pörtunum er víxlað fjölgar þeim í 15.
Teljið álfana á þessari mynd :
Þeir eru 14, ekki satt.
Víxlum nú efri pörtunum tveimur og hvað skeður:
Þeir eru orðnir 15 !
Maður getur orðið brjálaður á því að reyna að átta sig á því hvernig þetta getur gerst. Á þessu er samt skemmtileg skýring sem býður upp á ýmsa möguleika. Átta blogglesarar sig á því hver hún er?
Á þessari vefsíðu er hægt að skoða þetta betur með því að smella á myndina
Það er líka gaman að prenta myndina út og klippa hana í þrjá búta eftir línunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 20:08
Hvar er málfrelsið?
Mér finnst þessi dómur allt of harður þó ummælin séu ósmekkleg. Mér finnst að málfrelsið eigi að njóta meiri virðingar en þetta. Þó einhver jólasveinn á blogginu segi við annan bloggara að hann sé "Aðal Rasisti Bloggheima" - hvað með það. Hefur maður ekki heyrt annað eins og þetta?
Má ég t.d. ekki segja að einhver sé "mesti nasisti í bloggheimum" eða "mesti kommúnisti í bloggheimum" ?
Má ég segja að einhver sé "mikill rasisti", "dálítill rasisti" eða bara rasisti ?
Ég fór í smá vinnu á netinu og leitaði að stöðum þar sem orðið rasisti kemur fyrir.
Hérna bloggar Egill Helgason og segir að ef Bobby Fischer sé á móti gyðingdómi þá sé hann rasisti og líklega haldinn sjálfshatri!!!
Hérna segir einhver bloggari Weemad að Leoncie sé hæfileikalaus athyglissjúkur rasisti !!!! Þarf ekki að leita hann uppi og sekta hann ???
Hérna segir bloggarinn Ommi að Spike Lee sé einhver mesti rasisti sem hann viti um !!!
Hérna segir Jenný Anna Baldursdóttir að James Watson sé rasisti.
Hér talar einhver um að tiltekinn hundur sé rasisti, er það ekki brot á dýraverndunarlögum?
Þetta var bara það sem ég fann í fljótu bragði. Mér finnst allt of langt gengið í þessum dómi og vona að honum verði snúið af hæstarétti. Það má spyrja sig hvort lögmenn fari að leita að svona orðalagi á netinu og hvetja menn til málsókna fyrir hluta af bótafjárhæðinni.
Tek þó fram að ég er alfarið á móti rasisma og varðandi stjórnmálaskoðanir mikið nær Ómari Valdimarssyni en Gauki Úlfarssyni.
Dómi líklega áfrýjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2008 | 20:34
Geta börn æft íþróttir of mikið ?
Unnar sonur minn er 11 ára og mikill áhugamaður um íþróttir. Hann skráði sig í Knattspyrnuakademíuna í Kórum Kópavogi. Þar mæta þessir guttar kl. 6:20 á morgnanna þrjá daga vikunnar og æfa fótbolta undir stjórn góðra þjálfara og hluti af prógramminu er að fá í heimsókn þekkta knattspyrnumenn.
Unnar byrjaði sem sagt daginn í dag á því að vakna fyrir klukkan sex og taka klukkutíma þjálfun. Síðan fór hann í skólann og þar var líka leikfimitími. Eftir skólann var síðan fótboltaæfing hjá Fylki og eftir hana var handboltaæfing sem Unnar er líka að æfa. Það var talsvert þreyttur maður sem kom heim um klukkan hálf sjö og átti þá eftir allt heimanámið !!!
Ég var svona aðeins að hugsa hvort þetta er ekki að verða einum of mikið. Ég vil ekki líkja þessu við barnaþrælkun en er samt viss um að ef börn á þessum aldri væru að vinna svona mikið þætti flestum nóg um.
Að lokum má geta þess að íþróttahúsið í Kórnum í Kópavogi er enn ein rósin í hnappagat Gunnars Birgissonar. Ég varð agndofa þegar ég kom þarna inn. Mikið öfunda ég nágranna okkar af þessum manni miðað við allt ruglið hérna í Reykjavík. Legg enn og aftur til að Reykvíkingar reyni að kaupa hann sem Borgarstjóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2008 | 19:26
Er ályktunin rétt?
Stundum finnst mér menn draga rangar ályktanir í svona rannsóknum. Foreldrar sem hafa þá eiginleika að haga sér vel, læra og aðlagast eru að sjálfsögðu miklu líklegri til þess að taka sameiginlega þátt í uppeldi barna sinna. Þetta eru síðan hæfileikar sem erfast og þar af leiðandi er líklegra að börn þessara foreldra hafi sömu eiginleika.
Foreldrar sem hafa litla aðlögunarhæfni, haga sér illa og læra lítið hljóta að vera miklu líklegri til að skilja og þar af leiðandi sjaldnar sem þeir ala börn sín sameiginlega upp. Þessir þættir erfast síðan líka til barna þessa fólks.
Sem sagt, það er mjög mikilvægt að draga ekki ályktun um orsök og afleiðingu þegar sömu þættir geta haft áhrif á hvort tveggja.
Einu sinni var gerð rannsókn sem sýndi að tíðni berklasjúklinga í Arizona var mun hærri en í öðrum ríkjum. Þýddi það að það var eitthvað í umhverfinu í Arizona sem ýtti undir berkla? Nei, þegar betur var að gáð kom í ljós að loftslag í Arizona var mjög hollt fyrir berklasjúklinga og þess vegna fluttu margir þeirra þangað og þá varð tíðni þeirra hærri en í öðrum ríkjum.
Einu sinni sýndi rannsókn að flestir stjórnmálaleiðtogar (karlkyns) voru elstu synir foreldra sinna. Þá var dregin sú ályktun að þeir hefðu þroskað með sér leiðtogahæfileika í ljósi þess að þeir voru elstir. En þá benti einhver glöggur maður á þá einföldu staðreynd að flestir synir eru elstu synir !!!
Pabbar auka hamingjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 10:56
4Zkosningarnar í USA
Ef allt gengur illa hjá Hill-
ary Clinton, hann Bill
ætti þá bara
til Íslands að fara
og aðstoða Villa okkar Vill
Bill Clinton gagnrýnir Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 19:19
Hverjir eru stýrivextir seðlabanka Zimbabwe?
Hér finnst mönnum 5% verðbólga á ári mikið, og þurfa að halda stýrivöxtum í 13% - Hverjir eru stýrivextir Seðlabanka Zimbabwe?
Ég giska á að þeir sem selja verðmerkivélar séu þeir sem græði mest þarna núna. Það hýtur að þurfa hálfa þjóðina til þess að endurverðmerkja vörur í búðarhillum oft á dag!!! Og hinn helmingurinn af þjóðinni vinnur líklega við að prenta peningaseðla.
En án gríns þá hljóta Zimbabwe búar að nota eitthvað annað en eigin gjaldmiðil í viðskiptum. Líklega dollara og svo er ekki ólíklegt að vöruskipti séu algeng.
Verðbólga í Zimbabwe 66.212% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 22:10
Rakaraþraut
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.2.2008 | 18:27
Nú er stundin runnin upp...
...sem ég hef lengi óttast, eða amk. vitað að ætti eftir að bresta á. Ég er hættur að geta kennt syni mínum stærðfræði. Hann er á þriðja ári í menntaskóla og byrjaður að læra diffrun og tegrun. Ég hef yfirleitt getað hjálpað honum hingað til, með algebru, hornaföll, rúmfræði, logaryþma o.þ.h. En nú stend ég frammi fyrir því að ég er búinn að steingleyma þessum fræðum.
Samt lærði þetta allt á sínum tíma og gekk ágætlega, fyrst í menntaskóla hjá þeim merka fræðimanni Guðmundi Ólafssyni og síðan í Háskólanum. Kunni allar þessar reglur fram og til baka, Subsition, L'Hopital o.s.frv. Tók próf með ágætum. En ég hef ekkert notað þetta síðan.
Eins og þegar ég var í skóla þá finnst mér vanta fleiri sýnidæmi í kennslubókinni sem Bjössi er með, 600 blaðsíðna Calculus doðrantur. Man að ég keypti mér aðra bók fulla af leystum dæmum á sínum tíma en líklega hefur hún farið á haugana. Ég veit ekki af hverju höfundar stærðfræðibóka eru ekki með fleiri leyst dæmi, líklega vegna þess að þá óttast þeir að nemendur læri fræðin ekki nógu vel, heldur læri bara að leysa allar tegundir dæma eins og páfagaukar.
Ég fór að leita að safni með tegrunardæmum á netinu en fann engin góð. Það gerir leitina erfiða að það er ekki hægt að leita eftir tegrunartákninu. Vita blogglesara um einhverjar síður af þessu tagi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2008 | 14:13
Léleg fréttaþjónusta hjá MBL.IS
Nú eru næstum tveir klukkutímar síðan Tiger Woods sigraði Dubai Desert Classic golfmótið. Á MBL.IS er ennþá sólarhringsgömul frétt um að Ernie Els hafi náð efsta sætinu - þ.e. eftir þriðja keppnisdaginn !!!!
Þetta er allt löngu komið inn á visir.is og útsendingin er búin á SÝN+
Hvað eru þeir að hanga þarna á Mogganum?
Els náði efsta sætinu í Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 20:03
Mikines á Kjarvalsstöðum
Ævi Mikines var ekki blómum skrýdd enda glímdi hann löngum við þunglyndi og áfengissýki auk þess sem hann þjáðist af psoriasis þannig að á köflum var hann ófær um að mála. Hann gifitst tvisvar og skildi jafn oft. Þegar Mikines var á þrítugsaldri dóu tvö yngri systkyni hans úr berklum. Árið 1933 fórust 43 færeyskir sjómenn í óveðri á leið af Íslandsmiðum, þar af sjö frá Mykinesi, allt ættingjar eða vinir málarans.
List Mikines er sprottin upp úr þessu umhverfi. Frægustu málverk hans og þau sem orka sterkast á mann lýsa sorg, söknuði og harmi á ótrúlega áhrifamikinn hátt. Annars gældi hann við margar listastefnur og verk hans eru mjög fjölbreytt, sum harmræn, önnur björt en bera öll sterk höfundareinkenni.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru sýnd 49 málverk og í þeim hópi eru flest frægustu verk meistarans. Ég hvet alla til missa ekki af þessu tækifæri og skoða sýninguna sem stendur til 6 apríl.
Fyri jarðarferð
Mykineskona
Saknur
Grindardráp
Morgunsól
Kumlagynnan brýtur
Dunga Hans Pauli
Mikines málaði portret af langafa
bloggritara. Við erum samt ekkert
sérlega líkir, eða hvað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar